Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Síða 33

Fálkinn - 24.05.1961, Síða 33
Jimr HVHIIIKII n VIHII? aldri. Eftir að sovétstjórnin tók við völdum, miðaði þessu starfi stórum betur áfram en áður, því að hún taldi það geta orðið lyftistöng fyrir norðurhjara Rússlands, ef hægt væri að halda uppi siglingum þangað. En fráleitt þótti að hægt væri að halda opinni leið nema nokkra mánuði árs- ins. Hin síðari árin hafa verið nokk- urnveginn reglulegar skipagöngur til árósa Ob og Jenisei frá því í ágúst til október. Áttatíu vetrum eftir að Palander skipstjóri sigldi „Vega“ Landnorður- leiðina, var ný atlaga gerð að ein- veldi Frosta konungs. Og nú höfðu mennirnir fengið kjarnorkuna að vopni. fsbreiður Karahafsins geta ekki staðizt atlögu ísbrjótsins nýja, sem heitir „Lenin“, og sker breiða vik í ísinn, svo að kaupskip geta siglt í kjörfar hans. „Lenin“ er tvímælalaust undraverk nútímatækni. Þar hefur kjarnorkan tekið sess gufunnar eða hreyfilsins. I stað kynstra af kolum eða olíu þarf skipið ekki nema örlitla ögn af úran til þess að framleiða orkuna, sem yfirbugar ísinn. Stálbryjnan á stefni skipsins er óbilandi og orkan í iðrum þess mölvar ísinn, þótt hann sé margra metra þykkur. Kafbátarnir „Nautilus" og „Skate" opnuðu með ferðum sínum undir ísa- brynju norðurhafanna ný sjónarmið, sem geta gerbreytt siglingunum. Og atómísbrjóturinn „Lenin“ gefur á- stæðu til að gera sér í hugarlund, að framvegis verði siglingaleiðir um íshafið. Það yrði nýr sigur manns- andans á náttúruöflunum. Fyrsta ofansjávar atómskipið, „Lenin“ lauk fyrstu ferð sinni í októ- ber 1959 í Eystrasalti. En eftir nýárið hélt það á burt úr innhafinu og norður með Noregi til framtíðar- bækistöðva sinna i Murmansk á ís- hafsströndinni. Á skipið að halda þeirri höfn opinni á vetrin framvegis. Það er alls ekki óhugsandi, að „Lenin“ freisti þess að ryðja sér braut um ísinn alla leið norður að heimskauti. Ef það tekst, þá verður það þrekvirki, sem skráð verður á spjöld sögunnar. „Lenin“ verður flaggskip rússneska ísbrjótaflotans í Norðuríshafi. Þar verða mörg skip, meðal annars tvö diesel-elektrisk, sem heita „Moskva" og „Leningrad", og hafa þau 26.500 hestafla vél hvort. Aðalhlutverk „Lenins" verður að halda Landnorð- urleiðinni opinni, svo lengi sem hægt er, frá Murmansk til Vladivostock, en það er 17.600 kílómetra leið. Auk þess á skipið að verða fljót- andi atómrannsóknastöð, æfingastöð fyrir skipasmiði og vísindamenn. Áhöfn skipsins er 100 manns, en auk þess er rúm fyrir 30—40 farþega. Isbrjóturinn „Lenin" er 16.000 lest- ir. Með öðrum orðum ekki eins stór og ameriska atómskipið „Savannah", Frh. á bls. 34. ii ijiinnjKin;i;jiiiiig!iinH!iiSiiiHrmng!iiigi!gij|iiu!ij3!?gBg!iiiijmjji!j|HjjijællllPlliBilj|ijjjg|ji3HillilijllifflllS!j1iailIjlBinBn!ljliluilUlillijllljj|jjlHllli STJÖRNUSPÁIN H YÚ t/ S1716 V ld ð. Gætið þes's vel, að spilla ekki fyrir yður með óþarfa skensi og hnútukaseti í menn, sem hafa reynzt yður vel og gert yður margan vinargreiða. Með staðfestu og vilja- styrk ættuð þér að geta fengið meira jafnvægi 1 líf yðar. Góðar horfur í peningamálunum. H:|5 ( |ii