Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Side 31

Fálkinn - 24.05.1961, Side 31
Bjarni Kolbein&son í Oddgeirshólum. Allir voru lögréttumennirnir þekktir og reyndir af nefndarstörfum og auk þess hafði Benedikt á Háeyri kært mann fyrir galdra, þegar hann bjó vest- ur í Dalasýslu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að margt þótti vanta til, að nægilega væri stutt lögum um undirbúning máls- ins. En aðallega, að vitnisburðir voru ekki svarnir og annað, sem í bréfum prests var borið fram. Töldu því síra Jón sjálfráðan, hvort hann vildi fá frek- ari úrskurð hjá æðra yfirvaldi. En fyr- ir sitt leyti, kváðust dómsmenn ekki bærir um að gera nokkra ályktun í mál- inu, þar sém síra Jón nafngreindi eng- an í ákæru sinni. Var þessi lausn máls- ins viturleg, enda hélt prestur málinu ekki áfram. Lögréttumennirnir, sem dæmdu í málinu voru allir úr næsta nágrenni prests, og auk þess tveir tengdir hon- um. Dætur prests voru giftar sonum Benedikts á Háeyri og Árna á Skúms- stöðum. Athyglisvert er, að prestur nefnir vitnin heimilistíðarvitni og kirkjuvitni, bendir það til, að vitni hans hafi aðeins verið úr Arnarbælissókn, en ekki úr Hjalla- eða Reykjasókn. Vitnin eru líka sögð 40 og 50 og mun það láta nærri, að prestur hafi getað aflað svo margra vitnisbærra manna frá hjáleig- unum í Arnarbælishverfinu og næstu bæjum. Hefur dómsmönnum verið kunnugt um, að prestur var ekki vin- sæll og sízt í Hjalla- og Reykjasókn. Hann hélt oftast aðstoðarprest og þjón- aði hann annexíunum. En hjáleigumenn voru mjög háðir presti og urðu að sitja og standa eins og hann vildi. En þegar svo var komið að valdsmenn í hérað- inu voru búnir að dæma ákæru prests lítt merkar, var ekki öruggt, hvernig færi um framburð sumra kotbænda, sem áður höfðu borið vitni meira af ótta en sannfæringu. 9. íslenzkir prestar á 17. öld virðast mjög hafa verið riðnir við galdur. Árni sýslumaður í Ögri ritaði um galdur. Hann ber prestum þar á brýn, að þeir hnísist í galdrabækur og iðki galdur. Þessi áburður sýslumanns virðist rétt- ur, eftir því sem álykta má af heimild- um, sem til eru. Prestar trúðu á galdra og mátt hans. En hins vegar kunnu þeir mörg ráð til að verjast honum og ýmiss konar á- sóknum. Eitt óbrigðulasta ráðið var að yrkja andleg ljóð í vissum dúr gegn sendingum. Kveðskapur þessi var mjög í anda særingaljóða, sem ort voru áður fyrr, en kristinn áhríningur og sérí- moníur voru settar í stað þess sem áð- ur var. í sumum kvæðum þessarar teg- undar gætir talsverðra skáldlegra til- þrifa, enda voru þau ort í hugmóð. Sennilega er elzta kvæði af þessari gerð eftir Jón lærða. Hann orti það gegn mjög mögnuðum draug vestur á Snæ- fjölium, er nefndist Snæfjalladraugur, árið 1611. Einn þekktasti galdramaður- inn á Vestfjörðum hafði áður verið bú- inn að reyna að koma draugnum fyrir, en tókst það ekki. Jón lærði varð fræg- ur fyrir þetta og kvæði sitt, er hann nefndi Fjandafælu, og reyndist mjög vel gegn draugum og sendingum. En prestar fylltust öfund og afbrýði gegn Jóni lærða og kveðskap hans, þeir vildu sitja einir að hitunni að yrkja slík ljóð. Síra Guðmundur Einarsson á Staða- stað reit rit móti Fjandafælu Jóns lærða. Er það fyrsta íslenzka galdrarit- ið. Hefur það gengið undir nafninu Hugrás, en nafn þess er þannig: „Það er lítil hugrás yfir svik og vélræði Djöfuls- ins, sem stundum gengur réttur, stund- um hlykkóttur, að spilla mannkynsins sáluhjálp.