Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 12
12 STUDENTABLAÐ ráðstefnan leiddi í ljós, að meiri hluti þjóða heims, sem atkvæði greiddu, var fylgjandi 12 mílna fiskveiðilögsögu. Islenzk stjórnvöld tóku því þá eðlilegu ákvörðun að færa út fiskveiði- lögsöguna úr 4 í 12 sjómílur og komu þær regl- ur til framkvæmdar 1. septemþer 1958. Töldu íslendingar sér heimilt að ákveða sjálfir þessa stækkun fiskveiðilandhelginnar. Aðrar þjóðir ákvarða sjálfar landhelgi sína og fiskveiðilög- sögu, en auk þess var fiskveiðilandhelgi Islands ekki ákveðin stærri en hjá fjölda annarra þjóða. Þá hafði alþjóðalaganefndin lýst því yfir, að hún teldi ólöglegt að ákveða stærri landhelgi en 12 sjómílur. Var því ekki annað séð en að Islendingar hefðu sterk rök fram að færa fyrir stækkun fiskveiðilögsögunnar. Var öðrum þjóð- um þegar tilkynnt um fyrirhugaða stækkun, jafnframt því að skýrð var nauðsyn þessarar ákvörðunar. Ymsar þjóðir mótmæltu fljótlega hinni nýju fiskveiðilandhelgi Islendinga. Þær þjóðir, sem báru fram mótmæli voru: Bretar, Frakkar, Belgir, Hollendingar, Svíar, Vestur-Þjóðverjar og Spánverjar, eða nær eingöngu þjóðir, sem mikilla hagsmuna hafa að gæta við fiskveiðar hér við land. Þess ber jafnframt að minnast, að allar þjóðir hafa í verki viðurkennt 12 mílna fiskveiðimörk íslendinga, einnig þær sem mót- mæltu setningu 12 mílna reglugerðarinnar, að einni undantekinni. Brezka ríkisstjómin hefur látið sér sæma að láta herskip sín vernda ólög- legar veiðar brezkra togara í íslenzkri fiskveiði- landhelgi. Má það furðulegt teljast, og reyndar einsdæmi, að ríki beiti herskipum sínum til þess að hindra með ofbeldi töku landhelgisbrjóta innan fiskveiðilögsögu annars ríkis. Jafnframt þessu hafa hin brezku herskip óvirt alþjóðleg- ar siglingareglur og jafnvel hótað að sökkva íslenzkum varðskipum við framkvæmd skyldu- starfa. Brezka ríkisstjórnin viðurkennir samt í reynd 12 mílna landhelgi Sovétríkjanna og Kína og hefur jafnvel samið við ríkisstjórn Sovét- ríkjanna um að brezk fiskiskip fái aðstöðu til að veiða innan 12 mílna rússneskrar landhelgi á tilteknum svæðum. Mundu Bretar hafa beitt íslendinga ofbeldi innan íslenzkrar fiskveiði- lögsögu, ef Island væri vopnað stórveldi? Þeirri spurningu munu brezk stjórnvöld hliðra sér hjá að svara. Eitt er þó víst. Framferði Breta- °+iórnar gagnvart Islendingum mælist illa fyrir um allan heim, jafnvel í Bretlandi sjálfu for- dæma menn í æ ríkara mæli þessar aðfarir. Auk þess sem framferði Breta hefur oftlega verið mótmælt af hálfu Islands á alþjóðavett- vangi, hefur ríkisstjórn Islands margsinnis bor- ið fram mótmæli við Bretastjórn og krafizt þess að brezku herskipin væru héðan kvödd án frekari tafa. Hafa mótmæli þessi engan ár- angur borið til þessa. Hinu má ekki gleyma, að enda þótt mótmælaorðsendingar hafi enn ekki getað komið því til leiðar að Bretar létu af ofbeldisaðgerðum sínum, eru þær ekki óþarf- ar. Með mótmælum sínum er ríkisstjórn Islands jafnframt að tryggja að Islandi sé geymdur laga- legur réttur vegna lögbrota, sem Islendingar telja Breta fremja gegn sér. V. Hin nýja alþjóðaráðstefna, sem eingöngu hef- ur það hlutverk að setja alþjóðareglur um víð- áttu landhelgi og fiskveiðilögsögu, eins og áður segir, kemur saman í Genf eftir nokkra mán- uði. Ekki er vitað nú, hvort takast muni þar að koma á reglum um þessi mál. Sjónarmið það, sem fram kom í tillögu Kanada á síðustu ráðstefnu um 12 mílna fisk- veiðilögsögu virðist eiga sívaxandi fylgi að fagna meðal þjóða heims. Vonandi ber ráðstefn- an í Genf gæfu til að ákveða 12 mílna fiskveiði- lögsögu sem almenna reglu, svo og að sam- þykkja að sérstakt tillit verði tekið til ríkja eins og íslands, er þannig stendur sérstaklega á um, að afkoma þjóðarinnar byggist að heita má al- gerlega á fiskveiðum undan ströndum landsins. Því verður a. m. k. ekki trúað að óreyndu, að komið verði í veg fyrir að settar verði al- þjóðareglur um lausn vandamáls, sem öllum þjóðum heims er hagkvæmt að leyst verði án frekari dráttar. Fari hinsvegar svo móti von- um, að Genfarráðstefnan beri ekki gæfu til að leysa þetta mál, hlýtur reyndin óhjákvæmilega að verða sú, að einstök ríki verða eftir sem áður að ráða sjálf víðáttu landhelgi sinnar og fiskveiðilögsögu, að sjálfsögðu innan sann- gjarnra og skynsamlegra takmarka. Ekki er þá við Islendinga að sakast, sem barizt hafa árum saman fyrir því að lausn fengizt á alþjóðavett- vangi á þessu vandamáli, og áttu raunar frum- kvæði að því að Sameinuðu þjóðirnar tóku það til úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.