Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 22
SVOLÍTIÐ UM BARINN
Drykkjumenning íslendinga tók stórt
stökk í framfaraátt, þegar leyft var, aö
veitingahús kæmu sér upp börum. Fólk
var náttúrlega orðið vant borðdrykkju
og í eina tíð var það eini mögulegi
drykkjumátinn, þar sem gestirnir höfðu
alla jafnan sjálfir veigarnar í pela und-
ir borðinu, því þá höfðu veitingahúsin
ekki vínveitingaleyfi. Menn sátu í sæt-
um sínum sem fastast og drukku sem
stífast og því stífar sem þeir drukku,
því fastar sátu þeir. Svo loks, þegar
þeir ætluðu að standa upp til að fara
á klósettið, þá gátu þeir alls ekki
staðið upp. Út af því varð oft mikið
bras.
En að ganga frjáls í fasi inn á bar-
inn er allt annar handleggur. — Ef
einhver ykkar, kæru lesendur, skyldi
vera svo prúður, að hafa aldrei komið
inn á bar, þá ætla ég að byrja á að
lýsa svona menntastofnun. Bar er meðal-
stórt herbergi, helzt gluggalaust. Það
er málað í dökkum litum og oft með
einhvers konar veggskreytingum eða
myndum. Lýsing er mjög léleg og þess
vandlega gætt, að sem minnst glæta
falli á andlit bargesta. Aðalprýði bars-
ins er eitt herjarmikið borð, sem nær
í geirvörtur á fullvöxnum manni. Til
marks um hæð borðsins skal ég til-
greina eftirfarandi: Ég var eitt sinn
staddur á bar hér í bæ, þar sem bar-
borðið kom í hálfhring út frá vegg. Stóð
ég við borðið þar sem það kom að veggn-
um öðrum megin. Ég sá engan mann
standa við borðið, en hinum megin, við
hinn vegginn, sá ég glas standa og var
drykkur í því. Sem ég er að horfa á
glasið, sé ég hönd koma upp fyrir borð-
brúnina og taka það. Mér brá illilega
og hélt mig hafa séð sýnir. Með hálf-
um huga gekk ég kringum borðið og
létti stórlega við að sjá velþekktan
dverg hér í bænum standa glaðan og
ánægðan við borðið með glasið sitt í
hendinni.
Fyrir innan borðið eru geymdar vín-
birgðirnar. Veggurinn andspænis er oft
speglum prýddur, og eru þá jafnan gler-
hillur utan á speglunum. Ýmsum girni-
legum flöskum er raðað á hillurnar og
einnig ýmsu skrauti eins og til dæmis
risastórum glösum eða örlitlum flösk-
um. Veit maður oft ekki, hvort um
missýnir er að ræða, en þó held ég, að
flestum beri saman um það, að stærðar
hlutföllin séu eitthvað broguð á hlutum
þeim, sem glerhillur baranna prýða. Lík-
ar gestum sérlega vel að skoða spegil-
myndir sínar í barspeglunum. Bæði er
nú það, að lýsing er léleg, svo að við-
komandi andlit sýnast hrukkulaus og
slétt, sem þau oft ekki eru, en svo líka
hitt, að það virðist veita ánægju að
sjá andlit sitt gægjast milli flaskna og
glasa af undarlegum stærðum og gerð-
um. Menn færa til höfuðin og dást að
spegilmyndum sínum; einn er með haus-
inn ofan í risastóru koníaksglasi; annar
trónar með hann upp af geneverbrúsa;
sá þriðji er með dvergwiskýflösku í aug-
anu. Og sýnirnar magnast, þegar fleiri
glös eru tæmd.
Viðeigandi þykir að koma fyrir hengi-
plöntum hér og hvar, svona rétt til að
minna gesti á, „að lífið sé skjálfandi,
lítið gras“. Oft virðist þó vökvun plantn-
Víða í börum eru hengiplöntur til að minna
gesti á „að lífið sé skjálfandi lítið gras“.
Oft gleymist þó að vökva plönturnar, því
að barþjónamir þurfa að vökva gestina.
22 FÁLKINN
anna gleymast, því að barþjónarnir eru
oftast önnum kafnir við að vökva gest-
ina. Þegar mest er að gera, er áfengis-
austurinn geysimikill, og einn barþjón
þekki ég, sem vinnur á benzíndælustöð
í frístundum sínum.
Að standa við barborðið er mjög
heilsusamlegt og gott fyrir hina ýmsu
vöðva líkamans. Ég gleymdi víst að geta
þess áðan, þegar ég lýsti hinni hagan-
legu smíði barborðsins, að framan á
það, svona fet frá gólfi, er negldur fóta-
pallur eða grind, þar sem menn eiga
að tylla annarri löppinni upp á. Síðan
skal stinga annarri höndinni í buxna-
vasann, en halda hinni um glasið. Sá
fótur, sem ekki hvílir á áðurnefndum
palli, skal vera á hinu almenna gólfi.
Þessi stelling er mjög þægileg, svo ekki
sé nú talað um það, hve miklu meiri
reisn og virðuleiki fylgir svona stand-
andi manni heldur en þeim, sem lepur
sitt vín húkandi við borð í einhverju
horni.
Barinn sækir fólk af öllum stéttum
og af öllum kynjum. Þar hittir maður
fólk og tekur það tali, þótt aldrei hafi
maður séð það fyrr. Þangað koma oft
kynlegir kvistir, sem blanda geði við
gestina og má þannig fræðast stórmikið
um margvísleg málefni. í því liggur hið
mikla menntunargildi baranna. Helzt er
rætt um náungann og fær maður
gleggstar fregnir af athafnasemi borg-
aranna í ástamálum einmitt á börunum.
Þarna fá blaðamenn líka oft sínar beztu
fréttir. Enginn getur því orðið góður
blaðamaður, nema vera standgestur á
bar.
Stundum geta orðið háværar deilur
á barnum og jafnvel handalögmál, al-
veg eins og í útlandinu. Þá er vissara
fyrir mann að taka höndina upp úr vas-
anum og færa fótinn, sem hvíldi á
grindinni niður á hið almenna gólf, hjá
fæti þeim, sem var fyrir. Og ganga
síðan út í horn, en gleyma ekki glas-
inu.
Dagur Anns.