Fréttablaðið - 01.10.2009, Page 50
1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR
Armani kápa
Stærðir: 38–44
Litir: Svartur
Efni: „Virgin Wool“
Dömukápa
Armani kápa
Stærðir: 38–44
Litir: fjólublár
Dömukápa
Armani úlpa
Stærðir: 48–56
Litir: Svartur
Herradúnúlpa
Armani jakki
Stærðir: 48–56
Litir: Grár/brúnt
vatterað fóður
Efni: Ytrabyrði,
ullarblanda
Herrajakki
Klassísk fegurð eftirstríðsár-
anna gengur aftur í klæðnaði
þennan vetur. Eftirstríðsárin
voru ekki bara tími dugnaðar
og öflugs uppbyggingarstarfs.
Þau voru líka tími þegar fólk
þurfti að halda að sér höndum
og sjá til þess að peningum
þess væri sem best varið.
Þessa sögu má vel sjá í yfirhöfn-
unum í Sævari Karli þessa dag-
ana. Vönduð efni ráða ferðinni og
klassísk snið, sem leggja áherslu á
að draga fram það fegursta í fari
kynjanna.
„Þegar við tókum inn vörur
fyrir þennan vetur hugsuðum við
allt upp á nýtt. Nú kaupa menn
bara það sem þeir vita að þeir
muni nota, þeir hafa einfaldlega
minni áhuga á að taka áhættu í
fatavali,“ segir Hermann Hauks-
son, innkaupastjóri hjá Sævari
Karli.
Hermann tekur dæmi um að þar
sé nú til sölu grár fóðraður jakki.
Snið hans og útlit minni talsvert á
svokallaða blazer-jakka sem ávallt
standi fyrir sínu. Þar með sé þó
ekki öll sagan sögð því í honum sé
klæðilegt vesti og því megi segja
að tvær hliðar séu á þessum eina
jakka, sem nýtist eiganda hans vel.
Auk þess sé hann þannig úr garði
gerður að hann gangi vel við hvers-
dagslegar gallabuxur sem og þær
sem notaðar eru við virðulegri
tilefni.
Þá segist Hermann einnig hrif-
inn af klassískum dúnúlpum, gæða-
vöru sem komi aftur ár eftir ár.
„Það eru hámarks gæðaefni í öllu
hérna. Helst notum við 100 prósent
ull og ef eitthvað er á móti er það
helst bara kasmír sem er notað,“
segir hann og bætir við að með því
að velja góð efni í fötin líði mann-
eskjunni sem klæðist þeim betur.
Fötin séu endingarbetri og einfald-
lega fallegri. Hermann segir fatn-
aðinn fremur aðsniðinn og fara vel
á mönnum svo lengi sem þeir hugi
að því að bera sig vel.
Hildur Erla Björgvinsdóttir,
framkvæmdastjóri Sævars Karls,
segir að kventískan einnig bera
dám af eftirstríðsárunum og ein-
kennast af miklum kvenleika og
þokka. „Lykilatriðið nú er mittið,“
segir hún. Allar yfirhafnir séu að-
sniðnar og mjög kvenlegar þar sem
áhersla sé lögð á mjúkar línur kon-
unnar. Svartur litur sé áberandi
auk grárra tóna en einnig megi
sjá fjólubláan lit bregða fyrir sem
og öðrum bláum tónum. Buxurnar
séu háar og þröngar.
Þá bendir Hildur á að hugað
hafi verið að íslenskri veðráttu
við valið á fatnaðinum. Yfirhafnir
séu oftar með góðu fóðri með til-
liti til aðstæðna hér á landi. En auk
þess verði stuttir leðurjakkar tals-
vert fyrirferðarmiklir og svokall-
að „rock chick“ útlit í anda rokka-
billísins, sem alltaf snúi aftur í
hringrás tískunnar. „Það verður
lítið taki áhættu í fatavali í vetur
og því áhersla lögð á að fötin sé
hægt að nota við sem flest tilefni
og að þau séu endingargóð.“
Sígild snið, notagildi og
andi eftirstríðsáranna
Hermann Hauksson, innkaupastjóri hjá Sævari Karli, segir að hugsað hafi verið upp á nýtt þegar vörur voru teknar inn fyrir vetur-
inn. Tímar djarfra ákvarðana í innkaupum séu liðnir í bili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Feldur er meðal fyrstu efna sem notuð voru í föt
manna og til skrauts.
Í dag eru pelsar með dýrari fötum sem fást og
flestir tengja þá hinum frægu og ríku. Þó eru þeir
enn notaðir á köldum slóðum enda fátt sem heldur
jafn vel hita og góður feldur.
Á síðustu áratugum hafa miklar gagnrýnis-
raddir vaknað á notkun dýrafelda þar sem dráp
á dýrum fyrir klæðnað þykir ómannúðlegt og óþarft.
Samtök á borð við PETA, sem berjast fyrir dýravernd,
hafa vakið athygli á óréttmæti þess að rækta dýr til fata-
framleiðslu. Barátta PETA og annarra dýraverndarsam-
taka gegn pelsanotkun náði hámarki á níunda og tíunda ára-
tugnum með þátttöku frægs fólks á borð við Alec Baldwin,
Paul McCartney, Pamelu Anderson og Söruh Jessicu Parker.
Þá er löngu orðið frægt þegar Christy Turlington og Naomi
Campell sátu fyrir naktar undir því yfirskini að þær vildu
heldur vera naktar en klæðast pelsum.
Umdeildur feldur
Sophia Loren er þekkt fyrir að ganga í
pelsum og gefur ekki mikið fyrir and-
mæli PETA.