Spegillinn - 01.07.1965, Page 27

Spegillinn - 01.07.1965, Page 27
Hér er sko ekki um neina afborgunarskilmála að ræða. ÚR DAGLEGA LÍFINU Með morgunkaffinu maula ég harðan snúð; til miðdags fæ ég að Iíkindum kæsta skötu. Konan er reyndar í ketstríði út í búð, en krakkamir eru í skítkasti út’ á götu. Flughratt með fjölbreyttu móti fram streymir lífið sjálft: í Tímanum þruglar Tóti, á Tjörninni kvakar álft. Frá skriffinnsku og skjaladrasli í skjótheitum stinga menn af, til að drekkja blankheitabasli á baðstað við Svartahaf. Það lendir svo margt í heimi hér í handaskolum og pati. Á Iandsprófum öllum erum vér oftast á rótargati. Og verðbólgan magnast og vindurinn fer úr viðreisnarapparati. Og hver sjálfstæðishetja orðin er jafnvel aumari en hægri krati. Ketleysi Hamingjan hjálpi oss! Nú er uppétið allt: hrútlömb, gimbrar og gamalær, folöld og fulltíða hross, aflóga kýr og kálfar. Ketlaus bær! Ket, ket, ket, er kveinað um allan bæinn; ket, ket, ket, gaula görnin og maginn. Ket, ket, ket! Saltað eða reykt, soðið eða steikt. Ket, ket, ket! Hvort heldur nýtt eða fryst, feitt eða magurt. (Á fiski hef ég enga lyst). - Hér stend ég og get ekki annað en grenjað eins hátt og ég get Ket, ket, ket!!!

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.