Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 21
stúlkunnar. „Þú vilt láta mig smella nokkrum myndum hérna í stofunni.. . Þér eigið fallegt heimili, herra Kandell.“ „Cornell,“ leiðrétti húsbóndinn. „O. K.... Hverju skiptir nafnið. Það gildir einu hvort held- ur er.“ Dave sveiflaði ljósmyndatöskunni sinni af öxlinni og sett- ist á hækjur í þessar einkennilegu stellingar, sem blaðaljós- myndararnir nota þegar þeir ætla að taka mynd. Hann sneri sér að sófanum, sem Terry sat í. Ungi risinn aðvaraði hann. „Sitjið þér bara kyrr,“ sagði Dave. „Þér spillið ekki mynd- inni að neinu ráði. Það er sófinn og málverkið bak við yður, sem ég ætla að ná í.“ „Ég vil ekki láta taka mynd af mér,“ sagði Terry og roðn- aði. Hann setti frá sér glasið. „Hvað er þetta eiginlega? Vit- lausraspítali? Opnaðu dyrnar, Cornell, ég fer út!“ „Með þessa 7000 dollara?“ sagði Helen hvasst. „Það er bara eitt, sem mig langar til að vita fyrst.“ „Ekki hjá mér,“ hreytti Terry út úr sér. „Opnaðu dyrnar, Cornell." Terry bar höndina fyrir andlitið til þess að hann þekktist ekki á myndinni. En blaðaljósmyndarinn þekki þess háttar og stillti vélina. „Ég hef ekki hugsað mér að eiga helmingafjárlag við neinn,“ sagði Terry og beit á jaxlinn. „Vertu ekki þarna fyr- ir mér!“ Með einhverju móti hafði honum skilizt, að þarna væri ekki allt eins og það ætti að vera. Hann hafði haldið, að þetta væri vinstúlka Cornells — nú; það var auðvitað hægt að af- saka Það. En undir eins og blaðljósmyndarinn kom til sög- unnar kom einhver fiðringur í hann allan. Honum kom ekk- ert við hvað Cornell, það flón, flækti sér í. En sjálfur vildi hann ekki eiga neitt á hættu. Hann hafði staðið upp og stóð nú álútur, eins og hnefaleikari, sem er viðbúinn í leik. „Þessir 7000 dollarar eru þóknun fyrir að hafa kveikt í verzlun Cornells,“ sagði Helen. „Við verðum að fá að vita, hverjir samverkamenn hans eru.“ Terry leit hægt við. Það kom bros á allt andlitið. „Þetta er prýðilegt, systir. Nú ertu í essinu þínu. En ég hef ekki hugmynd um hvað það er, sem þú ert að blaðra. Cornell, fornvinur minn, skuldaði mér sem sé 7000 dollara fyrir skinn, — þér heyrðuð það víst sjálf áðan? ... Nú, þetta er nefnilega rétt.“ „Þér komizt ekki lifandi héðan með peningana,“ sagði Dave Dott og andvarpaði. „Það er vörður við allar útgöngu- dyr héðan.“ Hann leit á Cornell frá hlið til þess að sjá hvaða áhrif þessi athugasemd hefði á hann. Ef til vill var hann heldur fölari en áður, en annars var ekki neinn mun að sjá. „Þið hafið veiklað hugmyndaflug, bæði tvö,“ sagði Corn- ell fyrirlitlega. „Farðu bara, Terry, ég skal koma vitinu fyr- ir þau.“ Hann benti Terry, svo lítið bar á, á dyrnar, sem vissast væri að nota. „Gott og vel, Ben,“ sagði risinn. „Farið þið til fjandans.“ Hann tók viðbragð og vatt sér bak við skrifborðið og tók í hurðarhandfangið. En Dave Dott hafði séð fyrir hvað verða mundi. Hann þreif eitt hálffulla viskíglasið og skvetti úr því framan í Cornell kaupmann. Það svíður nefnilega illilega undan óblönduðu viskí. Og í sama vetfangi var Dave Dott kominn bak við skrif- borðið. Hann sá Terry hlaupa gegnum svefnherbergið og klofa út um gluggann. Þegar hann kom þangað var Terry kominn í brunastigann utan á húsveggnum. Dave sveiflaði sér út um gluggann og hljóp upp brunastigann á eftir Terry. Hann var rétt kominn á hælana á honum. Dave furðaði sig mest á að Terry