Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 54

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 54
 1. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● dagur græðara Eygló Þorgeirsdóttir shiatsu- þerapisti vinnur með alda- gamlar aðferðir til að jafna út orkuflæði líkamans. Eflaust eru þeir ekki margir sem hafa heyrt shiatsu getið en þar er á ferð ævaforn austurlensk meðferð sem hefur skotið rótum hérlendis. Eygló Þorgeirsdóttir, sjúkranudd- ari og formaður Shiatsu-félagsins, veit allt um málið. „Þetta er hálf- gert sambland af þrýstipunkta- meðferð og fleiru. Meðferðin fer fram þannig fram að sjúklingur- inn leggst alklæddur á þykka dýnu á gólfinu. Við taka tog og teygjur, pressur, öndun og slökun, þar sem þrýst er á orkubrautir lík- amans til að auka flæði lífs- orkunnar,“ segir hún. Við hverju leitar fólk sér helst lækningar? „Það er misjafnt. Sum vandamálin eru líkamleg en önnur af andlegum toga og þau eru mis- alvarleg, meðal annars eftir því hversu lengi þau hafa hrjáð við- komandi,“ svarar hún. „Yfirleitt er því betra að leita sér strax meðferðar, þá má vænta skjótari bata.“ Hver tími tekur á bilinu 40 til 80 mínútur þar sem sérfræðiku- náttu Eyglóar nýtur við, en auk þess að vera sjúkranuddari og shi- atsu-meðferðarfulltrúi hefur hún lokið námi í nálastungum. „Ég hef alltaf verið heilluð af óhefðbundn- um lækningaraðferðum og ákvað að læra líka nálastungur.“ Slík- ur var áhuginn að Eygló gerði sér ferð eftir nám til Kína til að fylgj- ast þar með starfi nálastungu- lækna. „Þarna var svo margt frábrugð- ið því sem við eigum að venjast hér. Í forstofu spítalans sem ég heimsótti voru til dæmis myndir af læknunum ásamt upplýsingum um sérfræðisvið hvers og eins. Í innri salnum var apótek hvort sínum megin, með jurtum öðrum megin og jurtablöndum, lyfjum og fleiru hinum megin. Þar var líka skjávarpi þar sem viðtals- tímum var sjónvarpað beint líkt og kennslumyndböndum. Svo kom þarna fólk í daglegar nálastungu- meðferðir, en hér mætir það einu sinni til tvisvar í viku.“ En hvers má vænta af shiatsu- meðferð? „Að vandamálið minnki eða hverfi,“ segir Eygló en minn- ir á að sjaldnast gerist það fyrir- hafnarlaust. „Það fer auðvitað eftir umfangi vandamálsins.“ Áhugasömum er bent á að Eygló verður með fyrirlestur á Degi græðara á Hótel Loftleiðum laug- ardaginn 3. október. Þar mun hún velta því fyrir sér hvort og hversu meðvitaðir menn eru um líkama sinn og sál. - rve Ævafornar aðferðir til bóta Shiatsu er upphaflega kínverskt með- ferðarform sem hefur tekið á sig ýmsar myndir. Hér er það stundað að japanskri fyrirmynd. MYND/EYGLÓ ÞORGEIRSDÓTTIR „Ég hreifst af þessum orkubrautum sem tengja ólíka líkamshluta,“ segir Eygló um shiatsu og bætir við að það sé hægt að læra á Englandi. „Helgarnámskeið hafa verið kennd innan Nuddskólans en það veitir ekki viðurkenningu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forstjóri eiturefnadeildar frönsku ríkislögreglunnar, dr. Griffon, hefur kynnt sér vel getu ilmolía til að vinna á bakteríum, meðal annars í andrúmslofti. Blanda af ýmsum ilmolíum var sett í herbergi, meðal annars fura, blóðberg, piparmynta, lofnarblóm, rósmarín, negull og kanill. Olíurnar voru settar í margar petrískálar (flatbotna glerskálar með lausu loki, einkum notað til gerla- eða