Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 82

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 82
58 1. október 2009 FIMMTUDAGUR Tónlist ★★★★ Skelkur í bringu Húðlitað klám Ferskt húðlitað klám Skelkur í bringu er frábær Reykjavíkursveit, fjórir rokk- strákar og söngkona sem hljómar eins og Magga Stína á helíumblöðru. Hún spilar líka á bassa og í sumum lögum kemur saxófónleikari með gott innlegg. Flippað- ur tónn sveitarinnar minnir á hina frábæru hljómsveit PPPönk sem leikkonan Laufey Elíasdóttir leiddi fyrir mörgum árum. Að auki er sterkur samhljómur með Risaeðlunni og Oxzmá. Á Húðlitu klámi rennir bandið sér í 15 verk á innan við 25 mínútum. Margt er flippað uppfyllingarefni en þarna er haugur af geðveikum lögum. Ég nefni tvö: „Morð og eldingar“ og „Sindri drepa“. Bandið tekur Batman- lagið, sem er dálítið slappt, en því betri er útgáfan af „Goo Goo Muck“, sem Cramps gerði kunnuglegt í rokkkreðsum. Skelkur tekur það á íslensku, „Slímógeð“. Umslag plötunnar er flott og textablaðið líka. Mér finnst þetta einhver ferskasta plata sem ég hef heyrt á árinu. Ég vona innilega að þessir krakkar geri meiri músík en fari ekki að gera eitthvað leiðinlegt. Dr. Gunni Niðurstaða: Hressandi og skemmtilegt hrárokk, sem minnir um margt á íslensk eðalbönd fortíðar, eins og Risaeðluna og PPPönk. Haraldur Leví Gunnarsson rekur Record Records-útgáfuna. Hann hefur gefið út plötur með Mamm- út og Foreign Monkeys og er nú með þrjár nýjar plötur á teikni- borðinu: „Þetta er önnur plat- an með Bloodgroup, þriðja plata Láru Rúnarsdóttur og fyrsta plat- an með Sykri. Platan með Blood- group kemur í nóvember en fyrsta lagið af henni fer í spilun í byrj- un október. Plata Láru heitir eftir laginu Surprise sem er búið að vera vinsælt í sumar. Þessi plata er mjög frábrugðin fyrra efninu hennar. Hljómsveitin Sykur er svo skipuð ungum og mjög efni- legum strákum. Platan heitir Frábært eða frábært og er full af ansi hressandi rafpoppi. Plöturn- ar með Láru og Sykri koma báðar út 13. október.“ Haraldur er meðvitaður um það að útgáfubransinn er ekki leið að ríkidæmi. „Það sem skiptir mestu máli fyrir mig er að þetta er ógeðslega gaman,“ segir hann. „Ég hef ekki efni á einkaþyrlu og Range Rover, en ég lifi af.“ Haraldur er kominn í sam- starf við upptökustjórann Magn- ús Árna Öder og þeir eru nú að leggja lokahönd á að koma sér upp hljóðveri. „Þetta verður alveg svaðalegt, langmesta og besta úrvalið af hljóðfærum á staðnum. Ég bara hef ekki tíma í að telja það upp. Þetta verður allt á einum stað, hljóðver, framleiðsla, útgáfa og dreifing, þú getur þess vegna komið til mín og tekið upp heila plötu og komið henni út í búð dag- inn eftir eða sama dag ef þú ert í stuði fyrir það.“ Haraldur segir ágætis móral á meðal plötuútgefenda á Íslandi. „Það þýðir ekkert að vera óvin- ir, enda eru allir að reka plötubúð og eitthvað annað með útgáfunni sem kemur hinum vel. Við þykj- umst að minnsta kosti vera vinir.“ - drg Record Records spýtir í lófana FRÁBÆRT EÐA FRÁBÆRT Fyrsta plata Sykurs er væntanleg. Hljómsveitin Sometime hefur gefið út endurgerða útgáfu af fyrstu (og einu) plötunni sinni, Supercalifra- gilisticexpialidocious, sem kom út 2007. „Platan seldist upp á nokkrum mánuðum þá og hefur ekki verið til fyrr en nú. Platan er öll „remaster- uð“ og fjögur lög eru alveg mixuð upp á nýtt,“ segir Danni (í Maus), sem er stofnmeðlimur í bandinu auk söngkonunnar Rósu (Diva de la Rosa). „Bandið er á fullu. Það hafa orðið mannabreytingar og Rósa eignaðist barn í apríl. Þetta setti smá strik í reikninginn. En við spiluðum á Réttum og verðum á Airwaves og erum með efni tilbúið á næstu plötu sem við vonum að geti komið út næsta sumar.