Fálkinn - 24.05.1961, Síða 24
NOTKUN RYKSUGUNNAR
Ryksugan er það heimilistækið, sem
bezt borgar sig að eiga og nota, jafn-
vel á mjög litlum heimilum. Að henni
er mikill vinnuléttir, því að hún sparar
bæði tíma og vinnuorku húsmóðurinnar.
Hún eykur hreinlætið, þar sem hún sog-
ar rykið burt, en flytur það ekki stað
úr stað. Einnig fer það betur með teppi,
bóstruð húsgöng og dýnur að ryksuga
það en berja með bankara og bursta.
Þegar ryksuga er keypt, er í flest-
um tilfellum betra að kaupa stóra ryk-
sugu en litla, því að sáralítill munur
er á rafmagnseyðslunni og stóra ryk-
sugan vinnur fljótar. Auk þess má gera
ráð fyrir því að heimilið stækki, en
ryksuga á með góðri meðferð að end-
ast allan búskapinn. Varhugavert er að
kaupa notaða ryksugu, og á það við
um öll rafmagnstæki, nema fagmaður
hafi litið á hana fyrst.
Gætið að því, að rykpokinn sé fyrir
framan mótorinn, því að loftstraumur-
inn á að vera hreinn, þegar hann fer
í gegnum hann. Spyrjist fyrir um það,
hversu margir loftlítrar fari í gegnum
ryksuguna á mínútu. Því hærri sem
talan er, því betur vinnur ryksugan.
Ryksugan er dýrt tæki, og því áríð-
andi, að vel sé farið með hana. Tæmið
pokann helzt eftir hverja notkun. Léttir
það á ryksugunni, auk þess sem það er
sóðalagt að geyma pokann fullan af
ryki. Getur einnig orðið ágæt klakstöð
fyrir möl, ef hann gleymist í lengri
tíma, í mörgum ryksugum er gert ráð
fyrir að hafa pappírspoka í ryksugu-
pokanum og ætlazt til, að honum sé
fleygt hverju sinni. En sé svo ekki, er
bezt að tæma pokann á eftirfarandi hátt:
Leggið dagblað þétt yfir pokaopið og
hafið síðan snöggt endaskipti á pokan-
um og leggið það á gólfið. Haldið síðan
pokaopinu fast við'blaðið með fótun-
um, meðan rykið er hrist úr. Skiptið
um blað þangað til pokinn er orðinn
hreinn.
Minnki sogkraftur ryksugunnar, er
fyrst að athuga, hvort slangan sé í lagi
eða eitthvað sitji fast í henni og stífli
hana. Er oft hægt að ná slíkum stífl-
Frh á bls. 30.
:
totií
afútkutnat
nteian fwr
etu ccfijrar
Agúrkur eru fyrsta grænmetið, sem
við fáum á vorin og ættum við að
færa okkur það í nyt. Agúrkur eru
hollar, innihalda B og C vitamin, eggja-
hvítu, kalk, fosfór og lítillega af járni.
Svo eru þær hitaeiningafátækar, sem
kemur sér vel nú á síðustu og verstu
tímum, þegar allir vilja grenna sig.
Auk þess lífgar hinn fallegi, græni lit-
ur þeirra upp á matborðið.
Góð salatgúrka á að vera löng, grönn
og hýðið nokkuð slétt. Athuga verður,
að ekki sé remmukeimur af agúrkunni,
en það kemur sjaldan fyrir nú orðið.
Sé agúrkan römm, verður að afhýða
hana fyrir notkun, en annars er það
ekki gert, því að bæði er hýðið vita-
mínauðugt og gefur auk þess agúrkunni
bragð.
Agúrkur getum við geymt nokkra
daga í ísskáp. Þess skal gætt, að hafa
þær ekki of nærri frystihólfinu, bezt
neðst í ísskápnum eða skúffunni, sem
er ætluð fyrir grænmeti. Vefjið agúrk-
una inn í plastic eða málmpappír, áð-
ur en hún er sett til geymslu.
Bezt er og hollast að borða agúrkuna
hráa, eina sér sem álegg eða með öðru
áleggi, eins og osti eða lifrarkæfu. Einn-
ig á vel við að borða hana með ýms-
um fiskréttum. En úr henni má búa
til marga rétti.
Agúrkusalat.
1 agúrka
2 msk. edik
2 msk. vatn
1 msk. sykur
hnífsoddur salt
hnífsoddur hvítur pipar.
Þvoið agúrkuna og sneiðið eins þunnt
og hægt er. Ediki og vatni blandað sam-
an, kryddinu hrært saman við. Hellt
yfir agúrkusneiðarnar, salatið látið biða
2—3 klst. þar til það er borið fram.
Fallegt er, og einnig til bragðbætis, að
setja 1—2 tsk. af saxaðri steinselju sam-
an við. Hollara er að nota sítrónusafa
i staðinn fyrir edik.
Agúrkusalat með alíu.
1 agúrka
2 tsk. salt
2 msk. vatn