Spegillinn - 01.04.1951, Side 36

Spegillinn - 01.04.1951, Side 36
72 SPEGILLINN ekki sungið heldur. En þeir gerðu lukku samt. Textinn er líka sniðinn eftir því, énda tónskáldin sjaldnast leikritaskáld. Bezt er að hafa titilinn á ítölsku, svo að enginn skilji hann nema Þórhallur Þorgilsson, svo sem Rigolettó. Hver skilur það? Bezt er að hafa aðalsöngvara, sem bara syngja á ítölsku eins og Stefán íslandi. Þá halda menn, að um mjög merkilegt efni sé að ræða. Orð eins og „la“ og „il“ taka sig alltaf vel út. Annars kemur aðalefni textans, sem heitir auðvitað líbrettó á ítölsku um allan heim nema hjá Grænlendingum (þar heitir hann Kasvanakmissinúk, sem er ennþá ekki viðurkennt), aðallega fram í síðasta samtali hins heittelskaða og hinnar heittelskuðu. Þau syngja þá venjulega dúett til skiptis og horfa fram í salinn til áheyrenda, eins og þau væru að leita að enn heittelskaðri persónu þar (hvað þeim og oftast tekst). En leikstjórinn bannar þeim sem sagt að horfast í augu eða káfa hvort á öðru. Textinn er þá, sem hér segir, og gildir fyr- ir flestar óperur (nema þær brenndu og óskrifuðu): Hann (tenór óperunnar, gæti alveg eins verið eitthvað ann- að og hefur líka sennilega verið á togara á yngri árum, syng- ur fullum hálsi): — Ég elska þig! Hún (sópran, gæti líka verið annað, er oft gömul hár- greiðslustúlka): — Þú elskar mig! Hann: Þá flýjum við í nótt! Hún: Nei, ekki svona fljótt! Hann: Jú, ef að okkur semur! Hún: Nei, maðurinn minn kemur! Hann (á háa C): Djöfullinn hirði hann! Hún: Mitt hjarta af ást til þín brann! (Betra væri „brennur“ í nútíð, en oft verður að hnika svo- lítið til orðum í óperum vegna lagsins.) Hann: Nú leggur nóttin yfir oss sinn huliðshjálm. Hún (reið, enginn veit af hverju): Ég vil ekki lengur hlusta á þitt mjálm. (Á þessum stað kinka ýmsir kolli á áhorfendabekkjum.) Hann (aftur háa C): Ég rýð mitt sverð í blóði. Hún: Æ, þegiðu nú góði! (Svo kemur mjög hraður víxlsöngur með trillum og tre- múlöntúm, oft sá hluti óperunnar, sem tónskáldið er stolt- ast af.) Hún: Æ, komdu nú — ó, nei, nei, nei, jú, víst, jú, víst, ó, sei, sei, sei —: ó, ó, ó, ó — æ, æ, æ, æ — ó, mitt hjarta — æ, ég kvelst — æ, æ — ó, ó — ú — o — a — í — í. (Það er hann.) (Maður hennar kemur — bassi): A! (Dregur fram rýting og keyrir hann inn að hjartastað — auðvitað á einhverju þeirra.) Leiksviðsfólk, statistar með alskegg koma hlaupandi og bera hann burt. Enginn veit og sennilega ekki leikstjórinn heldur til hvers þeir þurfa alskegg. — Kórinn kemur og syng- ur að baki hinna, sem ekki sáluðust. Allt fellur í ljúfa löð, þótt enginn viti, af hverju sá var drepinn eða drap sig, sem drapst. Síðustu tónarnir hljóma — þau hneigja sig — allir klappa — blómin í sellófaninu eru borin inn, sem ,pöntuð voru af skrifstofunni fyrir lokunartíma. Um brennivín og þess aSskiljanlegu náttúrur. Brennivín ku vera bezti drykkur, búmannsins drýgsti mjaðmarhnykkur, til þess að drýgja sjóði sín’ selja menn því það eðla vín. Lögreglustjóri leyfi gefur af ljúfmennsku sinni jafnan hefur hlotið lof þess er leyfi réð, líka þeirra er guldu féð. Útkría leyfi í fjárplógsferðum félög af allskyns standi og gerðum. Allir vildu þar vera með( 'i — vitaskuld alveg þvert um geð. — Meðlimi sína bljúgir biðja bissnesinn skuli þeir ei styðja af eigin framtaki — utan þó alltaf til sölu að hafa nóg. Stjórn vorri einnig oft var þægur í aurahraki sá drykkur frægur. Raungóðir menn einni ríkisstjórn í Ríkinu færðu brenni-víns-fórn. Blikur á lofti blika ljótar. Banni og kárínum Gísli hótar íþróttamönnum okkar lands. Aðrir fylgja svo dæmi lians. Ef að Sogið menn óska að virkja einfalt mál er vort Ríki að styrkja. Þó hafa þeir uppi hark og þref. Menn hætti að drekka og kaupi bréf. Eflaust sér þó hver aumur kjáni að óþarfi er fé að taka að láni, ef drekka menn bara í djöfulmóð og drýgja í vorum Ríkissjóð. Og íþróttamenn fá aura næga í utanför hverja sögufræga, ef drykkjumet verða mörg og góð til menningarauka landi og þjóð. HEILADINGULL úr kálfi hefur nýlega verið græddur í mann suður í Álaborg, og hef- ur gefizt vel, eftir því sem um var að gera. Þó fylgir sá böggull skamm- rifi, að síðan gengur maðurinn með kálfslappir, eins og það er kallað, ennfremur er hann hugdeigari en áður var hann — hefur m. ö. o. kálfs- hjarta. Biðjum því að oss bresti eigi brennivín, hvorki á nótt né degi, svo óttast þurfi ei auraskort íþróttamenn eða Ríki vort. Grímur.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.