Fréttablaðið - 01.10.2009, Síða 94

Fréttablaðið - 01.10.2009, Síða 94
70 1. október 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. erindi, 6. vörumerki, 8. magi, 9. kúgun, 11. tveir eins, 12. neðar, 14. faðma, 16. klafi, 17. miskunn, 18. við, 20. guð, 21. karl. LÓÐRÉTT 1. lofttegund, 3. eftir hádegi, 4. valdaskeið, 5. stykki, 7. möttull, 10. starf, 13. leturtákn, 15. megin, 16. mælieining, 19. utan. LAUSN LÁRÉTT: 2. vers, 6. ss, 8. hít, 9. oki, 11. kk, 12. niðri, 14. knúsa, 16. ok, 17. náð, 18. hjá, 20. ra, 21. mann. LÓÐRÉTT: 1. óson, 3. eh, 4. ríkisár, 5. stk, 7. skikkja, 10. iðn, 13. rún, 15. aðal, 16. ohm, 19. án. „Ég fæ mér gróft rúnstykki með smjöri, osti og papriku og drekk kókómjólk með. Svo fæ ég mér súkkulaðimöffin og mjólk.“ Magnús Öder, tónlistarmaður og upp- tökustjóri. „Það voru mikil viðbrögð hérna eftir að fréttin birtist, allar síma- línur hafa verið rauðglóandi,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins sem á og rekur Kattholt. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert ófremdar- ástand í Kattholti en aldrei hafa komið þangað jafnmargir kettir og á undanförnum vikum og dögum. Margir þessara katta verða veikir af því áfalli sem fylgir dvölinni í Kattholti og sumum þarf hreinlega að lóga. Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við Sigríði í gær var hins vegar ögn léttara yfir henni því tekist hafði að koma átta köttum í öruggt skjól. Búið var að örmerkja þá og hreinsa. Sigríður segir að hún sé alveg ótrúlega ánægð með þessi viðbrögð og vonast til að fleiri muni jafnvel koma heimilislausu kisun- um til bjargar. „En auðvitað getum við ekki bjargað öllum,“ segir Sig- ríður og bætir því við að Kattholt sé reiðubúið að gefa manni gær- dagsins, Ögmundi Jónassyni, kött en hann sagði af sér ráðherradómi. „Ögmundur og kettirnir eru svip- aðir, þeir fara sínar eigin leiðir.“ - fgg Kattholt vill gefa Ögmundi kött ÁTTA BJARGAÐ Mikil viðbrögð urðu við frétt Fréttablaðsins um ófremdarástand í Kattholti. Átta fjölskyldur höfðu þegar tekið að sér kisur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Hvernig útskýrir maður fyrir konunni sinni að maður hafi týnt nærbuxunum á barnum? Maður segir bara satt og rétt frá,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari og Hellisbúi með meiru. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru á Jóhannes sínar lukkunærbuxur sem hann leikur alltaf í. En kvöld eitt ákvað hann að skella sér aðeins út á lífið með félögum sínum og hafði lukkubrækurnar með sér í plastpoka. Svo óheppilega vildi til að Jóhannes gleymdi pok- anum með heillagripnum í og hann reiknar fastlega með því að enginn hafi verið svo góður í sér að geyma brækurnar eða passa þær þar til hann vitjaði þeirra aftur. Þær séu því týndar og tröllum gefnar. Jóhannes kveðst líta á það sem lán í óláni að undirfötin séu horfin, því nú gefist honum kærkomið tækifæri til að standa eigin fótum á sviði, reyndar nærbuxnalaus. „Ég er ekki búinn að gera það upp við mig hvort ég verði í nærbuxum eða ekki, það kemur bara í ljós. Eða ekki,“ segir Jóhannes en Hellisbúinn fer á smá ferðalag um miðjan mánuðinn og verð- ur meðal annars sýndur á Akureyri hinn 16. október. Annars er í nægu að snúast hjá leikaranum og hann hefur varla haft tíma til að syrgja lukkubrækurnar. „Nei, við erum að fara að taka upp sjónvarpsþáttinn Hjá Marteini í næstu viku og svo er ég að bíða eftir því að Gunnar Björn, leikstjóri Skaupsins, hringi í mig,“ segir Jóhannes, meira í gríni en alvöru, jafnvel þótt hann hafi farið á kostum í síðasta skaupi sem Geir H. Haarde. „Ég er reyndar búinn að vera að stúdera annan náunga, Sig- mund Davíð. Það hlýtur bara að vera tíma- spursmál hvenær sveitungi minn úr Hafnar- firðinum, Gunni, tekur upp símann og heyrir í mér.