Spegillinn - 01.04.1951, Side 32
6 B
SPEGILLINN
Bandaríkjamenn eru að
hugsá um að koma upp stolnr
orra í Bandaríkjunum.
Þá hef ég ekki tíma til að fara með fleiri vísur núna, og
verða því öll hin hundruðin að bíða. Ekki fer ég heldur að
tilgreina höfunda að þessum vísum, því fólk má gjarnan
halda að ég hafi ort þær sjálfur. Ég ætla að segja ykkur það,
að þó ég dæmdi þessum tveimur botnum verðlaun um daginn
(aðrir í dómnefndinni höfðu ekkert vit á vísum), gerði ég
tvo betri, en af eintómri hæversku og hlédrægni dæmdi ég
mér ekki verðlaunin, þó ég ætti þau auðvitað. Botnarnir eru
svona:
Frílistinn
eftir Örnólf í Vík.
Brátt fæst allt, sem andi mannsins þráir,
undirföt og margskyns töfraglys,
Sovét-krabbar, soðnir jafnt sem liráir,
sumir stærri en srnnir aftur smáir,
sem menn nota rétt til sælgætis.
Yndi jafnan fyrr ég fann
í flokki ungra sveina.
Átti ég leik við margan mann,
en misjafnt gekk að leyna.
Yndi jafnan fyrr ég fann
í flokki ungra meyja.
Nú ætla þær mig ónýtann —
allar fussa og sveia.
Svona til gamans gæti ég sagt margt fleira, en tíminn er
víst búinn, svo ég geymi það bara þar til í næsta þætti.
í guðs friði.
Vaffþorngé Sp.
Léreft, sirz og leðurvörur allar,
laukar, púrrur, appelsínur, gler,
katlar, balar, kyrnur bæði og dallar,
kalónaðir, fínir Marshall-skallar
og alveg príma útlenzkt gráðasmér.
Nylonsokkar, náttpottar sem dreyra,
naglalakk og hvað sem girnist þú,
Kóreanskar kjötbollur og fleira,
kannske líka svið og ennþá meira
hentugt fyrir hvern að liafa í bú.
Það má segja: Sízt liér stjórnin sefur,
sér liún minnstu og stærstu þarfir manns.
Auga þessu öllu hreint hún gefur,
umhyggjunnar faðmi allt hún vefur.
Líknar öllum þörfum líkamans.