Fálkinn - 24.05.1961, Qupperneq 7
Pessi oi.ia er vigo íynr arið a sKiraag.
Olívan merkir að hinn biskupaði er efld-
ur til baráttu gegn óvmum hjálpræðis-
ins, en balsamið merkið, að hann fái
náð til þess að vernda sig gegn allri
spillingu og til þess að útbreiða ilm
dyggðarinnar með hreinu líferni.
Þá gerir biskup krossmark á enni
fermingarbarnsins og skorar á það að
skammast sín aldrei fyrir krossinn. Síð-
an slær biskup létt högg á kinn barns-
ins og er það þar með slegið til riddara
í her Krists og ákveður að þola allar
skapraunir vegna trúarinnar. Þetta mun
upprunnið frá þeim tíma, er kristin trú
átti í vök að verjast.
Fermingunni lýkur með því að biskup
segir:
— Friður sé með þér.
unum, par sem pau stoou vio J_.anaa-
kotskirkju og héldu hvert á sínu kerti,
en kertið merkir hjá kaþólskum ljós
heimsins eða Krist.
Að fermingunni lokinni fengum við
að taka mynd af öllum fermingarbörn-
Það er sitthvað fleira en það, sem
hér hefur verið lýst, sem er frábrugðið
fermingu þjóðkirkjunnar. Aldur ferm-
ingarbarna er til dæmis ekki fastákveð-
inn. Aldur hópsins sem fermdist þenn-
an sunnudag var frá 11—15 ára og það
kemur oft fyrir að fullorðið fólk ferm-
ist. Eina skilyrði til fermingar er, að við-
komandi hafi verið skírður fyrst.
Það hvíldi hátíðlegur blær yfir þess-
ari kaþólsku fermingu og ekki er að efa,
að minningin um þennan bjarta sunnu-
dag mun verða rík í hugum fermingar-
barnanna meðan þau lifa.
FALKINN
bregður sér
í Landakotskirkju
einn sunnudag
og er viðstadd-
ur kaþólska
fermingu.
FALKINN
7