Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 7
8TUDE KTABLAÐ 36. ÁRG. - 5. tbl. 1. DESEMBER 1959 ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, stud. jur., formaður Stúdentaráðs: ÁVAR P ■P\AG nokkurn í svartasta skammdeginu 1918 var íslenzki ríkisfáninn dreginn að hún í fyrsta sinn fyrir framan Stjórnarráð landsins. Atburður þessi var tákn mikilla tíðinda, en hann fór ekki fram við mikla háreisti né stór- fengleg hátíðarhöld. Drungi hvíldi yfir. Skæð drepsótt var ný gengin yfir og hafði skilið eftir sín sár. Á ytraborðinu virtist því engin birta hvíla yfir þessum vetrardegi. Engu að síður voru stór tíðindi að ske, atburður, sem varpaði skærri birtu á framtíð Islands og gerði daginn, 1. desember, að einum eftirminnilegasta í sögu þjóðarinnar. Island var að heimta fullveldi sitt að nýju, og jafnframt var stofnun lýðveldis tryggð eftir aldai'fjórðung. ❖ Sá stóri áfangi, sem náðist 1. desember 1918, var árangur aldalangrar baráttu þjóðarinnar fyrir endurheimtu frelsi. ísland hafði á sínum tíma byggzt af mönnum, sem fremur kusu að flýja til fjarlægrar eyjar, en að verða að búa við kúgun og einræði í ættlandi sínu. Frelsis- þráin hefur því verið frumeinkenni þjóðarinn- ar frá árdögum. Á örlagastund glötuðu íslend- ingar sjálfstæði sínu. í kjölfar þeirrar ógæfu fylgdu dimmar aldir, tímar þverrandi þjóðlífs og niðurlægingar. En þrátt fyrir alla eymd og andstreymi, kulnaði frelsisneistinn aldrei út í brjóstum landsmanna. Baráttan við hið erlenda vald var að vísu oft harla vanmáttug og árang- ursrýr, en þar kom að djarfhuga og framsækn- um sonum þjóðarinnar tókst að hefja kyndil frelsisins á loft að nýju. Eftir aldalanga áþján sá íslenzka þjóðin loks bregða fyrir birtu af nýjum degi. Eftir langan vetur átti þjóð vor eftir að eiga sitt vor, vor frelsis og framfara. I dag minnumst vér mannanna, sem með bar- áttu sinni og þrautseigju færðu þjóðinni frelsið að nýju og lögðu grundvöllinn að hinum nýja tíma í sögu hennar. En minnugir skyldu menn þess, að margar eru stoðir þær, sem fullveldi og sjálfstæði þjóðar byggir á, og svigni einhver þeirra eða bi'esti, þá er voðinn vís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.