Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 4

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 4
4 1. október 2009 FIMMTUDAGUR ORKUMÁL „Vissulega veldur þetta óvissu en við verðum að vinna úr þessari stöðu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, um þá ákvörð- un Svandísar Svavarsdóttur umhverfis ráðherra að ógilda fyrri ákvörðun Skipulagsstofnunar um línulagnir vegna álversins í Helgu- vík og orkuframkvæmda á Suður- nesjum. „Frekari töf er óásættan- leg. Það þarf að koma í veg fyrir að hún verði,“ sagði Björgvin, sem boðaði þingmenn kjördæmis- ins til fundar í gær með embætt- ismönnum frá Skipulagsstofnun. Umhverfisráðuneytinu var boðið að senda fulltrúa á þann fund, samkvæmt upp- lýsingum Frétta- blaðsins, en þáði ekki boðið. Úrskurður Svandísar þýðir að Skipulags- stofnun þarf á ný að fjalla um málið og ákveða hvort krafist verður sameig- inlegs mats á umhverfisáhrifum vegna fyrir- hugaðra línulagna og virkjana- framkvæmda á Reykjanesi. Björgvin segir að þetta þurfi ekki að tefja málið um meira en tvo mánuði; Skipulagsstofnun hefur einn mánuð til þess að skila af sér nýju áliti og að því loknu þarf ráðherra að skila niðurstöðu innan mánaðar. Ákveði Skipulags- stofnun eða ráðherra hins vegar að sameiginlegt umhverfismat eigi að fara fram getur það tafið málið um 2-3 ár, samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins, en Björgvin segir ljóst að samræmt umhverfis- mat gæti tafið framkvæmdir „um einhver misseri“. „Það væri þungbært og ekki í anda stöðugleikasáttmálans ef svo yrði,“ sagði Björgvin. „Ég er sann- færður um að ekki kemur til þess.“ - pg / sjá síðu 22 Þingmenn funduðu um úrskurð umhverfisráðherra og áhrifin á álver í Helguvík: Samræmt mat tefur um tvö ár O lís e r le yfi s h afi Q u iz n o s á Ís la n d i Vegna viðtals við Björgvin Tómasson í helgarútgáfu Fréttablaðsins vilja Björn Steinar Sólbergsson og Hörður Áskelsson, sem sitja í orgelnefnd þjóðkirkjunnar, koma eftirfarandi á framfæri: 1. Aðdróttun um að þeir hafi þegið umboðslaun frá erlendum orgelframleiðendum er hrein fásinna, enda þekki þeir engin dæmi um slíkt. 2. Orgelnefnd þjóðkirkjunnar er skipuð af kirkjuráði, þrír sitja í orgelnefndinni, ekki tveir eins og fram kom í viðtalinu. Þeir tveir sátu þó einir í nefndinni um skamma hríð. 3. Orgelnefndin er ráðgefandi um orgelkaup safnaða, sóknarnefndum er frjálst að leita faglegrar ráðgjafar hjá nefndinni, en endanleg ákvörðun liggur hjá sóknarnefndum. 4. Á þeim 20 árum sem Björgvin Tómasson hefur smíðað orgel, hafa um 50 ný orgel verið vígð í kirkjum landsins. Þar af hefur Björgvin smíðað 30 orgel. Markaðshlutdeild hans er því um 60 prósent. Af því megi sjá hve vel hann geti unað sínum hlut. ATHUGASEMD HEILBRIGÐISMÁL Uppruna e.coli- bakteríunnar sem fimm manns sýktust af nýverið er nú leitað, að sögn Harald- ar Briem sótt- varnalæknis. Grunur lék á að sjötti maður- inn hefði sýkst en niðurstaða rannsókna í gær sýndi að svo væri ekki. „Við höfum sent þá stofna sem upp komu hér til útlanda til að bera saman við stofna þar, en höfum ekkert svar fengið enn,“ segir Haraldur. „Þá er verið að leita eftir samnefnara, sem þeir sem veiktust kunna að hafa, en það er tímafrekt.“ Hann segir greinilegt að sýk- ingin hafi komið upp hér á landi. - jss Sóttvarnalæknir: Uppruna e.coli- sýkingar leitað HARALDUR BRIEM VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Berlín Billund Brussel Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 25° 15° 14° 12° 16° 16° 18° 18° 10° 13° 27° 18° 18° 30° 9° 20° 26° 10°4 Á MORGUN 5-13 m/s en hvassara allra syðst. 5 -3 LAUGARDAGUR Norðan 3-10 m/s. 1 1 0 1 1 2 2 5 2 3 5 8 4 4 5 5 6 3 3 1 1 3 20 -1 0 2 33 KULDALEGT Þau eru heldur kulda- leg kortin næstu daga enda víðast næturfrost og hiti ekki fjarri frost- marki að deginum. Í dag verða stöku él við norðaustur- og aust- urströndina og núna með morgninum er hætt við snjómuggu eða slyddu sunnan og suðvestan til. Í kvöld kemur öllu meiri úrkoma upp að suð- vestanverðu landinu, rigning eða slydda. 