“ Ritið er samið 1627. Síra Guðmundur var frændi Guðbrandar biskups á Hólum og var í þjónustu hans og þýddi meðal annars nokkrar guðs- orðabækur, sem prentaðar voru. Hann var vel menntaður og góður fræðimað- ur á mælikvarða samtíðar sinnar. Síra Jón í Arnarbæli orti kvæði, sem mjög er í anda Fjandafælu Jóns lærða, en heitir kristilegra nafni, Englabrynja. Er það greinilegt, að Englabrynja síra Jóns á að gegna sama hlutverki og Fjandafæla, enda endurspeglar hún augljóslega kenningar og skoðanir síra Guðmundar á Staðastað. Fólk á 17. öld þurfti mjög að halda á einhverju' kjarn- góðu gegn Djöflinum, því að hann átti eftir kenningu prestanna að ganga laus á jörðinni. íslenzkur prestur er svo sannfærður um þetta, að hann veit upp á hár, hvenær Satan losnaði. Þessi prest ur er síra Páll í Selárdal. Hann segir: „Eigi það Djöfulinn sé enn nú allra reiðu bundinn^ að ei gangi í kring sem grenjandi ljón og ei sízt á þessari öldu, síðan hann var laus látinn, sem ei ólík- legt, að skeð hafi annó 1602 eður annó 1598, því aldrei hefir hann verið svo ólmur á móti endurnýjuðum Guðs söfn- uðum sem síðan.“ Annar prestur, síra Sigurður Torfason á Melum, segir: „Það eru stór undur og mikið furðandi náð- argæzka vors góða Guðs, að jörðin ekki upplýkur sér, og kvika í sig svelgir til Helvítis ekki öndinni vítt í sundur slær, og gininu upp lýkur að gleipa sig, já, að svelgja þessa, svívirðilegustu galdra- kroppa, sem svo hneyksla söfnuðina.“ Englabrynja síra Jóns kom því í góð- ar þarfir fyrir almenning, til varnar gegn illum sendingum og göldrum. En hún virðist ekki hafa orðið eins vinsæl og Fjandafæla og Draumgeisli, enda hafði hún ekki hlotið eldskírn í fram- kvæmd við að koma fyrir draug. 10. Eitt af einkennum galdraofsóknar- presta hér á landi, var hve þeir urðu sneyddir hamingju í fjölskyldu- og heimilislífi. Amasýkin og óttinn við Satan og galdur fyllti andrúmsloftið og eitraði, svo að þeir sem umgengust þá urðu taugaveiklaðir og hjátrúarfullir. Þetta hafði ill áhrif á barnauppeldi á heimilum þeirra. Síra Jón í Arnarbæli átti mörg börn Síma-minnisblað listamannsins. með konu sinni. Sum þeirra verða talin hér. Hann tók fram hjá konunni og urðu af því vitnaleiðslur og rekistefna, sem oflangt yrði að skýra frá hér. Hákon, sonur hans, veiktist í geðveiki. — Hann kvæntist Guðrúnu Markúsdóttur frá Stokkseyri, systur hinnar alþekktu Stokkseyrar Dísu, sem alræmd var fyr- ir galdur. Ingveldur giftist Bergi Bene- diktssyni á Hjalla. Hann tók fram hjá henni með konu bróður hennar, Guð- rúnu. Urðu út af því málaferli og voru hjónin skilin með dómi. Hannes varð geðveikur og fara af honum litlar sög- ur. Sólveig giftist Sæmundi lögréttu- manni í Bolungarvík. Katrín giftist Oddi presti Árnasyni frá Skúmsstöð- um. Varð hann prestur eftir tengdaföð- ur sinn í Arnarbæli. Svo bar við um vetrartíma, að prestur fór að heiman, að sonur hans ungur, sem mjög var hænd- ur að föður sínum, elti hann frá bæn- um án vitundar prests. Drengurinn villtist og drukknaði í vök í Ölfusá. Eft- ir það undi prestur ekki í Arnarbæli og fékk Kálfatjörn og var þar prestur til dauðadags. Frá Jóni Daðasyni eru mikl- ar ættir komnar, en sérstaklega Sol- veigu dóttur hans. Eins og áður var sagt, varð síra Jón mikill auðmaður. En auður hans tvístr- aðist brátt og urðu leiðinda mál og reki- stefna út af eigum hans. Dauðdaga síra Jóns bar að með þeim hætti, að alþýða manna styrktist stór- lega í trúnni, að það hafi verið með réttu, að prestur óttaðist sendingar og galdra. Hann varð bráðkvaddur rétt við túnið í Arnarbæli 1676 á leið heim frá prestsverki. Síra Jón ól upp einn þekktasta galdraprest, sem uppi hefur verið á ís- landi, síra Eirík Magnússon á Vogsós- um. Síra Eiríkur var aðstoðarprestur hjá fóstra sínum, en fékk Vogsósa eftir dauða hans. Heimildir: Landfræðisaga íslands, Galdur og galdramál, Prestaævir, Sýslumannaævir, Annálar, Árbæk- ur Espólíns, Kristnisaga Jóns bisk- ups, Blanda, Þjóðsögur, ættartölur og ýms hdr. og skjöl í Landsbóka- og Þjóðskjalasafni o. fl. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.