Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 76

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 76
52 1. október 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Bandaríska leikkonan Jessica Alba mun taka að sér hlut- verk kynþokkafullrar ljósmóður í þriðju myndinni um Gaylord Focker og samskipti hans við tengdaföðurinn, Jack Byrnes. Myndinni hefur verið gefið nafnið Little Fock- ers og flestum ætti því að vera ljóst um hvað hún fjallar, fjölgun Gaylords og Pam Byrnes. Hollywood Reporter greinir frá nærveru Jessicu og bætir því við að líklega eigi Pam von á tvíburum. Alba mun síðan heilla þá Ben Stiller, Robert De Niro og Owen Wilson upp úr skónum. Ekki eru þó allir aðdáendur þessara skemmtilegu kvik- mynda jafnhrifnir af Jessicu, því Empire Online greinir frá því að sumum þykir leikkonan hreinlega hafa misst eitthvað af sínum sjarma og vart eiga sér viðreisnar von. Menn bíða þó spenntir eftir því hvernig endurkoman verður en leikkonan hefur verið í ársfríi frá leiklist vegna barneigna. Alba verður Focker MISJAFNAR VIÐTÖKUR Jessica Alba mun leika eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Little Fockers, þriðju myndinni um Gaylord Focker og Pam Byrnes. Nýjasta verk leikstjórans Rom- ans Polanski hefur verið sett í salt um óákveðinn tíma. Um er að ræða kvik- myndina The Ghost með þeim Ewan McGregor og Pierce Brosnan í aðalhlut- verkum. Tökum á myndinni er lokið og klipping er á loka- stigi en enn á eftir að fullvinna hana. Myndin segir frá svo- kölluðum „skuggarithöfundi“ sem er falið að skrifa ævi- sögu bresks forsætisráð- herra og kemst um leið að fjölskylduleyndarmáli sem setur líf hans í uppnám. Polanski á heldur erfitt með að fylgjast með eftir- vinnslu myndarinnar þar sem hann situr nú í varðhaldi sviss- nesku lögreglunnar og bíður þess að vera framseldur til Bandaríkjanna fyrir brot sem hann framdi fyrir þrjátíu árum. Polanski var handtekinn frem- ur óvænt af svissneskum yfir- völdum en leikstjórinn hefur alla tíð gætt þess að ferðast ekki til landa þar sem handtaka yfir honum væri yfirvofandi. Polanski nauðgaði þrettán ára gamalli stúlku á heimili Jacks Nicholson þegar hann var að mynda hana fyrir Vogue-tíma- ritið. Hann flúði land og hefur síðan að mestu dvalist í París ásamt eiginkonu sinni. Fjöldi leikstjóra hefur hvatt til þess að Polanski verði látinn laus og franskir stjórnmála- menn hafa biðlað til þeirra svissnesku um að Polanski verði leyft að snúa aftur til síns heima. Svissneskir fjölmiðlar hafa jafnframt verið harðorð- ir í garð þarlendra yfirvalda og segjast hálfpartinn skammast sín fyrir að vera svissneskir. Ný Polanski-mynd í biðstöðu FÆR MIKINN STUÐNING Stuðn- ingur stjórnmálamanna og annarra leikstjóra við Roman Polanski þykir vera á nokkuð gráu svæði enda nauðgaði hann þrettán ára gamalli stúlku. Kvikmyndin Karlar sem hata konur sló í gegn hér á landi svo um munar og eflaust er orðið langt síðan kvikmynd frá Norðurlöndunum fékk jafn góða aðsókn og raun ber vitni. Nú er komið að mynd númer tvö; Stúlkunni sem lék sér að eldin- um. Áður en farið er út í söguþráð myndarinnar er rétt að geta þess að hafi Stieg Larsson-æði ríkt á Ísland undanfarið ár má segja að það sé síður en svo í rénun. Larsson á þrjár bækur á metsölulista Eymundsson sem gefin var útí gær; Stúlkan sem lék sér að eldinum er auðvitað í fyrsta sæti en svo ná bæði kiljuútgáfan og innbundna útgáfan af Körlum sem hata konur inn á topp tíu. En að bók númer tvö. Ekki þykir rétt að gefa upp nákvæman söguþráð og skýra „plottið“ en í stuttu mál sagt hefst bókin á því að Lisbeth Salander geng- ur alveg sæmilega að eyða þeim milljörðum sem henni áskotnuðust og Mikael Blomkvist á ennþá jafn erfitt með að halda buxunum á réttum stað. Leið- ir þeirra liggja aftur saman þegar … punkturinn verður settur hér. Að venju eru það Noomi Rapace og Michael Nyqvist sem leika Salander og Blomkvist og má fastlega búast við metaðsókn á þennan sænska trylli. Larsson númer tvö frumsýnd SLÓGU Í GEGN Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist slógu í gegn hér á landi í Karlar sem hata konur. Þau mæta aftur til leiks um helgina í nýrri mynd. Hinar stóru karlkyns Holly- wood-stjörnur virðast þurfa að ganga í gegnum ákveðna eldraun á sínum ferli; að leika einmana karla í fram- tíðinni og kljást við ógnir þess sem koma skal. Framtíðin er kvikmyndagerðar- mönnum alltaf hugleikin enda geta kvikmyndir stundum virk- að líkt og spámenn forðum daga. Framtíðin hefur oft verið björt, full af tækninýjungum og fjöri eins og í Back to the Future II. Þá var hægt að láta sig dreyma um flug-hjólabretti, jakka