skyldi ekki skjóta. Blaðaljósmyndarinn gerði sér ljóst, að þessi maður mundi hafa fengið refsingu einhvern tíma áður. Menn, sem eiga von á ævilöngu fangelsi ef þeir gera eitthvað af sér aftur, eru vanir að fara varlega. Terry hljóp sem fætur toguðu fram flatt húsþakið. Hann var kloflengri en Dave Dott og dró því undan honum. Og svo var ekki vel bjart. Það var ekki snjógangur eins og kvöld- ið áður, en það var ekki nema daufur bjarmi, sem barst þarna upp til þeirra frá ljósunum á götunni. Við og við sá Dave móta fyrir Terry eins og í þoku, er hann kom nærri þakbrúninni. Og nú hvarf hann bak við horn á yfirbyggingu yfir einn stigann upp á þakið. Blaðaljósmyndarinn flýtti sér þangað. Þegar hann kom fyr- ir hornið sá hann að flóttamaðurinn var horfinn. Þetta var merkilegt! Hann hafði nefnilega ekki heyrt skella í hurðinni. Hann tók í lásinn og rykti í. Hurðin var læst. Hann stakk höndunum í vasana á vetrarfrakkanum og fór að athuga þakið. Er hann hafði gengið nokkur skref nam harni staðar allt í einu. Þarna var eitthvað, sem ekki var eins og það átti að vera. Dave Dott rak upp undrunaróp .. . Ben Cornell hafði tekið klút upp úr vasa sínum. Hann þurrkaði sér um augun, en sviðinn var slæmur ennþá. „Þér ættuð að fara fram í baðherbergið og þvo augun úr heitu vatni,“ sagði Helen, en ekki var nein vorkunnsemi í röddinni. „Þá gætuð þér forðað yður á meðan,“ sagði hann óðamála. Hann gekk að skrifborðinu og dró út skúffu. Augnabliki síð- ar glampaði á Browning-skammbyssu hjá borðlampanum. „Ég hef geymt þessa hérna í mörg ár, til þess að nota hana — á síðasta augnabliki,“ sagði hann, og það var æðisgengin örvænting i fasi hans, svo að hrollur fór um hana. „Þetta er forvitni og óvarkárni yðar að kenna,“ sagði hann svo. „Upp frá þessari stundu eru örlög okkar beggja óhjákvæmilega tvinnuð saman. Þar sem ég fer, farið þér líka...“ „Þér eruð brjálaður,“ sagði Helen hljóðlega. „Ekki vitund,“ svaraði Cornell. „En hins vegar eruð þér það, úr því að þér slettið yður fram í málefni, sem alls ekki koma yður við. Þér hefðuð átt að sneiða hjá þessu...“ „Það eru álög á blaðamönnum og njósnurum, að komast að því, sem aðrir reyna að leyna,“ sagði Helen blátt áfram. „Er það?“ Cornell fnæsti fyrirlitlega. „Þá eruð þér víst viðbúin því að taka afleiðingunum?“ „Vitanlega,“ hvíslaði Helen. Hún skildi hann ekki fylli- lega, en þessi maður hafði auðsjáanlega tekið ferlega á- kvörðun. „Komið þér með mér fram í baðklefann... Ég skal lofa yður að baða á mér augun, úr því að yður finnst Það svona nauðsynlegt.“ „Sjálfsagt,“ sagði Helen og stóð upp. Þegar hún hafði þvegið á honum augun sagði Cornell, hót- andi: „Ég tek dótið mitt saman undir eins. Þér verðið að kaupa eftir hendinni það sem þér þurfið í ferðalaginu." „Hvað eigið þér við?“ spurði Helen og hnyklaði brúnirnar. „Engin ólíkindalæti,“ sagði skinnvörukaupmaðurinn og hló. „Yður fer það ekki vel og auk þess er engin þörf á því. Þér höfðuð reiknað út að ég hefði fallið fyrir freistingunni og látið kveikja í verzluninni minni. Nú skiljið þér víst, að þér hafið eyðilagt allt fyrir mér? Mér er nauðugur einn kostur að flýja.“ (Framh.). Með einhverju móti hafti hommi skiiizt, að þarna væri ekki allt með felldu. Hann haföi haldið, að þetta væri vínstúlka Cornells, en þegar Ijósmyndarinn kom, fór hann að gruna margt... FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.