Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Side 13

Fálkinn - 24.05.1961, Side 13
PRESTA Á ÍSLANDI töku og undanfæris hér um þessum skaðsemis galdragripum. Kærurnar eru kröftugar og engar smávegis sakir, sem prestur ber fram. Þær eru fullkomlega í anda galdraof- sóknanna á 17. öld, og málatilbúningur- inn einnig, nema að Því leyti, að sak- borningar eru ekki nafngreindir. En hitt, að vitnaleiðslur eru ekki staðfest- ar, var ekki ótítt í galdramálum. Trúin á galdur leynir sér hvergi og óttinn við galdramenn. Líklegt er að prestur hafi verið búinn a'ð stálma yfir máli þessu í nokkur ár. Vitnaleiðslurnar eru frá árinu 1670, en einmitt þá stóð yfir í Árnessýslu galdramál, þar sem kirkju- presturinn í Skálholti var borinn göldr- um. Hann slapp að vísu við brennu, sennilega mest fyrir tilstilli Brynjólfs biskups; enda dæmdi prestadómur mál- ið. Síra Jóni hefur ekki litizt ráðlegt að hefja málarekstur að afstöðnum dómi þess máls, sem eflaust hefur vakið gremju þeirra manna í kennimanna- stétt, sem mest börðust fyrir galdra- brennum. En árið 1673 var betri byr í seglum, þá var á döfinni í Árnesþingi galdramál, sem auðsjáanlega hlaut að verða dæmt til sektar af veraldlega vald- inu. Þess vegna hefur prestur hafið mál sitt vorið 1673. ★ 8. Sýslumanni og dómsmönnum á Bakk- árholtsþingi vorið 1673, hefur ekki lit- ist á blikuna, þegar fram kom á þing- inu svo heiftúðugt galdramál, þar sem einn lærðasti og reyndasti klerkur hér- aðsins bar á ónafngreinda menn illar og þungar sakir, Hér voru því góð ráð dýr, og ekki sízt fyrir Jón sýslumann eldra, sem var af persónulegum ástæðum mjög linur í galdramálum. Bróðir hans, Jón yngri, sýslumaður í Þverárþingi, var borinn galdraáburði á alþingi 1671. Var hann talinn valdur að með göldr- um, að Straumfjarðarskip fórst á Kota- fjörum í Landeyjum haustið áður. Jón yngri sór af sér áburðinn. Hann varð' síðar biskup á Hólum, og er þekktastur undir nafninu Bauka Jón. Almenningur í Árnesþingi virðist ekki heldur hafa haft mikinn áhuga á galdramálum. Það eru einkenni Árnes- inga um alla ,sögu, að þeir hafa látið líða hjá, án afskipta, alla storma í trúmál- um. En hins vegar hafa margir verið, sem hafa talið sig hafa gott af smá- göldrum^ eins og berlega kemur fram í sögum af síra Eiríki á Vogsósum. Hér urðu því dómsmenn að sigla milli skers og báru, ef vel átti að fara. Jón eldri, sýslumaður Árnesinga, var hægferðugur maður, gætinn, kyrrlátur og höfðingi mikill, sakir auðs og ættar. Hann var sonur Vigfúsar sýslumanns á Stórólfshvoli, ,sem áður hafði leitað eft- ir að fá síra Jón Daðason prest að Hvoli, sem fyrr var sagt. Kona Jóns sýslu- manns var Helga Þorláksdóttir, Ara- sonar sýslumanns í Ögri Magnússonar. Sýslumaður hefur því þekkt vel feril Arnarbælisklerks frá fyrstu tíð. Sýslu- maður og nefndarmenn á Bakkárholts- þingi hafa jafnframt vitað, að galdra- orð fór af síra Jóni. Hann var í kunn- ingsskap við alþekktan galdramann í fjarlægu héraði, Brand í Stóra Skógi í Dölum, síðar á Varmalæk í Borgarfirði. Hann er almennt nefndur Galdra- Brandur í heimildum og eru af honum sagnir um galdur hans. Brandur var t. d. vottur í Arnarbæli hjá presti árið 1663. Er auðséð af því, að vinátta og kunnugsskapur hefur verið allnáinn milli þeiri'a. Til er gömul og gild heimild um galdrarykti síra Jóns. Jón (f. 1697) Skálholtsrektor Thorchilíus segir um hann: „að fáfróður'og illviljaður almúgi Framh. á bls. 30. FÁLKINN 13 JON GISLASON TOK SAMAN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.