Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Qupperneq 8

Fálkinn - 24.05.1961, Qupperneq 8
Ég hitti Bandaríkjamann nokkrum árum eftir stríðið á kaffihúsi í Kaup- mannahöfn. Hann var í fríi í leit að skemmtunum og hann sat með bjórinn sinn og var raunamæddur á svip. — Þreyttur á þessu öllu, sagði hann. — Langar heim. Var í stríðinu á íta- líu. Því er lokið og nú finnst mér, að við ættum að gleyma þessu öllu og koma okkur heim. Ég á búgarð í Penn- sylvaníu. — Sá dagur keraur áreiðanlega, sagði ég, er allir snúa heim úr stríðinu til þess að lifa. Hann leit á mig og brosti við. — Nú já, sagði ég. Þetta hafa sjálf- sagt allir sagt á öllum tímum. — Já, það er rétt, sagði hann, en þrátt fyrir það þarf það ekki að vera lygi. Þvert á móti. Hann sat og horfði niður á borðið, eins og hann væri að brjóta heilann um eitthvað, sem hann vildi segja. — Þegar við vorum að leggja af stað, sagði hann, þá fór konan mín að gráta. Henni fannst þetta allt saman vera tilgangs- laust, gjörsamlega tilgangslaust, og hún grét. Ég sný aftur heim, sagði ég. Einn góðan veðurdag koma allir heim úr stríðinu til þess að lifa. Ég hélt fast utan um hana og horfði í augu hennar og það var eins og orð mín kæmu langt innan úr djúpi sálarinnar, eins og ég endurtæki loforð, ætti sameiginlegan draum með dauðum og lifendum. Loforð til kvennanna, barnanna, kornsins á akr- inum. Ég lyfti glasi mínu og hann greip hugsandi um sitt. Við kinkuðum kolli hvor til annars og drukkum. — Sjáðu til, sagði hann, — ég var með á Ítalíu. Við sóttum fram til norð- urs yfir Pó-sléttuna. Síðasta bardagann háðum við hátt uppi í Alpafjöllunum. Við börðumst við nokkra örvæntingar- fulla Þjóðverja og ítalska Alpahermenn. Því næst gerðum við okkur bækistöðvar í þorpi fyrir neðan og útrýmdum þeim herdeildum, sem eftir voru á fjöllunum. Dag nokkurn fór ég með herdeild mína upp með fljóti, sem rann fram hjá þorpinu, og eftir að hafa gengið meiri hluta dagsins, komum við að afskekkt- asta bóndabæ, sem ég hef augum litið. Litlu akrarnir og túnin hölluðu mót suðri og sólin glampaði á þá mitt í dimmum skóginum. Ég held, að íbúðar- húsin hafi verið þúsund ára gömul. Steinkumbaldar, sem voru eins og þeir hefðu vaxið út úr fjallinu, og ekki tek- ið neinum breytingum um aldaraðir, af öðru en mosa og veðrum. Ung, fög- ur, ófrísk kona og magur, dökkur mað- ur með undrandi augu tóku á móti okkur, fyrir utan húsið. Það var farið að halla degi, og ég sagði við þau, að við vildum fá að tjalda á jörð þeirra og myndum halda áfram morguninn eftir. Um kvöldið sat ég í stofu þeirra og' skrifaði dagsskýrsluna. Konan sat og virti mig fyrir sér. Ég fann stór, dökk augu hennar hvíla á mér. Maður henn- ar var ekki í stofunni. Ég vissi, að hann sat úti hjá hermönnunum og skoðaði vopn þeirra og útbúnað með svo mik- illi aðdáun og áhuga, að maður gat haldið, að hann væri eitthvað skrítinn. Ég leit upp frá skýrslunum og brosti til . stúlkunnar. — Skrifaðu, bað hún. Mér þykir svo gaman að sjá, þegar þú skrifar. Ég