Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 24
24 STUDENTABLAÐ Dr. BJÖRN SIGFÚSSON, háskólabókavörður: Eitt hið stærsta átak, sem gera þarf hér í háskólamálum, er myndun háskólabókasafns, sem standist þær kröfur, sem reynast óumflýj- anlegar og heilbrigðar á venjulegan smáþjóðar- mælikvarða, — ekki aðeins á gamla íslenzka kvarðann. — Við þurfum vísindasafn án yfir- lætis, en með nógu breiðan söfnunargrundvöll til þess, að fjölgandi og stækkandi háskólafræði- svið landsmanna geti átt þar veruleg ítök hvert og eitt næstu 20—30 árin. Viljirðu eignast flík, sem er mjög dýr, hvort sem valið er smátt núm- er eða stórt, ertu skynsamur unglingur, ef þú velur þá stærðina, sem er þér við vöxt og þú getur stærsta uppi borið. Það væri markleysuhjal að telja Hbs. það, sem í háskólanum er, vera á góðri leið í þessa átt, nema brátt verði reist nýtt safnhús og bæði áður og síðan verði veitt af ríkisfé til bókaauðg- unar. Þessari staðhæfingu þýðir ekki að neita og bera við of háum kostnaði, sem af framkvæmd yrði. I stað þess að þreyta lesendur með inn- lendum tölum og línuritum, sem sýna heimtu- frekju komandi þróunar, og í stað þess að bera saman við erlendar háskólastofnanir og heim- færa e. t. v. Parkinsonslögmálið þaðan til þeirra íslenzkra stofnana, sem tæpast hafa eins heil- brigðan og nytsaman vöxt og háskólinn, skal ég í bili láta litla og þrönga röksemd nægja: Há- skólabókasafn hefur verið kunnara að öðru en eyðslusemi; safnið er komið á tvítugasta ár, án þess að launað starfslið þess hafi neitt aukizt frá hinu fyrsta og án þess að ríkið borgi neitt af þeim tímaritum og bókum, sem koma árlega Spjall um framtíð Háskólabókasafns í það í þúsundatali. Þar fer saman, að ekki er mikið fé í sjóðum og ekki eru þeir forstöðumenn ríkisfyrirtækja í Reykjavík margir, sem tregari þyki en þeir tveir, sem Háskólabókasafnið hefur haft, til að auka reksturskostnað þess. Skyldi það ekki benda til, að krafan um safnsefling muni reist á réttri undirstöðu, að hún sé gerð fyrir nálæga þörf og nokkra reynslu, en ekki í gamni? Háskólar þurfa nokkrar sérlestrarstofur til náms. Ein þeirra spurninga, sem margir spyrja fyrst, þegar safnhús er nefnt, er þessi: A þá núverandi húsnæði Háskólabókasafns að standa tómt? Vissulega mun nóg verða með það húsnæði að gera í háskólaþarfir, þótt meginið af bókum flyttist þaðan. Næstu mannsaldra verður oft- ast vöntun á húsrými fyrir vinnuherbergi kenn- ara og tilraunastofur sérfræðinga, svo að nokk- uð sé til nefnt. En trúlegast þykir mér, að fram komi einbeittar kröfur háskóladeilda og deild- arstofnana um sérherbergi fyrir námsmenn þeirra í aðalhúsi háskólans og húsnæði safns míns þyki ekki betur varið til annars, þegar það losnar. Athugum það nánar. Háskólastúdentar verða þá einhvers staðar á öðru þúsundinu. Þótt stór lestrarsalur verði í nýja safnhúsinu, 150—200 m frá háskóladyrum (lóð ekki fullráðin enn), veitir ekki af 30—40 sæta lestrarsal í háskólahúsinu fyrir þá, sem lesa þar námsbækur sínar. Mörgum kæmi illa að þurfa að ganga spöl frá milli þess, sem þeir hlusta á fyrirlestra. Sérlestrarstofan (til hægri úr lestrarsal) og svipuð herbergi, sem gera mætti í núverandi bókageymslum safnsins, gætu þá skipzt milli BA-deildar (tungumál, Jandafræði, uppeldisfræði) heimspekideildar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.