Spegillinn - 01.04.1951, Side 46

Spegillinn - 01.04.1951, Side 46
7B SPEGILLINN burða dugnaði og klókindum að komast ótrúlega langt og verða mikilsvirt af samborgurum sínum fyrir velmegun og menningu. Þessi leigjandi Jóns var Hálfdán, sonur Ketils ófeigsson- ar, er lengi bjó (eða svo átti það að heita) í Balakoti fyrir norðan, en þrátt fyrir lítil efni var Ketill þó af traustum bændaættum, eins og aðrir frændur hans þar um sveitir. Er ekki loku fyrir það skotið, að einstaka prestur fyrirfinnist í ættinni og er séra Hálfdán Önundarson að Brekknaþingum þeirra kunnastur, en hann var ömmubróðir stjúpföður Ket- ils og mun Hálfdán ungi hafa verið heitinn eftir honum. Þeg- ar Hálfdán fluttist til höfuðstaðarins fékk hann jobb við yerzlun, en til þess hafði hann alltaf langað. Tók hann þá upp á því að fara laumulega með ýmsa sjaldséða og eigulega hluti, er í verzlunina komu, og útvega þá síðan ýmsum „hjá ein- hverjum kunningja sínurn", og var þá ekki gert veður út af því, þótt einhver verðhækkun yrði á vörunni, enda engin verðlagsyfirvöld, hvorki nefndir né ráð. Sést af þessu að Hálfdán var á undan samtíð sinni, því slíkir verzlunarhættir urðu síðar mjög í tízku og komu ýmsum að miklu liði, þrátt fyrir nefndir og stjóra, sem annars hefðu ekki hraðgrætt svo sem raun varð á. En er Hálfdán gerðist svo umsvifamikill, að hann þurfti' hvað eftir annað að fara utan í verzlunarer- indum, tók hann að kalla sig Blindskers, þar sem hann fann ekki betra nafn og enginn notaði það. Kona Hálfdáns var Frá Iiftnum dðgum Frh. frá bls. 54. smiður og hét Jón Guðmundsson, en Loftbjörg hét kona hans og lifði hún mann sinn. Sonur Jóns, Guðmundur að nafni, varð iðnaðarmaður, en þó með allt öðrum hætti en faðir hans, þar sem hann starfaði á stórfelldari grundvelli í framleiðslu allri og á öðrum tíma og varð vel til fjár. Byggði hann sér síðar forkunnarfagurt hús undir Eskihlíðum, þar sem hann vildi fjarlægjast æskustöðvar sínar og umkomuleysi í upp- vexti, miðað við það, er síðar varð, en þetta hús mun nú á næstunni taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegurðarfélagsins og hefur að sjálfsögðu mikla möguleika, þar sem ekkert hef- ur verið til þess sparað. En þá er komið nokkuð nálægt nú- tímanum, en svona fléttast alltaf saman fortíð og nútíð, eink- um ef ekki er of langt á milli. Hús Jóns skósmiðs var ekki sem verst miðað við þann stað, sem því var hróflað upp á, en tveir gluggar voru á austurgafli, sem þótti óþarfleg rausn. Á hæðinni bjó Jón sjálfur, eins og vænta mátti, en þar sem kjallarinn var nokkuð góður og rakalaus að mestu, einkum er þurrt var úti, hafði hann innréttað þar eina stofu og not- hæft eldhús, er hann leigði ungum hjónum, sem ekki alls fyrir löngu höfðu flutt til bæjarins, en voru ekki vel fjáð til að byrja með og urðu því að láta sér þetta nægja. Stórhuga voru þessi hjón samt og stefndu hærra og tókst þeim með af-

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.