Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 32
Þegar gulli er
smyglaö
Eigi alls fyrir löngu voru 50 starfs-
menn brezks flugfélags reknir úr vist-
inni. Þeir höfðu verið viðriðnir gull-
smyglmi í austurlöndum.
Þetta er mjög arðbær atvinna og hún
byrjar með löglegu móti. í Sviss er
nefnilega hægt að kaupa gull í bönk-
unum. Og í Englandi er hægt að fá
keypta litla gullbarra á 50 sterlings-
pund stykkið. En ólöglega ævintýrið
byrjar þegar kemur austur í Persaflóa.
í fyrra fóru 750.000 pund í gulli til
Bahrein og 2 milljón pund til Dubai.
í Dubai verzla þeir úti á götimum,
undir sóltjaldi. Vindmyllur sjá 'fyrir að
svolítið af hreinu lofti komist niður í
kaupmannagöturnar. Kaupmennirnir
sitja þar innan um stóra stranga af silki
og drekka lútsterkt mokkakaffi frá
morgni til kvölds. En ef skiptavinur af
réttu tagi kemur til hans, skimar kaup-
maðurinn kringum sig. Og nú koma úr
ótrúlegustu stöðum í varningshrúgun-
um kringum hann skínandi fallegir gull-
barrar, með enskum stimpli. í höfninni
er nóg af smáskipum. Eigendur þeirra
taka að sér að koma gullinu á réttan
stað.
Réttu staðirnir eru Indland og Pak-
istan. Ein únza af gulli — 28.35 grömm
— sem kostar 12 sterlingspund í Lond-
on, selst fyrir að minnsta kosti 16 pund
1 Karachi og fyrir 20 pund í Bombay.
Skipstjórarnir á smyglskútunum
nota ýmsar aðferðir til að koma sinum
dýra varningi til réttra viðtakenda.
Stundum fela þeir gullið innan í silki-
ströngum. Stundum er gullinu sökkt í
blikkhylkjum skammt undan landi, en
viðtakandinn nálgast það þar. Einhvern
tíma notuðu þeir gull sem sökkur á
net, en það komst upp og þá urðu
margir kaupmenn í Dubai gjaldþrota.
Tollverðirnir heyja harða baráttu við
gullsmyglarana. Einhvern tíma kom-
ust þeir yfir brotajárn, aðallega gaml-
ar grindur úr reiðhjólum. Þegar betur
var að gáð hafði gulli verið rennt í hol-
ar járnpípurnar, svo að skranið var
talsvert mikils virði. í annað skipti
fannst gull í slátruðum alifuglum, sem
sendir höfðu verið flugleiðis frá Sviss
til gistihúsa í Norður-Afríku. Og við
landamæri Pakistans hafa menn „opn-
að gullnámur“ með því að hleypa á
grunsamlega menn með laxerolíu.
Að eftirspurnin eftir gulli er svona
mikil í Indlandi og Pakistan stafar af
því, að þar er bannað að selja gull. Og
bannið var sett til þess að venja fólk
af gömlum sið. í þessum löndum þykir
ekki brúðkaup mannsæmandi nema
brúðurin fái grip úr gulli, oftast víra-
virki, sem vegi að minnsta kosti eina
únzu. Og í þessum löndum eru mörg
milljón brúðkaup á ári, svo að mikið
gull þarf til að fullnægja eftirspurn-
inni. í þessum löndum er gullsmíði á
mjög háu stigi, en gullsmiðirnir fá lítið
í sinn hlut, þó gripirnir séu dýrir. Það
eru gullsmyglararnir í Dubai og Bahr-
ein sem fleyta rjómann.
En indversk hjónaefni vilja heldur
líða sult og leggja á sig strit en að vera
án dýra gripsins, sem ómissandi þykir
til þess að gera hjónabandið farsælt.
■ .
Fálkinn í næstu viku:
.'."il
-^- Með Nóa á Stangaveiðum. FÁLKINN fer í veiðiferð með hinum
nýja sportbát NÓA. Grein og myndir.
-^- Leikföngin. Athyglisverð smásaga eftir Elías Mar. Myndskreyting
eftir Sigurjón Jóhannsson.
-^- íslenzk frásögn eftir Jón Gíslason: Reimleikár í Krýsivík. Spenn-
andi draugasaga. Myndskreyting: Ragnar Lárusson.
Tækniþáttur um nýja flugvél eftir Arngrím Sigurðsson.
-^- Dagur Anns skrifar xun hlómarækt.
-^- Stolna ambáttin. Skemmtileg saga eftir John Sinclair.
Eva skrifar skopþátt um ofurlítil hjónakorn, sem hyrjuðu að húa
í Blesugrófinni og lýsir skemmtilega hrakföllum þeirra.
-^- Og ótal margt fleira.
Áskriftarseöill
Undirritaður fuð) óskar að ger*
ast askrifandi að UÁUKÆJXUM
NAFN
HEIMILI
PDSTSTD-Ð
32 FÁLKINN