Fálkinn - 24.05.1961, Side 25
3 msk. salatolía
2 msk. edik
1 tsk. sykur
1 tsk. söxuð steinselja.
Agúrkan þvegin og skorin í þunnar
sneiðar, salti stráð á í hálítíma. Betra
er að láta dálítið farg á þær á meðan.
Látnar á sigti, látið síga vel af þeim.
Olíunni, vatninu, edikinu og öllu krydd-
inu er blandað vel saman. Hellt yfir
agúrkusneiðarnar.
Agúrkur sýrðar.
í 1 1 af ediki þarf krydd sem hér
segir:
1 msk. gott sinnep
1 tsk. hvítur pipar
8—10 hvít piparhulstur
12—14 spönsk piparhulstur
2 lárberjalauf
2 laukar, hakkaðir
250 g sykur.
Agúrkurnar eru flysjaðar og skornar
eftir endilöngu, kjarnarnir hreinsaðir úr
þeim. Nuddaðar með fínu salti og látn-
ar bíða til næsta dags í lokuðu íláti.
Settar á gatasigti, svo saltlögurinn renni
sem bezt af þeim. Raðað í hreinar leir-
eða glerkrukkur.
Edikslögurinn: Sé edikssýra notuð,
er hún blönduð 6 hlutum af vatni á
móti einum af edikssýru. Edikið er soð-
ið, hellt á agúrkurnar, þurrka lögð yfir
krukkuna og bíði á köldum stað í 2
sólarhringa. Edikinu hellt af, soðið aft-
ur og hellt heitu yfir gúrkurnar, látið
bíða 2 sólarhringa á ný. Þá er edikið
mælt og fleygt. Jafnmikið nýtt edik
tekið. Allt kryddið, nema laukur, sett
í poka úr grysju og soðið með nýja edik-
Framh. á bls. 30.
Einkenni-
legir
kálbögglar
Sjóðið 1 bolla af hrísgrjónum í sölt-
uðu vatnið, þannig að þau haldist heil.
Takið 8 yztu blöðin af góðu hvítkáls-
höfði, sjóðið þau 3—5 mínútur í vatni,
sem kryddað er með 2—3 lárberjalauf-
um, 2—3 piparkornum, 1 lauk og salti.
Sjóðið 6—8 ólitaðar pylsur eða medister-
pylsur í sama soðinu. Geymið soðið.
Takið himuna af pylsunum og sker-
ið þær í bita (1. mynd). Blandið saman
hrísgrj ónunum og pylsubitunum, skiptið
þessu jafnt á hvítkálsblöðin og vefjið
þeim þétt utan um. Leggið bögglana í
smurt, eldfast mót (2. mynd). Hellið vel
af brúnuðu smjöri yfir bögglana og setj-
ið málmpappír yfir. Sett inn í heitan
ofn. Takið málmpappírinn af eftir 10
—15 mínútur og látið bögglana brún-
ast. Búið til sósu úr soðinu. Bragðbætið
hana með súpukrafti, ef þörf gerist (3.
mynd).
HEILRÆDI
BÆLT FLAUEL,
sem tekur sig ekki, þótt því sé haldið
yfir gufu, verður sem nýtt, ef það er
lagt með réttuna niður á hreinan bursta.
Efnið síðan strokið á röngunni með
volgu straujárni.
GÚMMÍBRÚN Á GLERHILLUNNl
hlífir bæði hillunni sjálfri og ekki síð-
ur þeim krukkum og flöskum, sem
kunna að eiga þar samastað, varnar því
að þær hrynji fram af. Brúnina er auð-
velt að útbúa úr gúmmí- eða plast-
slöngu. Ristið slönguna að endilöngu og
bregðið henni upp á brúnina.
HALDGÓÐIR HANKAR.
Teiknið hring á stærð við 25-eyring.
Þræðið þétt með hringnum, klippið frá
miðju að brún hringsins, eins og mynd-
in sýnir. Beygið oddana inn á röngunni
og saumið þétt með kappmelluspori.
Snyrtið rönguna til. Hankar sem þessir
slitna ekki svo auðveldlega og ættu að
geta enzt eins lengi og leirþurrkurnar
sjálfar.