Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 16
„Oþarfi að gera kynferðismálin
meira spennandi en þau eru.“
I TILEFNI af meðfylgjandi grein
um varnir gegn barneignum, sem
Jón Nikulásson læknir hefur þýtt
og endursagt fyrir FÁLKANN, sneri
blaðið sér til hans og bað hann að
svara nokkrum spurningum í sam-
bandi við þetta efni.
— Teljið þér ekki rétt, að hjón
reyni að koma í veg fyrir að þau eigi
fleiri börn en efni og ástæður l^yfa?
— Jú, ég tel sjálfsagt að efnahag-
ur og ástæður ráði miklu um þetta.
Það er áreiðanlegt að enga foreldra
langar til að eiga fleiri börn en þeir
geta hugsað vel um og alið upp með
góðu móti. Hins vegar verður i
þessu sem öðru að gæta hófs og
getnaðarvarnir mega ekki ganga út
í öfgar.
— Er mikið um, að konur leiti
læknis í sambandi við varnir gegn
barneignum?
— Já, það hefur verið mikið um
það allan þann tíma, sem ég hef
verið starfandi læknir. Ég er ekki
frá því, að það hafi aukizt í seinni
tíð, en þó hefur það alltaf verið tals-
vert mikið. Annars notar fólk alls
konar varnir, án þess að leita til
læknis. Það má kaupa varnarlyf í
lyf jabúðum, eins og kunnugt er.
— Hvað ráðleggja læknar konum
helzt í þessum efnum?
— Hettur eru mest notaðar og
stautar. Þessar varnir eiga að vera
sársaukalausar, ef þær eru rétt not-
aðar og rétt valdar.
— Eru þessar varnir öruggar?
— Þær geta ekki talizt fyllilega
öruggar og enn sem komið er eru
engin ráð til. Þessar nýju töflur,
sem minnzt er á í greininni, eiga
raunar að vera fast að því öruggar,
en ekki er fullkomán reynsla fengin
fyrir því enn sem komið er.
— Fæst þetta nýja lyf hér á
landi?
— Já, það fæst hér, en er óheyri-
lega dýrt. Ég sá í lyf jaskránni, að
Rætt við Jón
Nikulásson lækni
í tilefni af
meðfylgjandi grein.
50 töflur kosta 1200 krónur, svo að
það er ekki á allra færi að nota
þetta lyf. En eins og fram kemur í
greininni er unnið stöðugt að því að
gera lyfið sem ódýrast og sam-
kvæmt nýjustu fregnum er verðið
mun lægra en það var fyrst.
— Haldið þér ekki, að margt fólk
sé feimið við að fara til læknis í
sambandi við getnaðarvarnir?
— Nei, það held ég ekki. Nú á
dögum er fólk engan veginn eins
feimið í sambandi við kynferðis-
nvál og það var hér áður fyrr. Sum-
um finnst sjálfsagt leiðinlegt að
nota getnaðarvarnir, og kannski er
eitthvað sálræns eðlis í sambandi
við það. Trúarskoðanir koma hér
einnig við sögu. Ég las til dæmis
einhvers staðar nýlega, að kaþólikk-
ar væru mótfallnir þessu nýja lyfi
í Bandaríkjunum.
— Eru Bandaríkjamenn fremstir
í rannsóknum á þessu sviði?
— Ég þori nú ekkert að fullyrða
um, hverjir séu fremstir, en Banda-
ríkjamenn eru oft fljótir til að skrifa
um flest mál. Það virðist fátt um
leyndarmál hjá þeim eins og kunn-
ugt er. Þeir gera flest opinberlega.
— Hvað getið þér sagt okkur um
ákveðin frjósemistímabil hjá kon-
um?
— Þessi tínvabil eru breytileg eft-
ir því hve langt er milli tíða og það
er ekki hægt að taka fyllilega mark
á þeim, nema konan hafi reglu-
legar tíðir. Tímabilin eru langt frá
því að vera örugg. Það lítur út fyrir,
að egg losni ekki alltaf einu sinni í
mánuði, eins og álitið var, heldur
getur það gerzt oftar. Það getur ver-
ið hjálp í því að fara eftir þessum
tímabilum, ef rétt er að farið, en
það er ekki hægt að treysta þeim
fyllilega.
