Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 9
Missti kjarkinn - og þó
UM ÞESSAR mundir stendur yfir í
Mokkakaffi við Skólavörðustíg sýning
á málverkum eftir kunna húsfreyju hér
í bæ, Helgu Weisshappel, eiginkonu
Fritz Weisshappel píanóleikara. Helga
hefur aldrei áður haldið málverkasýn-
ingu og sennilega hafa fæstir vitað um,
að hún fengizt við að mála í tómstund-
um sínum.
Helga á raunar ekki langt að sækja
listhneigð sína. Hún er til dæmis þriðja
konan í ætt sinni, sem fæst við að mála
og allt móðurfólk hennar er einstaklega
sönghneigt. Móðursystkini hennar eru
t. d. María og Einar Markan.
Fálkinn frétti á skotspónum skömmu
áður en sýningin var hengd upp, hvað
til stæði og brá sér í stutta heimsókn
til frú Helgu Weisshappel.
Strax og komið var inn í stofuna
leyndi sér ekki, hvað í býgerð var. —
Myndir voru út um alla stofuna, stóðu
upp við veggi, í sófanum og stólunum
og hvert sem litið var. Það var auðséð
að verið var að velja myndir á sýn-
inguna.
Það vakti strax athygli okkar, að
myndir frú Helgu eru talsvert óvenju-
legar og frábrugðnar því sem almennt
gerist. Þær eru til að mynda margar
langar og mjóar í laginu, líkt og klukku-
strengir. Frú Helga hefur sjálf valið
þessum myndum sínum heitið skraut-
myndir.
Við spurðum Helgu hvort hún hefði
nokkuð lært í þessum efnum og hvort
hún væri nýbyrjuð að leggja stund á
þetta.
— Fyrstu kennslu mína hlaut ég hjá
Sigríði Björnsdóttur, systur Sveins
Björnssonar forseta. Hún var þá kennari
við kvennaskólann. Að lokinni veru í
Kvennaskólanum fór ég til Danmerkur
á íþróttakennaraskóla, en fékk að vera
í tímum hjá tveimur myndlistarkennur-
um gegn því skilyrði, að nemendur
þeirra fengju að teikna á mér prófílinn
í staðinn. En svo missti ég kjarkinn,
— var raunar aldrei nógu sannfærð um
eigin ágæti og hæfileika. Skömmu síð-
ar giftist ég og upp frá því tóku hús-
móðurstörfin allan tíma minn.
— Hvenær byrjuðuð þér svo aftur?
— Ekki fyrr en núna fyrir um tveim-
ur árum. Nú eru börnin orðin stálpuð
og betra næði en áður og meiri tími til
að sinna hugðarefnum sínum. Og þá
kom strax aftur upp í mér þessi gamla
árátta að fara að mála.
— Hafið þér stundað nokkuð nám í
myndlist að undanförnu?
— Jú, ég hef verið dálítið í Mynd-
listarskólanum hjá Hafsteini Austmann
listmálara og lært mikið á því og líkað
prýðilega kennslan. Einnig hef ég lært
meðferð vatnslita hjá Solveigu Eggerz
Pétursdóttur, sem hefur að mínum dómi
frábæran vatnslitaskóla.
Frú Helga sýndi okkur vinnustofu
sína, sem er í kjallaranum, og þar var
margt mynda, bæði olíumyndir og
vatnslitamyndir og enn fremur nokkr-
ar svartkrítamyndir og teikningar. —
Helga sagði okkur að sér fyndi skemmti-
legast að fást við olíumyndirnar og eft-
irlætis viðfangsefnin hugmyndir hvers
konar og það sem hún vill kalla „form-
myndir“.
Á vinnustofunni komum við auga á
nokkra muni, sem í fljótu bragði virt-
ust vera skrautvasar af ýmsum stærð-
um og gerðum. En þegar betur var að
gætt kom í ljós, að hér var um skreytt-
ar glerflöskur að ræða. Nokkrir af þeim
munu vera á sýningunni.
Við spurðum frú Helgu að síðustu,
hvort hún hefði ekki hug á að afla sér
frekari menntunar á sviði myndlistar.
— Jú, svo sannarlega. Mig hefur lengi
dreymt um að komast til Vínarborgar
og dveljast við nám þar og ég er enn
ekki úrkula vonar um að sá draumur
minn rætist.
Við þökkuðum fyrir spjallið og þeg-
ar við kvöddum, bað frú Helga okkur
að taka það skýrt fram, að hún liti alls
ekki á sig sem neina listakonu, heldur
gerði þetta sjálfri sér til ánægju.
— Og samt haldið þér sýningu?
— Það er hann Guðmundur í Mokka,
sem stendur fyrir því.
FALKINN
9