frumuræktunar), sem voru 15 sentimetra fyrir ofan gólfflöt. Þær fengu að standa í 24 klukkutíma. Geta sýkla til að fjölga sér var mæld fyrir og eftir staðsetningu olíanna. Fyrir tilraunina fundust 210 sýklategundir í herberginu, þar af tólf tegundir myglusveppa og átta tegundir staphylococci eða klasa- kokka. Var nú olíunum sleppt út í andrúmsloftið. Eftir fimmtán mínútur voru aðeins eftir fjórtán sýklategundir. Innan hálftíma höfðu áhrifin frá ilmolíunum eytt öllum myglusveppunum og klasakokkunum. Aðeins voru átta aðrar sýklategundir lifandi en enginn þeirra talin hættuleg manninum. Það hefur verið víða, bæði nú og fyrr á tímum, sýnt fram á að ilm- olíur geta fyrirbyggt margskonar sýkingar á spítölum, vinnustöðum og heimilum. Víða tíðkast það nú til dags að ilmolíur eru settar í loftræstikerfi, til dæmis í flug- vélum, járnbrautarvögnum, sund- stöðum og stórum fyrirtækjum. Selma Júlíusdóttir, formaður Aromatherapy- félags Íslands. Líkamstenging og ilmolíumeðferð, Lífsskólinn 2004. Áhrif ilmolía á bakteríur EFTIRFARANDI HEFUR VERIÐ SÝNT FRAM Á VIÐ RANNSÓKNIR: Aðeins 4-5 tegundir sýkla eru á hvern rúmmetra í skóglendi. Um það bil 20.000 tegundir sýkla eru á hvern rúmmetra á heimilum í borgum. Nokkrar milljónir tegundir sýkla eru á hvern rúmmetra í stór- mörkuðum. 5 milljónir tegundir sýkla eru á venjulegu skrifborði. Um það bil 9 milljónir tegundir sýkla eru á hvern rúmmetra á teppi á gangi sem mikil umferð er um. HEIMILD: FENGIN AF HEIMASÍÐU DR. GRIFFON. ● FJÖLBREYTT STARFSEMI Í Lágafellslaug, nýrri og glæsileg sund- laug í Mosfellsbæ, er 25 metra útisund- laug, innilaug með hæðarstillanleg- um botni, heitir pottar, eimbað, sauna og rennibrautir. Í innilauginni er kennd vatnsleikfimi og sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Einnig hefur sund- deild Aftureldingar aðstöðu í lauginni. Stór íþróttasalur er í húsinu sem er nýtt- ur meðan sundlaugin er opin. Einnig er líkamsræktarstöðin World Class með mjög öfluga og góða starfsemi í húsinu. Fjölbreytt heilsuþjónusta er í boði í Lágafellslaug. Meðferðaraðilar eru þar starfandi. Boðið er upp á mismunandi nudd en fjórir nuddarar eru starfandi sem allir hafa sína sérstöðu. Tveir aðilar bjóða upp á höfuð- beina- og spjaldhryggjarmeðferð sem einnig getur farið fram í innisund- lauginni. Meðferðin er bæði fyrir börn og fullorðna. Félagsráðgjafi er með sálfélagslegan stuðning fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyldur. Hómópati hefur að bjóða heildræna meðferð þar sem lækningarmáttur líkamans er virkjaður og kemur inn á öll svið er viðkoma líkama og sál. Snyrtifræðing- ur býður upp á fjölbreyttar meðferðir. Sjá www.big.is, www.www.mos.is (velja Lágafellslaug), www.ham- ingjulindin.is, www.homopatar.is og www.craniosacral.is. Til að verjast flensu getur verið gott að setja ilmkjarna- olíur í úðabrúsa og úða út í andrúmsloftið. Það sem þarf til er: • Úðabrúsi (50 eða 100 ml) • 50 ml flaska fer vel í veski eða vasa. • Vatn • Tea Tree-ilmkjarnaolía tólf dropa • Lavender- ilmkjarna- olía sex dropa • Lemon- ilmkjarna- olía níu dropa Gegn flensum Lavender-ilmkjarnaolía virkar á flensur. Góð fyrir meltinguna, liðina og húðvandamál Fæst í flestum matvöruverslunum Hörfræolía Auðug af Omega 3 og 6 fitusýrum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.