— Teljið þér ekki, að unglingar
þurfi að njóta betri fræðslu um kyn-
ferðismál?
— Jú, það væri ekki vanþörf á
því. Það getur verið mjög hættu-
legt þegar unglingar fá fræðslu sína
um þessi mál frá slæmum heimild-
um, kannski hver frá öðrum eða
beint af götunni. Hins vegar er
fræðsla um kynferðismál vanda-
samt verk og þarf að vera í góðra
manna höndum, ef vel á að vera.
Kynfræðsla er að sjálfsögðu þáttur
Framh. á bls. 29.
Eitt þeirra vandamála, sem krefjast
úrlausnar í framtíðinni, er offjölgun
mannkynsins. Raunar er þetta vanda-
mál jafngamalt mannkyninu, og ýmissa
ráða hefur á öllum öldum verið leitað,
til þess að stilla mannfjölguninni í hóf,
eftir því sem efni og ástæður kröfðust
hverju sinni.
Meðan drepsóttir, hallæri og náttúru-
hamfarir gerðu sitt til þess að takmarka
offjölgun fólksins, var þörfin á tak-
mörkun barneigna ekki eins aðkallandi
og nú, þegar sigrazt hefur verið á þess-
um vágestum.
Á seinni árum er offjölgunarvanda-
málið æ meir orðið raunverulgt um-
hugsunarefni, og takmörkun barneigna
hefur um alllangt skeið verið viðfangs-
efni vísindamanna. En málið hefur ekki
reynzt eins auðleyst og ætla mætti, og
viðeigandi lausn er enn ekki fundin.
Þær kröfur verður að gera til lyfja,
sem nota skal til getnaðarvarna, að
þau séu auðveld í notkun, örugg vörn
gegn getnaði og um fram allt skaðlaus.
Nýlega hafa tvær lyfjaverksmiðjur í
Bandaríkjunum, G. D. Searle & Co. í
Chicago og Parke Davis & Co. í Detroit,
sent á markaðinn töflur, sem konan tek-
ur inn eftir ákveðnum reglum. Heita
þær Enovid og Norlutin. Enovidtöfl-
urnar innihalda efni, sem á vísindamáli
kallast norethynodrel, en Norlutintöfl-
urnar efnið nrethindron (einnig kallað
norethisteron). Efni þessi eru unnin úr
rótum barbascojurtarinnar, sem er
skyld liljublómunum og vex í Mexico
og öðrum hitabeltislöndum. Þessi tvö
efni eru í öllum aðalatriðum eins og
eggjastokkahormón sá, er kallast pro-
gesteron og stjórnar tíðablæðingum
kvenna og varnar egglosi. Hefur lyfið
reynzt örugg getnaðarvörn og hefur
engin teljandi óþægindi í för með sér,
en það er mjög dýrt enn sem komið
er, þó má gera ráð fyrir því, að hægt
verði innan skamms að stilla verðinu svo
í hóf, að sem flestar konur geti veitt
sér það.
Fyrir 10 árum var dr. Gregory Pinc-
us, yfirmaður rannsóknardeildar í
Warcester Foundation for Experimental
Biology að gera tilraunir á dýrum í því
skyni að rannsaka frjósemi þeirra. Not-
aði hann til þess gervihormon, sem kall-
ast prógestin. Þetta efni hefur svipuð
eða sömu áhrif og hinn kvenlegi kyn-
hormón progesteron. Árangurinn af
þessum rannsóknum leiddi til þess, að
hann sneri sér til dr. Johns Rock, pró-
fessors í kvensjúkdómum við Harvard
háskólann í Boíston. Próf. Rock lét þá
konur, sem verið höfðu ófrjóar, taka
progesteron á hverjum degi í 20 daga
mánaðarins, og hélt hann þessu áfram
um fjögra mánaða skeið. Kom þá í ljós,
að hormón þessi kom í veg fyrir egglos,
en jafnskjótt sem hann lét þær hætta
að neyta lyfsins urðu margar þessara
kvenna barnshafandi.
Progesteron er of dýrt lyf til þess að
hægt sé að nota það að staðaldri. Pincus
og starfsbræður hans komust seinna að
16 fXlkinn