Spegillinn - 01.04.1951, Síða 35
SPEGILLINN
71
leikhússtjóri smyglaði inn frá Svíþjóð án þess að fara fyrir
verðlagsdóm, bendir sterklega til að hér sé um eina slíka
söngtegund (ekki tóntegund) að ræða.
Óperur eru ævafornar eða síðan á dögum Verdís, en vér
vitum ekkert, hvenær hann var uppi, og getið þér í því sam-
bandi hringt í Þjóðleikhúsið og spurt þar einhvern Önfirð-
inginn, ef þeir vita þá svoleiðis þar vestra. Er menn halda,
að í óperum sé einhver leikur, þá er það mesti misskilning-
ur. Að vísu hefur þar alltaf einhver sverð til að reka með
einhvern í gegn, helzt konu, því að söguhetjan hefur ekki
sálarþrek til meiri afreka vegna söngsins, og þar með er
draumurinn búinn, eins og kerlingin sagði.
0 En annars er bezt að byrja á byrjuninni. Við óperur þarf
búninga, margvíslega búninga, helzt smyglaða, eins og áður
er sagt. Konur eru í hverjum kjólnum utan yfir öðrum, svo
að hver leikkona þarf, lauslega áætlað (það er ekki reiknað
út af Hagstofunni), tíu, a, m. k. að neðanverðu, og er það eitt
trikkið, ef svo má segja, frá hendi höfundar, að hin heitt-
elskaða fellur svo seint um háls hins heittelskaða á móti (ef
eiginmaðurinn er þá ekki búinn að roða sverð sitt blóði henn-
ar áður, því að í óperum er aldrei heit ást, nema annar aðil-
inn eða báðir séu giftir), vegna þess að hin heittelskaða þarf
alltaf að halda uppi pilsunum með annarri hendi, en regnhlíf
í hinni. Að öðrum kosti yrði tónskáldið að ljúka leiknum
miklu fyrr en hann endaði. Nú halda menn sjálfsagt hér
heima, að alltaf rigni í óperum, en það er hinn mesti mis-
skilningur. Heittelskaðar bera bara regnhlíf í óperum af því
að það á að bera regnhlífar í óperum.
Þá þurfa líka leiktjöld með súlnagöngum og gosbrunnum
í ýmsum óperum, eins og Rakaranum frá Sevilla. En rakarar
þurfa nú sérstaklega á smávatnsgosum eftir rakstur að
halda. Og ekki má gleyma hljóðfæraleiknum, og er hér hent-
ugt verkefni fyrir Sinfóníuhljómsveitina, sem Þjóðviljinn
var að krefjast atvinnu til handa nú á dögunum, a. m. k. voru
það eitt hundrað manns, svo að manni dettur fyrst hljóm-
sveitin í hug. Það er sem sagt engin ópera án hljóðfæraleiks
og krefjast þær ýmissa mjög sjaldsénna hljóðfæra. Við
óperur eftir Wagner væri sjálfsagt hægt að fá að láni hamar
og steðja í hljómsveitina af skrifstofu Stefs, náttúrlega með
viðeigandi Stefgjaldi og Stefvísitölu og prósentum og öðru,
sem þeirri stofnun tilheyrir. 1 hljómsveit snýr alltaf einn
maður bakinu að fólkinu (finnst ykkur það ekki skrítið?).
^ Hann er kallaður hljómsveitarstjóri af því að hann gerir
ekkert sjálfur, alveg eins og verkstjórar eða forstjórar smá-
bátaútgerðarinnar. Hann snýr að mönnum bakinu af því að
honum leiðist að horfa á menn geispa og veit sem er, að allir
vilji að hann hætti sem fyrst. En hann verður nú líka að lifa.
Höfundar óperanna, sem alltaf eru tónskáld (því að ópera
er sem sagt sungin, en ekki leikin) og láta flytja verk sín
(oftast eftir að þau eru dauð), meina oftast eitthvað með
þeim, þó að aðrir skilji það raunar ekki, a. m. k. ekki þeir,
sem alltaf segja um leið og þeir ganga út eftir óperu: „Mikið
var þetta guðdómlegt!“ Höfundarnir meina nefnilega ekk-
ert guðdómlegt með þeim, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að
losna við ýmsar „fixar ídeur“, sem hafa þjakað þá. Þess
vegna var óperan sýkkóanalísa þeirra tíma eða sálgreining
(það að reka alltaf einhvern í gegn með sverði var löngun
barnsins að hefna sín á föðurnum eða móðurinni fyrir að ala
sig svo illa upp á máli sálgreiningarinnar).