NautsmerkiS. . , ... Þér eigið dálítið erfitt með að samtvmna krofur vina !ll yðar, fjölskyldu, eigin áhugamála og skylduverka. En ef þér iiiíi skipuleggið tíma yðar vel, setti þetta að takast og þa verður 7 vikan einkar skemmtileg og þægileg. STvíburamerkiS. Þér megið reikna með dálitlum leiðindum í vikunni og þau munu stafa fyrst og fremst frá öfundarmönnum yðar. Það er erfitt að vera lukkunnar pamfíll og njóta velgengni í lífinu. En þetta verða engan veginn erfið vandræði og þér verðið að reyna að gera yðar bezta. S| KrabbamerkiS. Manneskja, sem þér slituð öllu sambandi við fyrir nokkr- |1 um árum, getur rétt yður hjálpandi hönd í mjög brýnu 11 máli. Leitið til hennar og reynið að endurnýja vinskap I ykkar. Vikuiokin verða rómantísk og ánægjuleg. Œ LjónsmerkiS. Verið ekki of dómharður um verk samstarfsmanna yðar. 11 Það er alltaf auðveldast að gagnrýna og segja hvernig eigi iS að gera hitt og þetta. Einnig mættuð þér líta i eigin barm 1 0g athuga hvort yðar verk eru með öllu óaðfinnanleg. JómfrúarmerhiS. Þetta verður í alla staði. góð vika. Þér verðið óvenjulega vel upplagður og komiö nú í verk ýmsu, sem þér hafið lengi þurft að gera og sem hefur legið á yður eins og mara. Fyrir bragðið verðið þér í fyrsta flokks skapi og sjáið hvar- vetna björtu hliðarnar á tilverunni. V o aarskálarmerkiS. An þess að taka tillit til þess, hvað aðrir ætla og meina, skuluð þér halda óhikað áfram á sömu braut og gera ein- ungis það sem þér álitið sjálfur réttast og bezt. — Ævin- týralegt atvik endar vel, þótt það liti ekki sem glæsilegast út um tíma. SporSdrekamerkið. Þér eruð dálítið annars hugar um þessar mundir og_ hugur yðar snýst allur um eitt ákveðið mál, sem þér eruð í mikl- um vafa um. Leitið ráða hjá sem flestum, áður en þér takið ákvörðun. Mál þetta hefur mikla þýðingu fyrir framtíð yðar. BoqmannsmerkiS. Þér hljótið harða gagnrýni úr mörgum áttum samtímis. Látið þaö ekki fá of mikiö á yöur. Hún byggist mestmegnis á einu litlu atriði, sem er að mestu leyti á misskilningi byggt og það mun upplýsast fyrr eða síðar. — Vanrækið ekki eiginkonu yðar eða fjölskyidu! ^TþessaTiTiku^skuluð þér vera sérstaklega varkár í pen- ingamálum, því að ýmsar hættur verða á vogi yðar 1 þeim efnum. Hikið ekki við að tjá tilfinningar yðar þeirri mann- eskju, sem stendur yður næst og vill hag yðar sem beztan á allan hátt. VatnsberamerkiS. Gamall vinur verður á vegi yðar. Og enda þótt margt sé breytt, síðan þið sáust siðast, er vináttan ennþá jafnhlý og traust. Látið ekki ómerkilegt slúður gera yður gramt í geði. Reynið heldur að svara í sömu mynt. FiskamerkiS. Yður er farið að lengja eftir breytingum, sem undanfarið hafa staðið til og verið á næsta leiti. Verið þolinmóður! Það gerist ekki allt á einum degi. Þetta er allt á réttri braut og kemur hægt og hægt. Góðar horfur í fjármálunum. Síðustu dagar vikunnar verða beztir. 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. IÚNI 22. lÚNl — 22. IÚLI 23. IÚLI — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OET. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES, — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.