Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 17
Jón Nikulásson læknir þýðir og endursegir grein um
VARNIR GEGW
BARNEIGNUM
því, að norethynodrel hafði sömu áhrif
og prógesteron, þó gefið væri í mun
smærri skömmtum. Þeir Pincus, Rock
og dr. Edris Rice-Wray í Puerto Rico
gerðu nú víðtækar rannsóknir með lyf-
inu á konum fátækrahverfanna í San
Juan. Af 838 konum, sem neyttu lyfs-
ins, urðu aðeins 16 barnshafandi meðan
á tilraununum stóð, en þfeer höfðu
allar svikizt um að nota lyfið reglulega.
Nokkrar af konunum hættu við með-
alið, af því að þær vildu gjarnan eign-
ast börn. Þær urðu þegar í stað barns-
hafandi.
Lyfjaverksmiðjan G. D. Searle í
Chicago sendi á markaðinn norethyn-
odreltöflur árið 1957 undir nafninu
Enovid. Átti að nota þær við óregluleg-
um tíðablæðingum og til þess að koma
í veg fyrir yfirvofandi fósturmissi. í
maí 1960 fól Food and Drug Admini-
straton verksmiðjunni að framleiða
Enovid sem varnarlyf gegn getnaði.
Reyndist lyfið vel og olli konunum
engum verulegum óþægindum. Stöku
kona kvartaði þó um óverulegan flök-
urleik fyrst í stað, en það hvarf, þegar
farið var að nota lyfið að staðaldri. Að-
alókosturinn við meðalið er kostnaður-
inn. Hver tafla kostaði sem næst 20 kr.
íslenzkum, og 1 tafla á dag í 20 daga
mánaðarlega neraur um það bil 400
krónum á mánuði. Síðan hefur verðið
farið lækkandi, enda hefur komið í ljós,
að minnka má skammtinn um helming
frá því sem upphaflega var til ætlazt.
Er nú svo komið, að mánaðarskammt-
urinn fer ekki yfir 150—160 kr., og gert
er ráð fyrir, að enn megi lækka verðið
til muna.
Ef til vill eru hormónalyfin þó ekki
hin endanlega lausn á þessu máli. Sá
möguleiki er fyrir hendi, þó enn sé að
líkindum langt að bíða þess, að takast
megi að gera konuna ónæma fyrir kyn-
frumum mannsins eða öfugt, svo að egg
og frjó nái ekki að sameinast, en verki
eins og mótefni hvort á annað. Dr. Al-
bert Tyler, próf. í fósturfræði við Cali-
fornia Institute of Technology, hefur
tekizt að framkvæma þessa hugmynd á
músum, rottum, ígulkerum og nautpen-
ingi. Bróðir hans, dr. Edward Tyler, er
að gera tilraunir með lyf, sem enn er
haldið leyndu. Er það tekið inn og á
að koma í veg fyrir að sæðisfrumur
myndist hjá manninum.
Þar eð öll hormónalyf hafa gagnger
áhrif á alla starfsemi líkamans, má
gera ráð fyrir, að enn líði alllangur
tími, þar til úr því fæst skorið, hversu
öruggt lyfið reynist, sé það notað til
langfram. Progestin virðist auka frjó-
semina, sé þess neytt skamma stund.
i
V