Spegillinn - 01.04.1951, Side 27
SPEGILLINN
63
sem fóru dag-fari og náttfari til þess að safna undirskriftum
gegn því að sími yrði lagður og fengu ekki illar undirtektir
hjá sumum, sem kynni höfðu af gaddavírsgirðingum og höfðu
þarafleiðandi hatur á öllum vírum. En svo kom síminn og
þótti þá sumum svik, að ekki
var hægt að tala í staurana.
Einnig munum vér eftir því, að
fyrst á öldinni okkar voru til
mörg skáld, sem ortu rímuð
ljóð, og höfum vér síðan lesið
og jafnvel lært nokkuð eftir
þau. Ekki voru það atómskáld
nútímans, sem flest voru ófædd
eða sum í hæsta lagi nýbyrjuð
að skríða um pallinn. Þá sóttu
kallarnir sjóinn á árabátum og
skútum, og „seigum treystu
axlarliðum“, eins og Þorbjörn
Kolka (ekki Páll Kolka). Og
góðbændurnir slógu sína jörð á sumrum og „sínum gættu að
hjörðum" upp á gamla móðinn. Þá voru ekki til aðrar fjár-
pestir en skitupest, bráðapest og stundum hor og þótti öllum
vel við unandi, enda var þá Páll Zóph óþekktur.
Fyrst á öldinni okkar voru ekki kaupfélög neitt að ráði,
en sællegir kaupmenn, sem sumir voru danskir og margir
bjuggu út í Kaupinhöfn. Höfðu þeir þá einkarétt á að flá lýð-
inn, en sú fláning var barnagaman eitt hjá því, þegar kaup-
félögin eru að flá kúnnana nú til dags. Þá átti fólkið sjálft
guðsfriðinn, en ekki bara einn maður eins og nú. En nú er
öldin okkar orðin brftytt. Nú á hver sveitakall traktor og
jeppa, en sauðfé flest dautt úr karakúlpestum, svo að nú
þarf ekki að hirða það leng-
ur, og hesturinn orðinn
óþarfasti þjónninn. (Skyldi
það nú vera munur fyrir
blessaða bændurna og sveita-
æskuna, sem nú þarf fáu að
sinna nema skemmtunum
með viðeigandi daðri og
drykkju.) Nú sækja kallarnir
sjóinn á nýsköpunartogur-
um, svo fínum að binda verður þá við bryggju mikinn hluta
ársins, svo þeir (togararnir, en ekki kallarnir) ekki atist
slori og öðrum óþrifnaði, sem getur verið samfara fiskveið-
um. Þegar öldin okkar byrjaði voru engir alþýðuskólar til.
Þá voru Laugavatn, Litlu-Laugar og Skógar bara venjuleg
bændabýli, sem engan grunaði að ættu
eftir að verða menntasetur, — jafnvel var
Gamla Manninn, sem þá var ungur, ekki
farið að dreyma nema óljóst um menntun
almennings. Fyrst á öldinni okkar áttum
vér engan Háskóla og engan prófessor. Þá
var blessaður Guðbrandur ungur og Haga-
lín klæddur stuttum brókum. Þá áttum
vér ekki Morgunblað eða Alþýðublað, ekki
Vísi eða Tímann. Þjóðviljinn var þá ann-
ar og betri en nú, enda íslenzkt blað, en
ekki rússneskt eins og nú. Þá var ísafold
líka önnur og betri, enda voru Jón Pá eða
Valtýr ekki farnir að víólera íslenzk blöð.
Þá skömmuðust blöðin svo yndi var að lesa og eitthvað ann-
að en þegar Tíminn og Þjóðviljinn eru að sletta drulluhal-
anum. Og trauðla trúum vér því, að ritstjórar og blaðamenn
nú þyldu þó ekki væri nema eina skammagrein eins og Jón
skáld Ólafsson skrifaði þær beztar. Þá áttum vér ekki út-
varp, Jónas Þorbergsson eða
Hjörvar, sem þá var pínulítill
putti og Salómonsson. Fyrst á
öldinni okkar áttum vér ekki
ráðherra, utan einn danskan
niðri í Kaupinhöfn, sem enginn
gerði stáss með. 1904 eignuð-
umst vér einn ráðherra og þótti
öllum nóg, en nú eigum vér sex,
sem ekki jafnast allir saman á
við hinn fyrsta einan. Þá var öll vor æðsta stjórn úti í dan-
mörku og þar áttum vér kóng, en landshöfðingja í Reykja-
vík. Þá datt engum í hug að flytja æðsta valdið annað en til
íslands. Nú er æðsta valdið í Washington og þar er Trú-
mann, Acheson og Marshall, og svo er forseti á Bessastöðum
upp á stáss. Sumir vilja líka hafa æðsta valdið í Moskva, en
þar er Stalín. En öllum þykir óþarfi og jafnvel dónalegt að
æðsta valdið sé á Islandi. Fyrst á öldinni okkar var Keflavík
bara ómerkileg verstöð, en nú er hún þýðingarmesti staður
landsins, enda eiginlega í U.S.A. Fyrst á öldinni okkar drukku
menn brennivín, sem keypt var hjá danskinum og selt í kram-
búðum, sem hver annar heiðarlegur varningur. Þá tók lands-
sjóður bara sinn toll og þótti nóg, en rak ekki brennivíns-
okur eins og ríkissjóður nú. Þá drukku menn helzt í réttum
og við hátíðleg tækifæri, en ekki tilefnislaust eins og menn
gera nú — og mest unglingar. Þá var heldur ekki nein áfeng-
isvarnanefnd til þess að þruma yfir fólkið hótunum og óbæn-
um. Fyrst á öldinni okkar áttu allir sinn gjaldeyri frjálsan
og til ráðstöfunar að eigin vild. Þá þekktust hvorki höft né
skömmtun, fjárhagsráð eða Elís. Þá þekktist heldur ekki
verðlagseftirlit né Pétur Pétursson, ertda var þá ekki Olíu-
félagið h.f. né Helgi Ben. Þá þótti þeim fáu íþróttamönnum,
sem til voru, nóg að liggja hver fyrir öðrum, en nú þykir eng-
inn hæfur íþróttamaður nema hafa legið sem oftast fyrir út-
lendingum, einkum þó utanlands, á sem allra flestum mót-
um. Fyrst á öldinni okkar var pólitíkin mest deilur um, hvort
íslendingar ættu að vera danskir eða íslenzkir, en nú er deilt
um, hvort þeir eigi að vera amerískir eða rússneskir, því að
auðvitað á ekki lengur við að þeir séu íslenzkir. Ekki var til
vísitala fyrst á öldinni okkar og komst allt af fyrir því. Þá
var heldur ekki til framleiðsluráð landbúnaðarins, en bænd-
ur fengu bara verð fyrir sína framleiðslu hégómalaust. Þá
var S.Í.S., Alþýðusambandið, Odd-Fellowar, Frímúrarar,
Rotaryklúbbar og margskonar slíkur óhroði ekki til, sem nú
úir og grúir af.
Það er svo margt mikið, sem eftir er að skrifa um öldina
okkar, að vér sjáum fram á æfinlegt pappírsleysi í öllum
höndlunum hér nærlendis löngu áður en vér komumst nálægt
Ólafi Thors og Hermanni, að vér sjáum ekki fært að halda
áfram. Vísast svo öllum fróðleiksunnendum að lesa „Öldina
okkar“, sem vér höfum aldrei séð, en vitum að er „einkar
smekkleg að ytra frágangi og hentug til tækifærisgjafa".
í guðs friði.
C. X.