6 5 3 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Greiðslubyrði af öllum íbúða- og bílalánum mun létt- ast um næstu mánaðamót. Aðgerð- ir í þá veru voru kynntar í félags- málaráðuneytinu í gær. Greiðslubyrðin verður færð aftur til þess sem hún var á til- teknum dagsetningum á síðasta ári. Verðtryggð lán munu miðast við 1. janúar 2008 og gengistryggð lán við 1. maí 2008. Það sem út af stendur af afborgununum bætist við höfuðstólinn og þar með lengist lánstíminn. Þak verður hins vegar sett á láns- tímann, þannig að hann lengist ekki meira en um þrjú ár. Til stendur að afskrifa afganginn og að lánastofn- anirnar beri þann kostnað. Greiðslubyrðin mun síðan þyngj- ast á ný í samræmi við launavísi- tölu og aukið atvinnustig. Þessi úrræði verða valkvæm, sem þýðir að þeir sem treysta sér til að greiða af láninu eins og upp- haflega var gert ráð fyrir, og vilja ekki lengja lánstímann, geta gert það áfram. Ekki liggur enn fyrir hvort fólk mun sérstaklega þurfa að bera sig eftir úrræðinu, eða hvort það mun þurfa að segja sig frá því. Þá verður einnig boðið upp á sér- tæk úrræði fyrir fólk í verulegum greiðsluvanda. Annars vegar er þar um að ræða úrræði sem kallað er greiðslujöfnun plús, og kemur til viðbótar hinni hefðbundnu greiðslu- jöfnun sem lögfest var fyrir tæpu ári. Þar verður tekið mið af stöðu hvers og eins og greiðslubyrðin sniðin að hans þörfum. Hins vegar munu lánastofnanir bjóða upp á sértæka skuldaaðlögun, sem byggist á mati á greiðslugetu til lengri tíma og er ætluð fólki sem ekki dugir almenn leiðrétting. Þar að auki verður opinber greiðsluaðlögun endurbætt með nýju lagafrumvarpi og vankantar sniðnir af frumvarpinu. Árni Páll sagði einnig á blaða- mannafundinum í gær að til stæði að breyta lögum um Íbúðalána- sjóð, meðal annars til að forðast fasteignabólur. Ráðherranefnd félagsmála-, dómsmála- og viðskiptaráðherra ræddi í þaula þá hugmynd að færa öll íbúðalán til Íbúðalánasjóðs til að auðvelda það að bjóða upp á samræmd úrræði. Af því varð hins vegar ekki. Spurður hvað olli því sagði Árni Páll að lendingin hefði einfaldlega orðið sú að fara aðra leið í bili. „Bankarnir vildu vinna þetta með þessum hætti,“ sagði Árni. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur sú leið þó ekki enn verið slegin alfarið út af borðinu. stigur@frettabladid.is Lán lengjast mest um þrjú ár Greiðslubyrði af verðtryggðum lánum færist aftur til 1. janúar 2008 og til 1. maí 2008 af gengistryggðum lánum. Lánstíminn verður lengdur um þrjú ár og eftirstöðvar síðan afskrifaðar á kostnað lánastofnana. REYKJAVÍK Úrræðin ná bæði til húsnæðis- og bílalána og stefnt er að því að þau taki gildi 1. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÆMI UM ÍBÚÐALÁN 10 milljónir króna, tekið 1. júlí 2007 Gengistryggð lán Verðtryggt lán 4,15% Gengiskarfa Yen + SFR* 40 ár 30 ár 30 ár Upphafleg afborgun kr. 42.700 kr. 53.700 kr. 45.400 Afborgun 1. október 2009 kr. 54.800 kr. 76.900 kr. 99.800 Afborgun eftir greiðslujöfnun kr. 45.600 kr. 67.200 kr. 70.400 DÆMI UM BÍLALÁN 2 milljónir króna, tekið 1. júlí 2007 Gengistryggð lán Gengiskarfa Yen + SFR* 7 ár 7 ár Upphafleg afborgun kr. 43.800 kr. 32.100 Afborgun 1. október 2009 kr. 59.110 kr. 75.000 Afborgun eftir greiðslujöfnun kr. 45.340 kr. 49.700 *svissneskur franki HEIMILD: FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐHEIMILD: FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON SKIPULAGSMÁL Nýr duftgarður verður vígður í Öskjuhlíð á morg- un. Alls bíða duftker um 140 manna þess að vera grafin í garð- inum sem ber nafnið Sólland. Þar er um að ræða fólk sem aðstand- endur vilja fremur greftra í Foss- vogi en öðrum duftgörðum. „Garðurinn mun taka um 35 þúsund ker og duga út þessa öld og vel inn í þá næstu,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Sá fyrsti sem greftraður verður í Sóllandi og verður þar með vökumaður garðsins er Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. - gar Nýr duftgarður vígður: 140 ker bíða jarðsetningar GENGIÐ 30.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,1467 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,58 124,16 199,03 199,99 181,1 182,12 24,325 24,467 21,373 21,499 17,713 17,817 1,3792 1,3872 195,63 196,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.