kann ekki að skrifa, en maðurinn minn kann það. Mér þykir gaman að horfa á það. Ég leit á þetta konuandlit, sem vissi ýmislegt um lífið, um ástina og um stríðið, leit á þetta barnsandlit, sem bað mig að skrifa, af því að hún vildi sjá bókstafina og orðin vaxa á papp- írnum. — Hann les líka fyrir mig, er hann hefur skrifað eitthvað, sagði hún. — En hvað skrifar hann? spurði ég undrandi. — O, hann skrifar bara eitthvað. Sögu, held ég. — Var hann ekki hermaður? spurði ég. Augu hennar urðu varkár, og hún leit út um dyrnar til hermannanna. — Hann er kominn heim úr stríðinu, sagði hún. — Hann er ekki lengur her- maður. Hann á að vera hér. Ég ræddi ekki meira um það. Ég ætlaði að yfirheyra manninn, þegar hann kæmi inn. Ég kinkaði kolli til hennar hughreystandi og leit yfir hið einfalda, fátæklega herbergi, þar sem ekki var einn einasti ónauðsynlegur hlutur. Ég festi augun á nokkrum skrif- uðum örkum, sem lágu á hillu fyrir ofan borðið. — Er þetta eitthvað, sem maður þinn hefur skrifað, spurði ég? Hún kinkaði kolli. — Heldurðu, að ég megi lesa það? Hún svaraði ekki, yppti öxlum, Ég tók blöðin niður. Þau voru skrifuð á dálítið klaufalegri ítölsku, en skriftin var fögur. Ég hóf lesturinn: Herinn hélt yfir Alpafjöllin. Hannibal hafði svo fyrirskipað, og fílarnir sýndust smáir samanborið við hrikaleg fjöllin. Fílarnir urðu litlir, her- mennirnir urðu litlir, Hannibal, stríð- ið .... Halguibab hafði rifið fætur sína tii blóðs í kjarrinu. Eftir þriggja daga sleitulausa göngu var hann þreyttur, dauður, viljalaus, þráði ekkert annað en baða líkama sinn í köldu vatni. Hann elti aðeins hermanninn, sem gekk fyrir framan hann, og hermaðurinn fyrir aft- an elti bara Halguibab. Þeim hafði ver- ið lofað svefni í nótt áður en þeir kæmu niður á Pó-sléttuna. Hið sífellda vopna- glamur var þreytulegt, ekki vígalegt þennan dag, hljómaði eins og þrá eftir hvíld, eftir grænu grasi, eftir konu- höndum. Herinn tjaldaði síðdegis í fjalladal, sem auðvelt var að verja. í suðri teygði jökultungan sig í átt til þeirra, svo ná- lægt, að þeir fundu kuldann setjast að sér, þrátt fyrir sólarhitann. Halguibab vildi finna vatn. Hann lagði frá sér byrði sína og hjálm og gekk fram dalinn, aðeins vopnaður sverði. Hann krækti fyrir jökultunguna og kom auga á skóginn og skömmu síð- ar heyrði hann í fljóti, Hann gekk lengi áður en hann kom að því, en hljóðið kom honum til að gleyma hinum dýr- mæta hvíldartíma, sem hann sóaði. Er hann kom að fljótinu, klæddi hann sig úr fötunum. Hann óð út í straumiðuna og laugaði líkama sinn í ísköldu vatn- inu, nuddaði hann og fann hvernig þreytan hvarf. Líkami hans varð lif- andi, hann hugsaði um konurnar í Róm. Þegar hann hafði klætt sig aftur, gekk hann spölkorn meðfram fljótinu. Hiín Eeit á hann og augu hennar voru sttfr af tftta og reiði. Htfn barði krepptum hnefanum i brjtfst hans, er hann greip utan um hana og þrýsti henni að sér... SMÁSAGA EFTIR CARLO DRÆGER LOFORÐIÐ 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.