“ - fgg Týndi nærbuxunum sínum á barnum TÝNDAR Jóhannes Haukur varð fyrir því óláni að týna lukkunærbrókunum. Hann segir það lán í óláni því nú geti hann staðið á eigin fótum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég held að peysan slái einhvers konar met í að vera dýrasta lopapeysa sem hefur verið seld úr landi,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Ekki er langt síðan Rebekka byrjaði að selja sérhannað- ar lopapeysur sem hún prjónar sjálf. Í dag er hún með biðlista af útlendingum sem vilja ólmir kom- ast í snertingu við íslensku ullina, en æstasti kaupandinn var án efa ríkur Ameríkani sem greiddi 1.000 dollara fyrir peysu – um 120 þús- und íslenskar krónur. „Það er ekki gangverðið, þó að það væri næs. Hann vildi fá fínni lopa og smellur frekar en rennilás,“ segir hún og tekur fram að sá ríki hafi átt frum- kvæðið að því að hækka verðið. Rebekka er þekktust fyrir að vera með eina vinsælustu síðuna á ljósmyndavefnum Flickr. Þar hefur hún vakið alþjóðlega athygli, sem hún trúir að hjálpi til við söluna á peysunum. „Ég held að kúnnarnir séu yfirleitt fólk sem hefur fylgst með mér, mínum myndum og því sem ég geri sem listamaður,“ segir Rebekka. Þegar hún klárar peysu tekur hún mynd af sér í peysunni, vandar eftirvinnsluna og birtir á Flickr. „Þá fæ ég tonn af fyrir- spurnum og það hafa alltaf verið passlega margir sem eru til í að borga uppsett verð. Þannig hef ég myndað biðlista sem hefur staðið í stað – það bætist alltaf við end- ann á honum um leið og ég klára peysu.“ Rebekka hefur meðal annars selt peysur til Mexíkó, Rússlands, Ástralíu, Púertó Ríkó og Banda- ríkjanna. Verðið á peysunum er í hærra lagi, sem heldur pöntun- um í skefjum. „Ég anna því ekki að prjóna milljón peysur. Ég hef ekki áhuga á því að gera bissness í kringum þetta og ráða prjónakon- ur til að prjóna fyrir mig. Þetta verður að vera mitt handverk,“ segir Rebekka. Hún leggur mikið upp úr því að hver peysa sé ein- stök og notar munstur sem hún teiknar sjálf. „Það réttlætir það að hafa peysurnar aðeins dýrari. Það er ekki þverfótað fyrir lopapeys- um á Íslandi, en þetta eru oftast munstur sem er búið að endurtaka milljón sinnum.“ Ekki hafa þó allir verið sáttir við verðið og Rebekka segir hlæjandi frá afar æstri bandarískri konu sem taldi að eng- inn væri til að greiða uppsett verð fyrir „f***ing“ peysu. Rebekka er þó hvergi hætt að taka ljósmyndir. Hún segist vilja spara orkuna sem færi í að starfa við ljósmyndun og nálgast ljós- myndamiðilinn sem myndlist. atlifannar@frettabladid.is REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR: PRJÓNAR SÉRHANNAÐAR LOPAPEYSUR Ríkur Ameríkani keypti lopapeysu á 120 þúsund 1.000 DOLLARA PEYSAN Rebekka notar vefsíðu Flickr til að auglýsa peysur sem hún prjónar og sendir um allan heim. MYND/REBEKKA Vetrarborgin, skáldsaga Arnald- ar Indriðasonar, kom nýverið út í Danmörku. Þar kallast sagan Vinterbyen. Mette Strømfeldt, gagnrýnandi stórblaðsins Berlings- ke Tidende, tók bókina til umfjöll- unar á þriðjudaginn og er vægast sagt hrifin. Mette gefur bókinni fimm stjörnur af sex mögulegum og segir kafla í bókinni eiga að vera á námskrá fyrir aðra sakamála- höfunda. Rithöfundurinn Hallgrímur Helga- son var áberandi í búsáhaldabylt- ingunni, eins og til að mynda þegar hann barði á bíl Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir utan stjórnar- ráðið. Hallgrímur mun ætla að gera upp við þennan tíma á myndlistarsýningu sem hann opnar á þriðjudaginn næsta. Þá verður ár liðið frá frægu ávarpi Geirs og verður forvitnilegt að sjá hvernig Hallgrím- ur gerir upp við þennan tíma. Félagarnir Auðunn Blöndal og Kjartan Guðjónsson hafa sést á fundum saman að undanförnu. Í bígerð er víst leikin sería með þeim tveim í aðalhlutverkum en hún er öll á frumstigi. Þáttaröðin ku þó fjalla um tvo sköllótta náunga sem ákveða að verða að mönnum aftur og hefja nám á heimavist. Auðunn mun leika ærslabelg- inn en Kjartan einstæðan föður sem auðvelt er að lokka út í hvað sem er. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI MEIRA EN 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.