Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 30
Til sjós - Frh. af bls. 8. Oddeyrartanganum, og tveim árum sið- ar var hún orðin svo umfangsmikil, að ég varð að vera í landi á sumrin. — Það er sagt, að síldarsöltun hafi alltaf verið happdrætti? — Ég var alltaf heppinn með söltun- ina. Til dæmis 1919. Þá var ég laus við alla mína síld, þegar verðfallið skall yfir. BÓNDI í SVEIT. — Ég seldi Sjöstjörnuna 1942. Var búinn að fá nóg af þessu og orðinn þreyttur. Hin skipin nokkru áður. Hugð- ist líka hafa nóg fyrir mig að leggja. Þá keypti ég jörðina Knararberg i Kaupangssveit og hóf búskap. Okkur hjónin hafði lengi langað til að búa í sveit og þótti það gaman. Ég kom mér upp fallegum fjárstofni, og þú mátt trúa því, að ég var svolítið hreykinn, svona með sjálfum mér. þegar þeir voru að koma, bændurnir úr nágrenninu, og skoða féð. Fyrir nokkrum árum hætti ég samt búskapnum og flutti hingað í Strand- götuna, en þetta hús byggði ég árið 1920. — Þú ert ánægður, þegar litið er til baka? — Já, ég var alltaf heppinn, en ég hefði auðvitað borið meira úr bítum hefði ég ekki treyst á gildi krónunnar okkar. Ég var nýbúinn að selja skipin og útgerðina, þegar gengisfellingin varð og tók bróðurpartinn af því, sem maður ætlaði sér til elliáranna. A •*»**-> I /O — Nú getur hann sjáljur náS sér í vatn í nótt. Þrjátíu stiga frost. 30 FALKINN — Þú stundar útgerð ennþá? — Ég á trillu, svona mér til gamans. Hef silunganet hérna inn við Bakkann að austanverðu. Stundum hef ég líka fiskigildru, og bá nota ég bátinn, sem liggur þarna úti á Pollinum. í FÁRVIÐRI Á SKJÁLFANDA. — Gaman væri að fá frásögn af ein- hverju, sem þér er minnisstætt frá sjó- mennskunni. — Þaðan er vitanlega margs að minn- ast. Ég minnist til dæmis þegar við vorum haustið 1922 við kolaveiðar á Skjálfandaflóa. Við vorum þarna þrjú skip, Sjöstjarnan, sem ég var með, og tvö önnur sem voru mér áhangandi, Báran og Hvítanesið. Við veiddum í snurvoð og ég ætlaði að sigla með afl- ann til Bretlands á Sjöstjörnunni. Veð- ur hafði verið sæmilegt, og við lágum þarna skammt hver frá öðrum. Um klukkan fjögur einn morguninn rýkur hann upp á hánorðan, og það skipti engum togum, að á svipstundu var komið fárviðri. Ég lét hífa upp í snatri og tók stefnu á Flatey. Dimmt var, er við komum undir Flatey og ég lét varpa út öðru akkerinu, hélt það myndi halda, en veðurofsinn var svo mikill, að skipið rétti sig ekki einu sinni, heldur flat- rak. Við hífuðum upp og sigldum alveg upp undir eyjuna og létum nú bæði akkerin falla samtímis. Til hinna skip- anna sáum við ekkert, en ég gerði ráð fyrir að þau hefðu leitað hafnar á Húsavík. Veðurofsinn stóð fram yfir hádegi og fram eftir degi var versta veður, en um kvöldið var orðið svo lygnt, að við hífðum upp og sigldum til Húsavíkur. Þegar við komum þangað, sáum við hvar Hvítanesið lá í fjörunni, brotið í spón. Dálítið frá lá Báran líka í sand- inum, en óbrotin með öllu. — Björguðust áhafnirnar? — Já, það gekk vel að koma þeim í land. Við náðum Bárunni líka út og það var gert við hana. — Þú manst eflaust eftir einhverjum skemmtilegum og skrítnum mönnum til sjós í gamla daga. — Oddur sterki af Skaganum var með mér í Þrjár síldarvertiðir á Bár- unni. „Bezti karl, hann Stebbi á