Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 5
að hægt er að vita um ofsa- veður í mörg hundruð kíló- metra f jarlægð? Sérstakir ratsjárskermar hafa verið gerðir til þess að sjá þessi fárviðri úr mikilli fjarlægð og nota veðurfræð- ingarnir þetta til þess að vara fólk við þeim. Hér sést einn af þessum ratsjárskerm- um, á turni Rockefeller Center í New York. Hann getur gert aðvart um storma í 450 kílómetra fjarlægð. ★ að nú er óhætt að kyssa án þcss að smitast? Á vörum allra er urmull af sóttkveikjum, sem berast milli þeirra sem kyssast. — Hreinlætisvörufirma í Ame- ríku hefur nú framleitt vara- smyrsl, sem drepur þessar sóttkveikjur.Það tekur fram í auglýsingum sínum að „bragðið að kossinum“ sé eigi að síður alveg hið sama og áður. Parísarlögreglan hand- samaði nýlega stelsjúkan mann um fertugt, sem hafði viðað að sér hvorki meira né minna en tíu smálestum af þýfi af ýmsu tagi. Þar voru heilar myndastyttur, bekkur úr garði, 24 skautar (allir á vinstri fót), 139 hárkollur, ritvélar og heilmikið af járnarusli. Lögreglan þurfti sex vörubíla til þess að flytja á brott allt þýfið, sem mað- urinn hafði safnað að sér á fimmtán árum. ★ Skoti við son sinn: — Hvað er nú að þér, drengur minn? Þú ert alltaf sí og æ að nöldra! — Er Það nema von? Ég fæ aldrei að fara neitt. Ekki í bíó eða neitt. — Hvað er eiginlega að þér, strákur? Geturðu ekki notið allra þeirra skemmt- ana og þæginda, sem hægt er að hugsa sér? í kvöld, þegar þú ert háttaður, skaltu bara stinga öðrum fætinum undan sænginni, þangað til þér er orðið dauðkalt. Finndu þá bara, hvað það er notalegt að kippa fætin- um undir sængina aftur! ★ Það er Júgóslavinn Mihai- lovich, sem ber titilinn digr- asti maður í heimi. Hann á heima skammt frá Beograd og vegur rúmlega 225 kíló, en þó er hann mjög lár í loftinu. Hann verður að sofa sitjandi! — 1920 dó Swiney borg- arstjóri í hinum gamla bæ Cork í írlandi, eftir að hafa svelt sig í 63 daga. Englend- ingar höfðu fangelsað hann, eins og fleiri forustumenn írsku sjálfstæðisbaráttunnar, og þegar Swiney dó færðust sjálfstæðismenn mjög í auk- ana. En loks komst á miðl- un í írlandsmálunum og varð friður um sinn. Árið 1922 létu Englendingar und- an síga og írska fríríkið var stofnað. En von bráðar hóf- ust deilurnar aftur og þeim lauk ekki fyrr en írar end- urheimtu að fullu sjálfstæði sitt og landið varð lýðveldi. ★ Telpan hafði gert eitthvað af sér og móðir hennar refs- að henni. Um kvöldið, þegar telpan var háttuð ogfór að lesa bænirnar sínar, bað hún guð rækilega að blessa hvern einasta mann á heimilinu, — nema móður sína. Að bæninni lokinni, sagði hún: — Ég vona, að þú hafir heyrt það mamma, að ég minntist ekki einu orði á þig- ★ — 1878 voru fyrstu logm gegn sósíalisma samþykkt í Þýzkalandi. Þau urðu til í æsingunum eftir að efnt hafði verið til banatilræða við Wilhelm I. keisara. Bis- marck notaði sér þessa ólgu til þess að reyna að ná sér niðri á leiðtogum sósíalista. Þessi lög áttu að gilda 2 ár og sex mánuði og síðan komu þrenn álíka lög, sem bönn- uðu félagsskap sósíalista, fundi og útisamkomur, felldu prentfrelsið úr gildi og gáfu lögreglunni vald til að gera útlæga úr sínu um- dæmi þá menn, sem töldust hættulegir fyrir þjóðfélagið. En 1890 voru þessi þvingun- arlög felld úr gildi — og sama árið lauk völdum Bis- marcks í Þýzkalandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.