“ Sometime gaf nýlega út kass- ettu í fimmtíu tölusettum ein- tökum með fimm remixum af lag- inu „Heart of Spades“, meðal ann- ars með Steed Lord og SvenBit (Hermigervli). „Kassettan er tísku- vara og því seld í KVK og Kron Kron,“ segir Danni. „Það var bölvað vesen að gefa út spólu og rándýrt en hverrar krónu virði því sándið á kassettum er svo skemmtilegt!“ Sometime-platan komin aftur Hljómsveitirnar Pontiak Pilat- us, Swive og Keanu koma fram á kreppukvöldi á Bar 11 í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Í tilkynningu frá hljómsveit- unum kemur fram að allur ágóði tónleikanna renni til bágstaddra útrásarvíkinga, sem hafi þurft að flýja land vegna ofsókna. Það hlýtur því að skjóta skökku við að miðaverð er núll krónur. Pontiak Pilatus inniheldur meðlimi úr hljómsveitinni Lokbrá, sem naut talsverðra vinsælda fyrir nokkrum misserum og sendi frá sér plötuna Army of Soundwaves árið 2003. Pontiak Pilatus á kreppukvöldi PONTIAK PILATUS Hressir strákarnir. DANÍEL ÞORSTEINSSON KOMIN AFTUR Fyrsta plata Sometime. Fyrirmenni heimsins eru tekin að safnast saman í Kaupmannahöfn þar sem Alþjóðaólympíunefnd- in situr á rökstólum og skeggræðir hvaða borg fær að halda Ólympíuleikana 2016. Íslenskur veitinga- maður í borginni hefur boð- ið forseta Bandaríkjanna í hamborgara af því tilefni. „Ég reikna ekki með að gera þetta aftur þótt auðvitað eigi maður aldrei að segja aldrei,“ segir Frið- rik Weisshappel, eigandi kaffi- hússins Laundromat við Arhus- gade í Kaupmannahöfn. Hann, líkt og danska þjóðin, er ákaf- lega spenntur fyrir komu Bar- acks Obama, forseta Bandaríkj- anna. Friðrik hefur ákveðið að bjóða honum og eiginkonu hans, Michelle, í hamborgara enda sé Barack búinn að lýsa því yfir að hann sé mikill aðdáandi þess vinsæla réttar. Til þess að skötuhjúin sjái nú örugglega boðskortið frá Frið- riki hafa starfsmenn Laundromat hengt boðskortið upp um alla borg og loks ætlar Friðrik að birta heil- síðuauglýsingu í stórblaðinu Pol- itiken á föstudaginn þegar Bar- ack mætir á svæðið. „Það er góður íslenskur siður að bjóða fólki sem maður kann vel við í mat og ég kann bara ákaflega vel við þau hjónin,“ segir Friðrik sem hefur fengið mikil viðbrögð við þessu uppátæki sínu frá íbúum Kaupmannahafnar. Friðrik segir kostnað við heil- síðuauglýsingu í Politiken vera töluverðan og kannski ekki alveg í takt við kreppuna. Hann hafi þó náð að prútta verðið aðeins niður. „Þetta er bara svona „once in a lifetime“-dæmi og ef þetta fær fólk til að brosa og hlæja þá er til- ganginum náð,“ útskýrir Friðrik. Hann bætir því við að hann sé Frikki býður Bar- ack Obama í mat HEILSÍÐAN Í POLITIKEN Friðrik Weisshappel hyggst birta boðskortið í heilsíðuauglýsingu í Politiken. Þar kemur fram að Bar- ack Obama og eiginkonu hans sé boðið í hamborgara. Geti þau ekki mætt núna þá eigi þau það inni þegar þau mæta á loftslags- ráðstefnuna í desember. ekkert sérstaklega vongóður um að forsetinn mæti í matinn en hann liggi þó á bæn. „Ef hann getur ekki mætt núna þá stendur honum til boða að mæta í desem- ber þegar loftslagsráðstefnan verður haldin hérna.“ freyrgigja@frettabladid.is Skiptabókamarkaður með erlendar kiljur. Spörum gjaldeyri með því að skiptast á erlendum kiljum. Þú færð 400 kr. inneign fyrir erlenda kilju gefna út árið 2000 eða síðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.