Bár- unni,“ var haft eftir Oddi. Hann var duglegur sjómaður og mér líkaði vel við hann. Það varð að fara vel að Oddi, því hann var æði uppstökkur. Margir kvörtuðu undan því, hve drykkfelldur hann væri, en ég hafði ekkert af því að segja. — Hvar telur þú þig hafa verið hætt- ast kominn? — Ég var einu sinni skrambi grunnt, þó allt færi vel. Það var á Helenu. Við vorum að fara vestur og vorum að fara fyrir Skaga. Á var norðaustan stórhríð, og mér taldist til, að við vær- um komnir fyrir grunnið. Samt lét ég reka og fór varlega. Allt í einu sjáum við hvar brýtur fyrir framan skipið. Við hálsuðum yfir og um leið og aftur- seglið kom yfir, snerist skútan og upp með fokuna og skipið rétti sig og tók skrið út fyrir boðann. í BLÍÐU OG STRÍÐU. — Þú sagðist hafa staðfest ráð þitt 1915? —■ Já, það er rétt. Og í því kemur frúin, Gíslína Frið- riksdóttir inn í stofuna. Eftir fortölur fellst Stefán á að segja frá ferðinni, sem ennþá stendur þeim báðum svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. — Haustið 1914 var margt síldarfólk hér nyrðra, sem hafði unnið hjá okkur Ásgeiri um sumarið. Ferðir voru strjál- ar, og þar sem við þurftum líka að koma síld suður, var ákveðið að ég færi á togaranum Helga magra suður, og með skipið Lesley í eftirdragi, en það hafði öxulbrotnað í lok vertíðar- innar. Margt skólafólk var hér líka, sem þurfti að komast suður, og maður hafði ekki nokkurn frið fyrr en allt var orð- ið fullt af fólki, bæði skipin. Héðan frá Akureyri sigldum við til ísafjarðar og skiluðum þar miklu af fólkinu. Rétt áður en við fórum frá ísafirði var ég beðinn fyrir tvær stúlkur til Reykjavíkur. Önnur var Gíslína. Við höfðum kynnzt lítillega nokkru fyrr, en í þá daga varð nú allt slíkt að fara leynt. Gíslína var foringi í Hjálpræðis- hernum og starfaði á ísafirði, en hafði fengið skipun um að koma til Reykja- víkur og starfa þar. Okkur er það báðum minnisstætt enn- þá, þegar við sigldum út Djúp. Það var um kvöld. Veðrið var svo dásam- lega gott, eins og það getur orðið feg- urst. Stafalogn og tunglsljós. Við hittumst niður á dekki. Við fund- um eflaust bæði, að við þurftum mikið að tala saman og settumst á kistu á þilfarinu. Skipin skriðu með drjúgum skrið út Djúpið. Tunglskinið speglaðist í öldufallinu og myndaði silfurveg til lands. Öll náttúran skautaði sínu feg- ursta. Fyrir Vestfjörðum var sama stafa- lognið og enn sátum við tvö á kistunni á þilfarinu og töluðum saman. Ég man það eins og það hefði skeð í gær, að þegar við vorum fyrir opnum Dýrafirði tókumst við í hendur og hétum hvort öðru ævilangri tryggð. Þegar við komum suður fyrir Jökul fengum við hvassa sunnanátt og ég var hálfhræddur um Lesley, að hún mundi slitna aftan úr með allt fólkið. Allt fór samt vel og við komumst til Reykja- víkur. Vorið eftir fórum við brúðkaupsferð- ina okkar frá Reykjavík til Akureyrar. Þá var ís fyrir Norðurlandi og við vor- um viku frá ísafirði til Akureyrar. Við giftum okkur hér 17. júní 1915. Og hjónin, sem giftu sig 17. júní 1915, sitja saman í sófanum og líta hvort á annað. Þau brosa og í brosi þeirra er sá ylur og sú hamingja, sem hefur enzt þeim alla tíð í blíðu og stríðu og sem endast mun þeim ævilangt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.