Þær óperur, sem vér þekkjum nú, voru oftast skrifaðar
af höfundinum, en ekki bara tilkynntar, að þær væru brunn-
ar eða ennþá ekki skrifaðar. Ekki virðast þær þó hafa verið
allar vel skrifaðar, því að vér vitum, að hljómsveitarstjórar
og söngvarar hafa flutt þær með sínu hverju móti og er það
ekki nema kostur á óperu. Vér vitum, að Beethoven gamli
var heyrnarlaus, svo að ekki hefur hann getað heyrt, hvað
hann skrifaði. Eins vitum vér, að í leikritasamkeppni Þjóð-
leikhússins var send íslenzk ópera (einskonar Carmen), en
dómnefndin gat ekki stafað sig fram úr handritinu. Þetta
sýnir, að vér höfum enga hefð í óperugerð, úr því að dóm-
nefndin hélt, að hún ætti að geta lesið handritið. Þarna ligg-
ur líklega listaverk, sem aldrei kemur fram í dagsljósið fyrir
skilningsleysi dómnefndar. Annars er búið að skamma hana
svo mikið, að vér þorum ekki að minnast á visst „gamalt
danskt leikrit“.
Nú, þá eru oft ýmis dýr í óperum, t. d. hestar eða svanir.
Vér höfum látið oss fortelja, að í svanaóperettu Wagners
kemur svanurinn syndandi og höfuðpersónan, sem syngur
svanasönginn, á að setjast á bak honum og láta svaninn
synda með sig út af sviðinu. En einhverntíma gleymdi leik-
arinn sér og svanurinn líka, svo að svanurinn var farinn,
þegar söngvarinn ætlaði að stíga á bak. Þá voru góð ráð dýr,
svo að leikarinn reddaði sitúatióninni með því að slá út hend-
inni og syngja fullum hálsi: „Þetta gerir ekkert til. Ég tek
bara næsta svan“.
Þá eru og stundum notaðir hestar í óperum, eins og í Bo-
héme, eða múlasnar, eins og í La Traviata, og hefur höfund-
urinn sennilega hugsað sem svo, að það væri gott að hafa
þessi dýr, ef það vantaði söng- eða leikkrafta, því að hestar
leika alltaf eðlilega á sviði, jafnvel þótt þeir hafi ekki út-
skrifazt með fyrstu einkunn eftir eitt eða tvö ár frá Royal
Academy of Arts. Það leiðinlegasta við svoleiðis leikendur
er, að þeir leika stundum of eðlilega og gera stundum á gólf-
ið, svo að þrífa þarf eftir þá á eftir.
Þá má geta þess að síðustu, að notaðir eru söngvarar í
óperum, sem ekki eru leikarar, og svo statistar. Þetta fólk
er oft svo margt á sviðinu, að maður getur ekki séð leiktjöld-
in fyrir þeim, sem oft er það bezta í óperum. (Var þetta ekki
gott hjá mér, Lárus?) Það er alltaf líka að flækjast hvort
fyrir öðru, þó að leikstjórinn hafi bograð við það vikum sam-
an að draga krítarstrik á gólfið til að sýna, hvar hver eigi
að ganga. Eins veit það venjulega ekki, hvort það á að setja
vinstri fótinn fram fyrir þann hægri eða öfugt, sem ekki er
von. Til að bjarga höndunum, þá lætur leikstjórinn þá venju-
lega bera eitthvað, svo sem regnhlíf, fuglabúr, stokk eða þá
bara leiða hund í bandi.
Efnið í óperum er, eins og áður er lýst, að tiginborinn
maður verður ástfanginn af tiginborinni konu og annaðhvort
þeirra verður að vera gift, annars er ekki hægt að leggja
neinn í gegn með sverði í lokin og óperan væri eyðilögð. Eins
verður oftast þjónn hins tigna manns skotinn í þjónustumey
hinnar tignu konu. Öll Önnu-frá-Stóruborgar-ævintýri eru
forboðin í leikritum, enda mundi ekki músikin passa við það.
Oft skipta svo þjónustulið og húsbændur á fötum til að leika
á hinn óhamingjusama maka (sem á að drepa í lokin eða
deyja sjálfur).
Eins og oftlega hefur verið sagt, þá er ópera sungin, en
ekki leikin, enda geta ekki söngvararnir leikið eins og sjá
mátti hér áður fyrr á fjöldamörgum þeim, sem hér hafa upp
troðið á leiksviðinu í Iðnó. En sem betur fór, gátu þeir oftast