Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 33

Spegillinn - 01.04.1951, Qupperneq 33
NNmi33dS 69 Bréf af óþurrkasvæðinu Kæri SPEGILL! Mig langar til að skrifa þér örfáar línur rétt að gamni mínu; ekki vegna þess, að ég hafi neitt sérstakt erindi að flytja, heldur aðeins vegna þess, að ég veit að þú tekur tillit til allra jafnt og ferð ekki í manngreinarálit og ert hlutlaus ^ í öllum málum. Það er ekkert sérstakt að frétta héðan. Það er fábreytt líf okkar í dreifbýlinu og fátt um skemmtanir eða tilbreytingu. Helzt er það útvarpið og við það er setið öllum stundum, sem það er í gangi, og hlustað af öllum kröft- ♦ um, og margt er nú gott og þarft og margt til skemmtunar þar. Mikið hafði ég og við öll gaman af „Sitt af hverju tagi“ og vildi ég helzt að það væri oftar en það er. Við höfðum gaman af vísuhelmingunum, sem kynin áttu að botna sitt í hvoru lagi, og við botnuðum bæði hjónin, en ekki gátum við komið botnunum á framfæri og gilti það einu með botn kon- unnar, en mér fannst minn botn þess virði, þó kerling mín segði hann grófan og funaði við. Ég læt þig nú heyra botn- ana og hefði ég gaman af að heyra álit þitt um grófheitin. Ég segi, að frá minni hálfu er botninn ekki grófur; slíkt fer eftir því, hvað hver og einn er grófur í hugsun, sem á hann hlustar. Minn botn er svona: Ein mig kaus sem eiginmann — aðrar vildu leigja. En botn konunnar er svona: Nú á ég hálfan eiginmann og átta börn að skeina. Mér finnst nú þetta óþarflega nærgöngult við mig og ekki ástæða að brigsla mér um skiptingu eins og barnatalan ber með sér. — Ég vona að þessu verði hagað öðruvísi í fram- tíðinni, þannig að allir fái tækifæri til að keppa, og mun þá margt verða skemmtilegt, sem sagt verður og rímað. i Ég gat þess í upphafi, að hér væri fátt um samkomur á óþurrkasvæðinu, en þó var haldin samkoma fyrir skömmu, sem var dálítið nýstárleg og er ekki ennþá séð fyrir endann á afleiðingum hennar. I héraðinu er dálítið víðtækur félags- skapur, sem heitir Félag íslenzkra frjálsíþróttaleikmanna, í daglegu tali kallað og skammstafað Fífl. Þetta félag hefur stundum gengizt fyrir samkomum og sýnt frjálsar íþróttir, og nú vildu þeir koma á einni slíkri til fjáröflunar, því þó það heiti félag, þá var það félítið. Forsprakkar félagsins höfðu heyrt, að slík félög annars staðar hefðu haft áfengis- sölu á stefnuskrá sinni og hagnast vel á því, og nú datt þeim í hug að reyna þetta líka. Erfitt var um aðdrætti og engin útsala á næstu grösum. En þegar farið var i kaupstað fyrir jólin og tekið út á síðustu sykurseðla þess árs, þá voru þrír þessara pilta í förinni. En hvernig sem á því stóð — hvort það var óvart eða ekki — þá lenti sykur þessara heimila, samtals 30 kg af strásykri, svo nálægt steinolíubrúsa í flutn- ingnum, að olíulykt fannst af sykrinum og jafnvel bragð líka, sögðu þeir sem bezt kjömsuðu. Þótti nú illa hafa til tekizt og eina ráðið til úrbótar að hitta hreppstjóra og freista að fá þar bót við bölinu. Hreppstjórar eru yfirleitt þægilegir menn í þessum efnum og liðlegir, þegar um afmæli, jarðarfarir eða aðrar skemmtanir er að ræða, og láta þeir aukaleyfi út á svo- kallaða risnu, jafnvel á afskekktustu heimili, enda brást hreppstjóri vel við að vanda og lét leyfi fyrir 45 kg af sykri til þessara ólánsmanna. En piltarnir voru nú ekki á því að fleygja olíusykrinum. Þeir náðu í ger og lögðu í tunnu og settu þar í allskonar bragðbæti, svo sem rúgmjöl, rúsínur, appelsínubörk og margt fleira. Gerjaðist nú vel í tunnunni og eftir hæfilegan með- göngutíma gerlanna var farið að eima og framleiðslan síðan seld á samkomunni. Ekki hef ég heyrt þess getið, að nokkr- um hafi orðið verulega meint af, þó drykkurinn væri ekki alveg tær og fyndist eins og spanskgrænukeimur af honum. Þótti mörgum þetta hin bezta tilbreyting og drukku óspart þegar leið á kvöldið. Samkoman var hin fjörugasta með mörgum skemmtiatriðum og íþróttum og sumum nýstárleg- um, svo sem hnefaleik og ryskingum, og voru nokkrir með blá augu næstu daga. En nú stendur styr mikill út af öllu saman og tilvonandi málaferli. En við eldri bændur og reyndari viljum jafna þetta og þagga niður; höfum heyrt að það sé gert á hærri stöðum að þagga niður og jafna allan ágreining yfirleitt — bæði fjárdrátt og smáhnupl. Er það ekki rétt að svo sé? Þú ættir nú að láta mig vita við tækifæri, hvort þetta er ekki satt, svo ég geti sýnt þeim það svart á hvítu hér heima. Með beztu óskum og virðingu þinn einl. B. B. DANAKÓNGUR ætlar til grænlands í snmar som kemur — væntanlega með vasana fulla af súkkulaöi og skroi — til þess að lieimsækja þegna sína þar. Einhver dansklunduð blöð tóku þegar að ympra á því, að kóngur heimsækti okkur hér um leið, rétt éins og hann hefði ekki hugmynd um lausrífelsið ,en svo kemur eitt blaðið með ]>að, að ekki geti úr þessu orðiö, sökum þcss að vér séum ekki búnir að gera opinbera vísitt hjá honum. Ef kóngi duga ekki skrælingjamir, gæti hann komið við ó St. Croix, þar sem rommið sprettur, og spurt mannskapinn, hvernig bonum líði, síðan danir seldu hann. UTANRÍKISRÁÐHERRAR allra Norðurlanda héldu fund með sér laust fyrir miðjan sl. mánuð, og var þar samþykkt eftir all-ýtarlegar umræður, að styðja áfram alla viðleitni til samkomulags í Kóreustríðinu. Vér viljum lýsa velþóknun vorri á þessari samþykkt og sjáum ekki annað en þeim sé alveg óhætt að taka saman pjönkur sínar, austur þar, og hætta: að stríða. THOMAS MANN, hinn ágæti rithöfundur, hefur tekið aftur undirskrift sína undir Stokkhólmsávarpið, og virðist æðimikill óþarfi, þar sem enginn heyrir það lengur nefnt á nafn. Einnig bendir það á seinlæti í fréttaflutningi landa milli, ef hann er fyrst nú að heyra um afturköllun séra Sigur- björns og hegða sér þar eftir.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.