Fálkinn - 24.05.1961, Side 20
LITLA SAGAN
ÞJÚFURINN LAS
GLÆPASÖGUR
Hann hafði sprengt
peningaskápinn og
horfið á burt með
það sem átti að
borga í kaup þá vik-
una.
HÉR HAFA svei mér ekki verið neinir
klaufar á ferð, þetta er laglega gert,
sagði erindreki ríkislögreglunnar glott-
andi, er hann var að rannsaka innbrot
í skrifstofu stóriðjufyrirtækis í Norr-
land. Þar hafði dynamítsprengir verið
á ferð, sprengt peningaskápinn og horf-
ið með meginið af því, sem átti að borga
í kaup þá vikuna, talsvert yfir 100.000
krónur í seðlum.
Engin vísbending var þarna um þjóf-
ana. Þetta voru leiknir menn. Og ekki
þurfti að kvarta undan umgengninni,
því að þama var engu umturnað, eins
og oft vill verða. Þeir höfðu þrifið til
er þeir voru búnir. Munu hafa þótzt
geta gefið sér tíma til þess, því að
þeir höfðu klippt sundur þjófabjöllu-
leiðslurnar.
Hvað var nú hægt að gera? Lesa alla
glæpamannaskrána og yfirheyra síðan
alla þá, sem ekki voru í fangelsinu, en
kunnir voru sem æfðir innbrotsþjófar?
En það var hægar ort en gert.
Fyrst var að rannsaka hverju hafði
verið stolið, og skrásetja það. Talsverður
tími fór í þetta. En meðan verið var
að því kom yngsti skrifarinn i stofnun-
„Og ej þér viljið spara benzínið
alveg, þá getið þér tekið hann uncL-
ir handlegginn!“
inni og sagði mjög alvarlegur frá Því,
að stolið hefði verið frá sér glæpasögu-
riti, sem hann keypti að staðaldri en
hefði gleymt í skrifstofunni kvöldið fyr-
ir innbrotið.
Lögreglufulltrúinn varð gramur. Var
nokkur ástæða til að trufla hann með
svona hégóma, meðan hann var að graf-
ast fyrir stuld á yfir 100.000 krónum í
bankaseðlum? Hann hlýddi betur á vitn-
ið, sem sagði honum, að skjalataska
hefði líka horfið úr skrifstofunni. Lík-
lega höfðu þjófarnir þurft á henni að
halda undir alla seðlana þegar þeir fóru.
En lengra komst rannsóknin ekki.
Fimm vikum síðar gerðist óvænt at-
vik í málinu. Bóndi nokkur, sem hafði
verið að hirða hey í hlöðuna sína, eigi
langt frá staðnum, sem stolið var á,
auglýsti í blaði, undir „Tapað — fund-
ið“, að hann hefði fundið skjalatösku,
sem hann vildi skila réttum eiganda.
Lögreglan fékk vitneskju um þetta og
nú tók hún til óspilltra málanna á ný.
Skjalataskan var skoðuð nákvæmlega,
en ekkert hafðist upp úr því annað en
það, að þetta reyndist vera sú hin sama,
sem stolið hafði verið þegar brotizt var
í peningaskápinn hjá iðnaðarfyrirtæk-
inu. í töskunni var ekkert nema saka-
málaritið, sem stolið hafði verið frá
skrifstofumanninum unga. — Líklega
munu þjófarnir Viljað hafa eitthvað til
að líta í ef þeim leiddist að loknu af-
reksverkinu sínu!
Hugsanlegt var að einhverja vísbend-
ingu væri að finna í riti þessu? Það var
sent „Krinfinaltekniska Anstalten" í
Stokkhólmi. Ritið var útatað í fingra-
förum — mörg þeirra voru að sjálfsögðu
fingraför skrifstofumannsins.
En neðst á einni blaðsíðunni voru
greinileg för eftir fjóra fingur hægri
handar. Og nú var farið í fingrafara-
skrá lögreglunnar og þekktist þá að
þetta voru fingraför gamals dynamít-
sprengis. Hann hlaut að hafa lesið þetta
blað. Von bráðar náðist hann og var
settur inn. Hann neitaði lengi vel, en
varð tvísaga og taldi að lokum þann
kostinn vænztan að játa á sig glæp-
inn. Tveir félagar hans náðust síðar.
Hann hafði undirbúið innbrotið með
mestu nákvæmni. Hvergi látið eftir sig
verksummerki. — Nú bölvaði hann
klaufsku sinni, að hafa tekið með sér
þetta blað. Hann hafði ekki litið í það
fyrr en nokkru eftir innbrotið og þótt-
ist viss um, að það gæti aldrei komið
upp um sig.
„Nú gleymduð þér enn einu sinni
að drepa á dyr, Hansen gjaldkeri.“
20 FALKINN