Fálkinn - 24.05.1961, Page 5
að hœgt er að gera fólk
„þyngdarlaust“ hér á jörð-
inni?
Til þess að komast að
hvernig manni líði í geim-
flugi, þar sem hann losnar
við áhrif þyngdarlágmáls-
ins, hefur verið smíðaður
„null-gravity simulator“.
Þetta er geymir, fullur af
vatni, og í hann er látinn
maðurinn, sem prófa skal.
Svo er geymirinn látinn
hringsnúast eins og skil-
vindukúla, og þá finnur mað-
urinn ekki hvað upp snýr
eða niður á honum, og er
í sama ástandi og hann væri
úti í himingeymnum. — Vís-
indamenn hafa tæki til að
athuga, hvernig þetta verkar
á manninn. Hann er búinn
sem froskmaður.
★
að Belgar nota mesta sápu
alllra Evrópuþjóða?
Það er venjan að mæla
hreinlæti fólks eftir því hve
mikið það notar af sápu, og
samkvæmt því verða Belgar
hreinlegastir og nota þeir
14,5 kíló af sápu á mann, að
meðaltali. Næst koma Hol-
lendingar og Svisslendingar,
en þýzka sambandslýðveldið
kemur síðast með 9,2 kíló.
Nú á þessum síðustu og
verstu tímum, þegar dýrtíð-
in vex með degi hverjum,
væri okkur máske hollt að
læra eitthvað af sparsemi og
nægjusemi Skotanna. Við
skulum því að þessu sinni
rifja upp nokkrar Skotasög-
ur meðan rúmið endist:
Tveir gamlir Skotar sátu
á vegarbrún og reyktu pípur
sínar.
— Eiginlega finnst mér
ekkert gaman að reykja,
Sandy, sagði annar þeirra.
— Því ekki það, spurði
hinn.
— Sjáðu nú til: Þegar
maður reykir sitt eigið tó-
bak, þá gremst manni hvað
það er dýrt og þegar maður
fær í pípuna hjá öðrum, þá
er hún svo troðin, að hún
trekkir ekki!
★
Skoti og Gyðingar voru a
gangi saman. Allt í einu
beygir Gyðinguririn sig nið-
ur og tekur upp einn shill-
ing. sem hann hafði komið
auga á.
Skotinn hljóp til næsta
augnlækis og lét rannsaka
í sér sjónina!
★
Tveir Skotar voru saman
á baðstað og lentu í deilu um
það, hvor þeirra gæti verið
lengur í kafi. Þeir veðjuðu
sínum shillingnum hvor og
fengu baðverðinum pening-
ana.
Erfingjarnir kröfðust pen-
inganna!
/V+Áus
1782 skrifaði hinn frægi
stjörnufræðingur Lalande
grein í Journal de Paris og
í henni sýndi hann fram á
með rökum, að það væri alls-
endis ómögulegt, að maður-
inn gæti útbúið sig þannig,
að hann gæti flogið um loft-
in blá. Greinin var skrifuð
í tilefni af flugtilraun Blan-
chards. Hinn lærði stjörnu-
fræðingur sagði í grein sinni:
„Útreikningar á kröftum
manns sýna, að maður verð-
ur að hafa vængi, sem eru
12.000 til 15.000 feta langir
og þeir þurfa að hreyfast um
3 fet á sekúndu. Jafnvel
fjandanum sjálfum hefur
ekki dottið í hug svo fárán-
leg hugmynd, að ætla sér
að hefja sig til • lofts og
fljúga!“ — Við þessi ummæli
mætti máske bæta því, að
í nóvember sama ár fann
Etienne Montgolfier upp
fyrsta loftfarið.
1536 trúlofaði sig Henrik
konungur VIII af Englandi.
Sú „hamingjusama“ var í
þetta skipti Jane Seymour.
Almenningur hneykslaðist
stórlega á þessari trúlofun,
sér í lagi, þar sem konung-
ur hafði daginn áður látið
taka af lífi eiginkonu sína
Önnu Boleyn, sem hann sak-
aði um ótryggð, án þess að
leggja svo mikið sem snefil
af gögnum fram máli sínu til
sönnunar. Jane Seymour hef-
ur þá sérstöðu meðal kvenna
þessa miskunnarlausa kon-
ungs, að hún var hvorki háls-
höggvin né skotin, heldur
lézt af barnsförum eftir rúm-
lega árs hjónaband. Þá mó
loks minnast á annað óvenju-
legt í sambandi við þetta, en
það er, að næstu tvö ár á
eftir lifði Henrik VIII ógift-
ur.
★