Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 29

Stúdentablaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 29
STUDENTABLAÐ 29 að frumur úr sjálfum líkamanum fara að vaxa skefjalaust og úrkynjast um leið og ganga svo langt í þessu að draga allan líkamann til dauða. Þess vegna er oss hin mesta nauðsyn, hvað sem framtíðinni líður, að draga svo sem mest má verða úr öllum þeim áreitandi áhrifum, sem leiða af núverandi skipulagi þessara mála. En í framtíðinni verður ekki komizt hjá varan- legri lausn en þeirri, sem vér höfum fundið til þessa. Maðurinn í brunninum. Stórskáldið Leo Tolstoi hefir endursagt gamla helgisögn. Maður nokkur var á ferð um eyði- mörk; þá bar þar að villidýr, er tók að elta hann. A flóttanum var hann svo heppinn að hitta þurran, upphlaðinn brunn og tók að klifra niður í hann til að bjarga lífinu. Þá sér hann að ægilegur dreki liggur á botni brunnsins, tilbúinn til að gleypa hann, En sér til mikils hugarléttis finnur hann runna, sem vex inn í brunninum milli steinanna, sem brunnurinn var hlaðinn úr. Getur hann nú haldið sér í greinar runnans með höndunum og tyllt tán- um milli steina í veggjum brunnsins. Þá sér hann að tvær mýs eru að naga rætur runnans, sem orðið hefir honum til bjargar. En hann finnur hunang á blöðum runnans og fer að sleikja það. Og lýkur þar með sögunni. Að ýmsu leyti er líkt ástatt fyrir oss og manninum, sem er í brunninum og sleikir hun- angið af runnanum. Það hefir verið einkennandi eftir styrjöldina hvernig menn hafa keppzt við að sleikja hun- ang verðbólgunnar. Um leið hafa mýs spillingar- innar nagað og nagað fjármálakerfi vort, svo að ekki mega þær naga það öllu meira. Ungir menn, sem ekki hafa horft upp á þjóðskipulag hrynja og ekki séð borg brenna, geta tæplega gert sér í hugarlund hversu hættulegt þetta ástand er. Mýsnar naga. Menn, sem fyrir 30 árum töl- uðu um hugsjónir og fórnfýsi, leggja nú höfuð sitt í bleyti til þess að finna á hvaða hátt auð- veldast sé að svíkja undan skatti. Menn semja við náunga sinn um aðferðir til þess að koma þessu í framkvæmd. Lítið fer nú fyrir íslenzk- um drengskap, metnaði og karlmennsku þegar vel efnaðir menn leggja bagga sína á aðra, sendisveina, símastúlkur og annað láglaunafólk, sem ekki myndi verða skattlagt í venjulegri nýlendu. Áð,ur þótti mönnum — a. m. k. sum- um — sæmd í að greiða tiltölulega háa skatta til almenningsþarfa. Skattsvikahyggjan er mjög hættuleg bæði sjálfstæði voru og þjóðlegu sið- gæði. Að vísu ber að breyta skattalögunum í réttlátara horf en nú er, en þó oss finnist þau hörð, ber oss að hlýða þeim vegna föðurlands- ins. Þar sem vér getum sjálfir haft áhrif á lög- gjöfina í ræðu og riti og við kosningar, þá er það með öllu ósiðferðilegt að brjóta lög, sem vér getum haldið. Þetta vandamál var eftirminnilega tekið til meðferðar af Sókratesi, sem var dæmdur til dauða, saklaus. Hann sat í fangelsi og læri- sveinar hans vildu telja hann á að flýja. Þeir telja það bæði til skaða og skammar að hann biði dauða síns í fangelsinu. En Sókrates svarar að það sé ekki mest um vert að lifa, heldur að lifa vel. Undir engum kringumstæðum má endurgjalda rangt með röngu. Þó maður mæti illu, á maður ekki að hefna sín með því að gjalda illt með illu. Þetta og margt annað segir hann í hinni frægu samræðu sinni við læri- svein sinn og vin, Kriton. Oll lýðræðisríki — og allir einstaklingar þeirra — eru í þakkarskuld við mannvininn og vitringinn, sem lét lífið fyrir sannleikann í fyrsta lýðræðisríki veraldar. Skrefið frá skatt- svikum til föðurlandssvika er afar stutt. Menn halda að ríki og föðurland verði aðskilið, en svo verður ekki gert þar sem menn búa við frjálst og sjálfstætt lýðræði, sem þrátt fyrir ýmsa galla virðir réttlætislögmálið í grund- vallaratriðum og mannúð ríkir í. Það er ekki maðurinn, sem sleikir hunangið, heldur vitring- urinn í fangelsinu, bíðandi dauðans, sem kennir oss hvernig vér verðum að varðveita sjálfstæði föðurlandsins. Það er ekki ragmennskan — hversu almenn og vinsæl sem hún kann að vera — heldur hugrekkið, sem sýnir hina réttu leið. Eða hvort mun ekki ragmennið, sem selur samvizku sína, einnig selja föðurland sitt ef vel er boðið? Það hafa tjáð mér réttsýnir menn, sem engin afskipti hafa af stjórnmálum, að þeir séu ekki fáir hér á landi sem vilja selja það frelsi, er vér nú njótum. Það liggur í köllun ungra stúdenta að hugsa sjálfstætt. Látið heldur ekki fjötra huga yðar af því, sem hér er skrifað; setjið aðeins ekki markið lægra, heldur hærra, eins og ungum mönnum er samboðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.