Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 8
8 1. október 2009 FIMMTUDAGUR HRIKTIR Í STJÓRNARSAMSTARFINU HVATNINGARRÁ STEFNA STJÓRNVÍSI Ókeypis a gangur. Stjórnendur og a rir áhugasamir um stjórnun og rekstur fyrirtækja velkomnir. Stjórnun í gjörbreyttu efnahagsumhverfi Hvatningarrá stefna STJÓRNVÍSI 2009 ver ur haldin á Grand hóteli ann 2. október, kl. 8.30 - 11.30. Markmi rá stefnunnar er a hvetja stjórnendur til djörfungar og bjarts ni. Miki hefur mætt á stjórnendum fyrirtækja allt sl. ár og á rá stefnunni munu nokkrir eirra stíga á stokk og segja frá reynslu sinni úr gjörbreyttu efnahagsumhverfi og ví hvernig eir horfa til framtí ar. Áskoranir Promens Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Promens N1 a fer in Hermann Gu mundsson forstjóri N1 Græn framtí Jón órir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins Hlutverk endursko andans Margrét G. Flóvenz endursko andi og eigandi KPMG Hver stjórnar í fyrirtækjum í kreppu? Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar Nova stærsti skemmtista ur í heimi - erfi leikar og tækifæri í breyttu umhverfi Liv Berg órsdóttir framkvæmdastjóri Nova óra Arnórsdóttir spjallar vi framsögumenn og fylgir eftir spurningum úr sal.Skráning: www.stjornvisi.is HERMANNRAGNHILDUR JÓN ÓRIR MARGRÉT JÓN G. LIV Rá stefnustjóri: óra Arnórsdóttir fréttama ur Hlé Dagskrá: 2009 Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra Sagði af sér vegna kröfu oddvita ríkisstjórnarinn- ar um að hann styðji breytingar á Icesave-málinu. 2009 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra Sagði af sér rúmum 100 dögum eftir hrun íslenska fjármálakerfis- ins. 2006 Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra Sagði af sér í kjölfar hruns á fylgi Framsóknar- flokksins í sveitarstjórnarkosn- ingum. 1994 Guðmundur Árni Stefáns- son félags- málaráðherra Sagði af sér eftir gagnrýni Ríkisendurskoð- unar á embættisveitingar. 1994 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra Sagði af sér eftir langvarandi átök við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins. Sagði sig jafnframt úr flokknum. 1987 Albert Guð- mundsson fjármálaráð- herra Sagði af sér eftir að í ljós kom að fyrirtæki hans hafði vantalið tekjur til skatts. 1943 Jóhann Sæmundsson félagsmálaráðherra Sat í utanþingsstjórn og sagði af sér í mótmælaskyni eftir að Alþingi gerði viðamiklar breytingar á frumvarpi hans. 1932 Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra Sagði af sér eftir að hafa hlotið dóm í máli sem tengdist gjaldþrota- skiptum heildsala, en tók við embættinu aftur eftir að hafa verið sýknaður í Hæstarétti. 1923 Magnús Jóns- son fjármála- ráðherra Sagði af sér eftir ásakanir Alþing- is um spillingu í tengslum við leigu á herbergi á Hótel Borg. NÍU HAFA SAGT AF SÉR ÚT AF PÓLITÍK Að auki hefur fjöldi ráðherra sagt af sér embætti í gegnum árin og tekið við öðrum embættum, störfum eða verkefnum. Má þar nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Tómas Inga Olrich, Finn Ingólfsson, Eið Guðnason og Jón Sigurðsson. „Það er að mjög óvenjulegt á Íslandi, og kannski allt of óvenjulegt, að ráðherra segi af sér vegna skoðanaágrein- ings við ríkis- stjórnina,“ segir stjórnmálafræð- ingurinn Gunnar Helgi Kristinsson um afsögn Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórninni. Fá dæmi um slíkt séu frá lýðveldisstofnun. „Það hefur hingað til verið eitt af sérkennum íslenskra stjórnvalda hvað svona prinsippafsagnir hafa verið sjaldgæfar. Það er kannski bara gleðiefni að við fáum að sjá eitthvað af því taginu,“ segir hann. Gunnar Helgi segir Ögmund hins vegar hafa einkennilega afstöðu til þingræðisins. „Það eru tveir stjórnarflokkar í þessum meirihluta en ekki þrír. Það er svona eins og Ögmundur haldi að þeir geti bæði verið tveir og þrír án þess að þriðji flokkurinn hafi nokkurn tímann komið að gerð stjórnarsáttmála eða sé almennt viðurkenndur sem sérstakur flokkur. Ég held að það sé alveg klárt í öllu þingræðisfyrirkomulagi að svo- leiðis ganga hlutirnir ekki fyrir sig, heldur þannig að það eru tilteknir flokkar sem semja um tiltekna stjórn og þeir skuldbinda sig og alla sína flokksmenn til að styðja stefnu stjórnarinnar. Og þá er ekki hægt að hafa það þannig að það sé síðan bara valkvætt fyrir einhvern hluta flokksins hvort hann vill vera með eða ekki þegar eitthvert leiðindamál kemur upp.