Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 11
NÝR BÁT-
UR Á SJÖ
ÞAÐ VAR HÉR á dögunum, þegar við vorum staddir í
Hafnafirði, að við fréttum að sjósetja ætti nýjan bát hjá
Skipasmíðastöðinni Bátalón h.f. þá um daginn.
Þegar þangað kom, var verið að leggja síðustu hönd á
allan undirbúning. Við náðum sem snöggvast tali af einum
eiganda bátsins, Guðmundi Eggertssyni, lögregluþjóni í
Reykjavík.
Guðmundur fræddi okkur á því, að vinna við smíði þessa
nýja báts hefði hafizt í febrúarmánuði síðastliðnum, en bát-
urinn er teiknaður af Þorbergi Ólafssyni, framkvæmdastjóra
Bátalóns.
— Við erum þrír eigendur að bátnum, sagði Guðmundur,
— auk mín eiga hann þeir Kristinn Óskarsson, sem einnig
er lögregluþjónn og Guðmundur Andrésson, sem verður for-
maður á bátnum.
Guðmundur sagði, að til að byrja með færu þeir á hand-
færi og myndu fyrst um sinn að minnsta kosti róa ýmist frá
Patreksfirði eða Dýrafirði, enda væri nú útlit fyrir fisk-
gengd á Vestfjarðamiðum.
Báturinn, sem heitir Vestfirðingur, er 9 lestir að stærð
og í honum er ferskvatnskæld Lister-vél, 36—52 hestöfl, og
reikna Þeir félagar með, að hann gangi til jafnaðar 8 mílur.
í bátnum er rúmgóður lúkar með kojum fyrir fjóra, enda
er ætlun þeirra félaga að búa um borð í bátnum í sumar
og róa þaðan sem mest er fiskivon hverju sinni.
Það gekk eins og í sögu að setja Vestfirðing fram, og þeg-
ar hann vaggaði tignarlega á voginum fyrir framan skipa-
smíðastöðina, var ekki laust við að við landkrabbarnir öf-
unduðum þá félaga. Það er ekki amalegt að eiga fyrir hönd-
um að sækja gull í greipar Ægis á þessum fallega og traust-
byggða bát.
Á efstu myndinni sjáum við Vestfirðing í skemmu hjá
Bátalóni h.f. í Hafnarfirði. Verið er að leggja síðustu
hönd á hann, þar til honum verður hleypt af stokk-
unum. Á myndinni neðst til vinstri er hann á leiðinni
til sjávar, og á stóru myndinni til hægri er hann loks
kominn á flot. (Ljósm. Herdís Guðmundsdóttir).