Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 31
UM LODDARALIST OG FLEIRA Kevy og Rubenstein voru í samsæti og Rubenstein trúði hinum fyrir, að sér hefði tekizt að lauma þremur silfurskeið. um og tveimur göfflum í bakvasann á kjólnum sínum. Þegar maturinn hafði verið tekinn af borðum og gestirnir höfðu skemmt sér um stund með söng og ræðum, stóð Levy á fætur og sagði: — Dömur mínar og herrar! Ég get ekki sungið og ekki get ég heldur les- ið upp eða haldið ræður. En ég kann svolitla loddaralist, sem ég ætla að sýna. Hérna tek ég þrjár skeiðar og tvo gaffla og sting þeim í vasann — svona! Og svo segi ég: — Hæ, presto! og baða út höndunum. Og nú getið þið fundið skeiðarnar og gafflana í kjólvasanum hans Ruben- stein, sem situr hérna hjá mér. Það leið yfir Rubenstein, en Levy fór heim með sigurlaunin. * Skoti nokkur dó. Hann hafði alltaf haldið aldri sínum leyndum, og þess vegna lék ýmsu fólki í líkfylgdinni hugur á, að sjá afmælisdaginn hans á skildinum á líkkistunni. En þar stóð ekki annað en þetta: — James MacTurnish, tannlæknir. Viðtalstími 10—5. -X Kona nokkur var stödd í dýragarð- inum í London og spurði varðmann, hvort flóðhesturinn, sem hún var að horfa á, væri karlkyns eða kvenkyns. — Það er spurning, frú mín góð, sem aðeins aðrir flóðhestar láta sér koma við, svaraði varðmaðurinn og glotti við tönn! -x Gamall maður hélt því fram, að drengirnir nú á dögum væru ekki eins hugsandi um framtíðina og þeir hefðu verið í sínu ungdæmi. Dag nokkurn staðnæmdist hann hjá litlu barni og sagði: — Heyrðu væni minn, hvernig líður þér? — Ágætlega, svaraði barnið feimn- islega. — Hugarðu nokkurn tíma um það, hvað þú ætlar að verða, þegar þú ert orðinn stór og sterkur maður? — Nei, aldrei. — Vissi ég ekki. Og hvers vegna ger- ir þú það ekki? — Af því að ég er bara svolítil stelpa. * Ungur maður, sem ætlaði að fara að verzla, var að læra lífsreglurnar hjá föður sínum, sem var reyndur og dug- andi kaupsýslumaður. — Mundu það, sonur, að vera ær- legur í hvívetna. Það borgar sig bezt. Og svo ræð ég þér til að kynna þér löggjöfina sem allra bezt. Það er mesta furða, hvað kaupmenn geta gert, — og verið ærlegir samt! * Hermaður á sjúkrahúsi var að lesa hjúkrunarkonunni fyrir bréf til konu sinnar. — Skrifið þér, sagði hann: „Hjúkr- unarkonurnar hérna eru allar Ijótar og herfilega leiðinlegar.“ Þá tók hjúkrunarkonan fram í: — Mér finnst þetta nú ekki vinsam- legt af yður í okkar garð. — Þér verðið að skrifa það samt, sagði hermaðurinn. — Henni þykir svo vænt um það! -X írskur predikari var að skýra fyrir söfnuðinum, hversu djúpt glataði son- urinn hafi verið sokkinn: — Pilturinn hafði farið að heiman, fullur af góðum ásetningi, en lent í slæmum félagskap. Hann varð að veð- setja yfirfrakkann sinn til þess að hafa fyrir mat. Síðar fór jakkinn hans og vestið sömu leiðina. Og enn vantaði hann peninga og þá fóru buxurnar og skyrtan sömu leið ... En þá fann hann loksins sjálfan sig. * Jón í Norðurkoti var ofstopamaður og þrætugjarn, eins og sjá má af gerða- bók sáttanefndarinnar og enda bókum sýslumannsins líka. Það er þó vart til- tökumál, þótt stundum slái í brýnu milli hans og kerlingarinnar og pró- fasturinn verði að tala milli hjóna. Þau hafa ekki sofið saman í þrjá mánuði. Prófasturinn heldur langa áminning- arræðu yfir Jóni og nokkrum vikum síðar mætti hann honum, setur upp embættissvip og spyr, hvernig sambúð- in gangi. — Hún gengur ekki vel, en það mjakast. Nú erum við farin að sofa and- fætis. * Amerískur blaðamaður var að skrifa bók um Errol Flynn og leitaði upp gest- gjafann í frægum klúbb, ef ske kynni að hann gæti fræðst af honum. — Flynn mun hafa komið hér öðru hverju, spurði hann. — Já, hann kom hér oft, svaraði gest- gjafinn. — Og konan með honum? — Já, alltaf. Og ég hef aldrei séð tíu jafnfallegar konur. -x Það hefur líklega verið „hot“ hljóm- sveit með „glymskruðningi“, sem lék á „Tivolido“ þegar sálfræðingur Glosi- mon kom þangað til þess að fá sér að borða, en ekki ein af þessum gamaldags hljómsveitum, sem leika aðallega vöggu- ljóð og haustljóð. — Sálfræðingurinn vék sér að þjóninum og spurði: „Spilar hljómsveitin hérna nokkuð eftir beiðni?“ „Já, herra Glosimon, hvað á ég að biðja hana um að spila fyrir yður?“ „Viljið þér biðja piltana um að spila póker þangað til ég er búinn að borða.“ -x Ungverjar hafa alltaf haldið því fram, að Attila Húnakonungur sé grafinn í Ungverjalandi, en hafa til þessa ekki haft beinar sannanir fyrir því. Við uppgröft fannst nýlega beina- grind sem jafnvel efunarsamir vísinda- menn töldu líklegt að væri úr Attila gamla. Og til vonar og vara voru bein- in send til Moskva, og mannfræðistofn- unin þar beðin um að rannsaka þau. Eftir nokkra bið barst þetta skeyti frá Moskva: „Þetta er Attila. Hann hefur meðgengið!" FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.