“ Þetta sé gert til að ríkið á hverjum tíma búi við sæmilega styrka stjórn. „Mér finnst vera einhver hola í þess- um málflutningi hjá Ögmundi,“ segir Gunnar. - sh Gleðilegt að ráðherra segi af sér vegna skoðana: Prinsippafsagnir mættu vera tíðari GUNNAR HELGI KRISTINSSON „Ég harma það mjög að Ögmundur hafi ákveðið að segja sig úr ríkis- stjórninni. Ögmundur hefur verið mjög góður liðsmaður, en ég fagna því náttúrulega um leið að Ögmund- ur lýsti því yfir að hann yrði áfram einlægur stuðningsmaður ríkis- stjórnarinnar,“ sagði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra um brotthvarf Ögmundar. Hún sagði Ögmund góðan liðs- mann og hún hefði viljað halda í hann, en ríkisstjórnin yrði að halda áfram. Verkin biðu. „Ríkis- stjórnin hefur meirihluta enn og verk að vinna þannig að við förum bara yfir stöðuna eins og hún lítur út.“ Jóhanna sagði afsögn Ögmund- ar hafa komið á óvart. Hann hefði hringt í hana rétt fyrir fundinn og tilkynnt henni ákvörðun sína. Jóhanna sagði gríðarlega mikil- vægt að ljúka Icesave-málinu. Hún vildi ekki segja hvort hún legði til að tekið yrði tillit til athugasemda Breta og Hollendinga. Tíminn væri stuttur og það yrði að klára málið. Um mánaðamótin verður gefið út nýtt lánshæfismat fyrir Ísland. Jóhanna sagði niðurstöðu í Icesave munu geta haft áhrif á það. Hún sagði óvíst hvort frekari uppstokk- un yrði á ráðherraliði í kjölfar afsagnar Ögmundar. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir tíðindin af brotthvarfi Ögmundar hafa verið óvænt og erfið. Hann segir menn verða að virða ákvörðun Ögmund- ar. „Hann hefur komið með skýr- ingar á sínu brotthvarfi og við verðum að virða þær við hann. Það þýðir ekki að ég sé sammála þeim. Ég get þó fullvissað alla um að engan skugga mun bera á vináttu okkar Ögmundar Jónassonar; hún er hafin yfir svona hluti.“ Steingrímur segir óljóst hvort náist að ljúka Icesave-málinu. „Það er mikill stuðningur við að halda málinu áfram í framhaldi af viðbrögðum Breta og Hollend- inga. Þetta er erfitt, það vita allir, og sér ekki fyrir endann á því. Við sjáum ekki lendingarstaðinn ennþá en það er auðvitað gríðarlega mik- ilvægt að það fari að finnast viðun- andi lausn á málinu.“ Ríkisstjórnin fundaði í gær- kvöldi og að þeim fundi loknum sögðu Steingrímur og Jóhanna fulla samstöðu um að halda ríkisstjórn- arsamstarfinu áfram. Þingflokks- fundur Vinstri grænna hófst í gær klukkan 22.30. Þar átti að taka afstöðu til þess hvert yrði áfram- hald málsins. Leggist þingflokkur- inn gegn því er útséð með áfram- haldandi stjórnarsamstarf. kolbeinn@frettabladid.is Óvænt afsögn en áfram skal haldið Leiðtogar stjórnarflokkanna segja afsögn Ögmundar Jónassonar hafa komið sér á óvart. Bæði sjá eftir góðum félaga en fjöldi verka bíði og því verði að halda vinnunni áfram. Segja fulla samstöðu um að halda stjórninni áfram. BJARSTÝN Á SAMSTARF Jóhanna og Steingrímur voru bæði bjartsýn á að samstarf flokkanna héldi þrátt fyrir ágjöf vegna brotthvarfs Ögmundar. Reyna á að leiða Icesave til lykta í dag, en óvíst er hvort það náist. Þingflokksfundur Vinstri grænna stóð fram á nótt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Brotthvarf Ögmundar er mikill missir fyrir ríkisstjórnina og samfélag- ið allt. Fáir ef nokkrir hafa verið jafn ötulir baráttumenn fyrir bættara samfélagi,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún segir að sér mislíki hvernig fólki hefur verið stillt upp; sé ekki ein skoðun við borðið sé sjálfhætt. Guðfríður vildi ekkert segja um hver yrði niðurstaða þingflokks- fundarins sem hófst í gærkvöldi. Hún vonaðist til að þingið talaði sig saman að bestu niðurstöðunni í málinu. Nafn Guðfríðar Lilju hefur verið nefnt sem ráðherra. Hún segist ekki vilja tjá sig um það, ýmislegt hafi verið rætt um málið. - kóp MIKILL MISSIR GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.