sem lög- uðu sig að stærð og svona mætti lengi telja. Aðrar framtíðarmyndir hafa reynt að skapa trúverðuga heims- mynd þar sem áhersla er lögð á miklar hugarfarsbreytingar, baráttan við hlýnun jarðar virð- ist hafa tekist, bílar eru keyrðir áfram af vetni, virðast svífa yfir vegum landsins og stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að fá fólk til að láta af reykingum (Bruce Willis í Fifth Element). Og svo eru það leikstjórar og handritshöfundar sem halda að lífið í framtíðinni verði einmana- legt; að vélmenni muni smám saman taka yfir hefðbundin störf, fólk hverfi inn í heim sýndarveru- leika og eiginleg samskipti manna á milli verði af skornum skammti. Skemmst er að minnast Stallone- myndarinnar Demolition Man þar sem leikarinn málhalti hugðist eiga notalega stund með Söndru Bullock; hún dró fram einhvern sýndarveruleikahjálm og útskýrði fyrir Stallone að svona gerðust kaupin á eyrinni núna, ekki ein- hver líkamsvessaskipti eins og í gamla daga. Ekki var nú ástand- ið skárra í Will Smith-myndinni I, Robot, þar sem mannfólkið þurfti varla að dýfa hendinni ofan í kalt vatn. Enda hafði Will, fulltrúi gamla tímans, sitthvað við þessa róbóta að athuga. Rick Deckard er einnig ágæt- is dæmi um einmana karl í fram- tíðinni. Deckard drap vélmenni í Blade Runner og virtist eiga erf- itt með að sjá tilganginn í sínu lífi. Hann var nánast viljalaust verkfæri sem lifði eingöngu fyrir morgundaginn. Tom Cruise í Min- ority Report er annað sönnunar- gagn. Sá reynir að klófesta morð- ingja og glæpamenn sem hafa ekki framið sinn glæp en þjáist af einsemd og hellir sér ofan í eitur- lyfjaneyslu á flótta sínum undan raunveruleikanum. Og svo virðist sem kvikmynda- gerðarmenn hræðist það mest að mannkynið muni loka sig af og láta vélarnar um skítadjobb- in. Kvikmyndin Surrogates hefur kannski ekki farið hátt í fréttum en myndin hefur fengið prýðis- góða dóma í bandarísku press- unni. Hún skartar Bruce Willis í aðalhlutverki og gerist í náinni framtíð. Mennirnir hafa skilið hver við annan, fylgjast bara með fullkomnu vélmennunum sínum vinna sína vinnu og fara varla út úr húsi. Þetta hljómar auðvit- að allt saman kunnuglega og þarf varla að koma neinum á óvart að Willis gamli er fenginn til að rann- saka morð sem bilað vélmenni er grunað um að hafa framið. Og að honum þyki ekki mikið til nútíðar- innar (framtíðarinnar) koma. EINMANALEG FRAMTÍÐ- ARSÝN HOLLYWOOD EINMANA Harrison Ford, Will Smith, Tom Cruise og Bruce Willis hafa allir leikið menn sem er á einhvern hátt uppsigað við framtíðina eða þjást af einmanaleika. Framtíðar- sýn Hollywood virðist vera sú að mannfólkið eigi smám saman eftir að draga sig inn í skel sína og forðast samskipti við hvert annað. > ROSALEG HASARMYND Nýjar myndir úr hasarmyndinni The Expendables hafa verið settar á netið og geta menn nálgast þær á vefsíðunni empireonline.com. Þetta er sannkallað testóster- ónbíó því leikstjóri er Sylvest- er Stallone og hann leikur að- alhlutverkið en meðal annarra leikara eru Mickey Rourke, Bruce Willis, Jet Li og Dolph Lundgren. Hugh Jackman og Daniel Craig fara með hlutverk í leikritinu A Steady Rain á Broadway. Meðan á einni sýningu stóð hringdi farsími einhvers gestsins og virtist sá ekki vera á þeim buxunum að slökkva á símanum. Leikararnir héldu sér í karakter þegar þeir báðu gestinn vinsam- legast um að slökkva á símanum. „Viltu svara þessu? Hver sem þú ert. Við getum vel beðið, svaraðu bara símanum,“ sagði Craig með þykkum Suðurríkjahreim. Að lokum slökkti gesturinn á símanum og Craig og Jackman gátu haldið áfram leik sínum. Truflaðir á leiksviði TRUFLAÐIR Hugh Jackman og Daniel Craig voru truflaðir við vinnu sína á Broadway. FYRIR ÞÉR ER EINN DAGUR SEM ÞÚSUND ÁR GUÐ BLESSI ÍSLAND FRUMSÝND 6. OKTÓBER Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI FYRSTA KVIKMYNDIN UM HRUNIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS STURLA JÓNSSON EVA HAUKSDÓTTIR ÞÓRIR RÚNAR GEIRJÓNSSON TÓNLIST HILMAR ÖRNKLIPPING STEFFI THORSKVIKMYNDATAKA HELGI FELIXSON MEÐ STUÐNINGI FRÁ KVIKMYNDAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS NORDIC FILM AND TV FOND NDR/ARTE RÚV SVT YLE TV2HANDRITTITTI JOHNSON HELGI FELIXSON LEIKSTJÓRI HELGI FELIXSON HEINO DECKERTMEÐFRAMLEIÐENDUR EVA RINKCOLORISTOG GRAFÍK DANIEL ODDSSON FRAMLEIÐENDUR TITTI JOHNSON HELGI FELIXSONHLJÓÐVINNSLA CINEMA SOUND INGVAR LUNBERG FELIX FILMS KYNNA “GUÐ BLESSI ÍSLAND”OG MA.JA.DE.FILMIRIS FILMÍ SAMVINNUVIÐ II I I EÐ STUÐNINGI FRÁ I I Í I I I I J I I I Í I J I Í I I www.facebook.com/graenaljosid

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.