Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 33
3 KOSTIR Slitþol hins hreina náttúrugúmmís er óum- deilanlegt, þetta hafa fjölmargir bændur, læknar, embættismenn og ekki sízt eigendur vörubíla, sem aka um hina misjöfnu vegi dreifbýlisins, fullreynt. Þess vegna kaupa þeir hina endurbættu rússnesku hjól- barða. Mýkt og sveigjanleiki er kostur sem flest- ir skilja hverja þýðingu hefur fyrir endingu bílgrindarinnar, yfirbygg- ingar og yfirleitt flesta hluta bíls- ins. Þessir eiginleikar eru sérstak- lega þýðingarmiklhv þegar ekið er á holóttum og grýttum vegum. Hið hæfilega mjúka gúmmí í rússnesku hjólbörðunum er vörn gegn höggum. Spyrna hefur afar mikla þýðingu fyrir góða endingu mótorsins og ekki hvað sízt á blautum og mjúkum vegum. Enn fremur er vert að gefa gaum að hemlamótstöðu hjólbarðans. Aðalumboð: MARZ TRADING COMPANY Klapparstíg 20 Sími 17373. HVAD GERISTINÆSTU VIKII? STJÖRNUSPÁIN HrútsmerlciB. Svo virðist sem yður veitist erfitt. að komast í snertingu við mann, sem er yður mjög mikilvægur. Á einhvern hátt skuluð þér berjast áfram að takmarki yðar, án þess að hafa of mikið orð á því. Allur er varinn góður, ef illa skyldi til takast. NautsmerkiB. Þér fáið tækifæri til þess að leysa vandamál, sem lengi hef- ur svipt yður allri sálarró. En aðstaða yðar er samt lítið breytt fyrir það. Ef yður tekst að hafa hemil á skapi yðar, ætti yður þó að takast að bjarga yður úr þeirri erfiðu að- stöðu, sem þér eruð í. TvíburamerkiB. Þér fáið tækifæri til að rjúfa hið vanabundna og hvers- dagslega líf yðar fyrir algera tilviljun. Yður gefst tækifæri til að bregða á leik og skemmta yður duglega, án þess að þér þurfið að hafa samvizkubit út af því. En hversdagsleikinn vitjar yðar aftur. KrabbamerkiB. Þér munuð sæta allharðri gagnrýni og skilningsleysi varð- andi aðstöðu yðar, svo að þessi vika verður ögn óhag- stæð frama yðar. En það er engin ástæða til að missa kjark- inn fyrir því. Sá, sem hefur á réttu að standa, mun sigra að lokum. LjónsmerkiB. Loksins kemur að þv£ að þér sýnið hvað í yður býr. Þér verðið aldrei þessu vant vel upplagður og sýnið atorku bæði á vinnustað og heima fyrir. Þetta kemur ekki eingöngu vin- um yðar og kunningjum á óvart heldur einnig sjálfum yður. Haldið áfram á sömu braut. JómfrúarmerkiB. Fyrri hluti næstu viku verður rólegur og meinhægur, en £ vikulokin verður ofurlitil sprenging i einkalifi yðar. Þá ger- ist sitthvað, sem kemur flatt upp á yður. Þetta verður dálít- ið erfitt fyrst um sinn, en jafnar sig fljótt þegar frá líður. VoffarskálarmerkiB. Strax í byrjun vikunnar fáið þér þvi framgengt, sem yður hefur lengi dreymt um. Þér getið þakkað hyggindum yðar þennan góða árangur. Mjög mikilvirk persóna fær einstaklega mikinn áhuga á yður og starfi yðar og þér fáið gullið tilboð. SporBdrekamerkiB. Brjótið odd af oflæti yðar og leitið hjálpar og aðstoðar manneskju, sem er öll af vilja gerð til þess að rétta yður hjálpandi hönd. Farið á fund hennar og látið ekki lítilshátt- ar móðgun standa í vegi fyrir því. Sú heimsókn verður yður til góðs. B o gmannsmerlciB. Strax í byrjun vikunnar fáið þér ný og erfið viðfangsefni til þess að glíma við. Það ríður á að þér beitið til hins ítrasta mælsku yðar og orðfimi og veljið vegi og ráð að vandlega athuguðu máli. Þetta heppnast. yður, en ofmetnizt ekki vegna sigursins. SteingcitarmerkiB. Þessi vika verður hagstæð, en krefst mikils erfiðis og and- legrar áreynslu, sem þér skuluð ekki láta yður vaxa í augum. En það sem er fyrir mestu er, að leiðin sé rétt og það mun koma í ljós áður en langt um líður. VatnsberamerkiB. Miðvikudagur, föstudagur og laugardagur verða beztu dag- ar vikunnar. Þér munuð fá heimsókn, sem er hvort tveggja í senn: skemmtileg og hagstæð fyrir vinnu. Þér skuluð ekki jiiii hampa um of hugmyndum yðar og ekki búast við skilningi yðar nánustu á þeim. FiskamerkiB. Það verður óvenjumikið um skemmtanir i þessari viku og þér munuð fá óvænta gjöf eða styrk. Annars verður þessi vika ósköp venjuleg og svipuð þeim, sem á undan eru gengnar. Þér skuluð lialda óhikað áfram að framkvæma áætlanir yðar. V m 1 ffl I.tro* k it 21. MABZ — 20. APBll, 21. APHlL — 21. MAÍ 22. MAl — 21. JÚNl 22. IÚNl — 22. IÚU 23. IÚU — 23. AGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. IAN. 21. IAN. — 19. FEBR. 20. FEBH. — 20. MABZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.