Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 27
LITLA SAGAN:
RYÐGUÐ
REIÐHJÖLA-
LUKT
Ekki fór sem bezt orð af Smithers
gamla. Lögreglan vissi að hér fyrir
eina tíð hafði hann keypt og selt stolna
muni og rakað saman fé á viðskiptum
við bófa. En aldrei hafði tekizt að sanna
þetta á hann, og nú naut hann ellinnar
og auðsins í húsi sínu utanvert við borg-
ina og var hættur að verzla. Hann kom
sjaldan út og hitti fáa. Gekk undir nafn-
inu „Smithers gamli“.
Einn morguninn tók lögreguþjónn
þarna í hverfinu eftir því að margar
mjólkurflöskur höfðu safnazt fyrir við
dyrnar hjá Smithers gamla. Þær höfðu
ekki verið hirtar, eins og vant var. Lög-
regluþjónninn hringdi dyrabjöllunni
en enginn svaraði. Og þá afréð hann að
Lausn á 19. verðlauna-
krossgátu FÁLKANS
• L 0 e s V £ A\'A • N .
£ A Ct • K E L J 'O S
• B k U A N A R ' K Ö TT
• B J • A K U R
• A_ ■ A • U 6 L AfÁU RlA
• K A í> A L • • /< U L 0 1
L A F A|H E B A . K L £ R
’A L • • • <r A L L _APT L A
S ' <j N Ct l/ LJ-ÍJ £_L\Þ /?
A L L A|'t * J.“5|'A R - / •
r'o l u R • p e / p J> r A
A USA E p • V'/Tr
A t; M r|/? I<[f_ ■ A ■ 'J O r
AN-KRÖFTU m|A ^ u
AN S A R\T J A RA
4 l/ T T • L ^ 5/A N ATA R
. R Ö A . u *?|s <ejA/ 'A P •
Geysimargar lausnir bárust við verð-
launakrossgátu nr. 19. — Verðlaunin
hlýtur Ragnar Jóhannsson, Öldugötu
1, Hafnarfirði. Rétt ráðning birtist
hér að ofan.
Smitliers gamli lá
steindauður á gólf-
inu ... og peninga-
skápurinn opinn og
tómur_____
brjótast inn. Þegar hann leit inn í stof-
una sá hann hvernig komið var. Smith-
ers gamli lá steindauður á gólfinu; hann
hafði verið myrtur og peningaskápur-
inn stóð opinn og tómur. Samvinna hans
við glæpahyskið hafði orðið honum að
falli . ..
Rannsóknarmenn lögreglunnar komu
á vettvang og sáu fljótlega að þarna
höfðu slyngir ránsmenn verið að verki.
Þeir höfðu ekki skilið neitt eftir sig,
sem gat gefið lögreglunni vísbendingu.
Engin fingraför, engin morðvopn. Smith-
ers hafði verið skotinn á stuttu færi með
hlaupvíðri skammbyssu. Nú var leitað
til Scotland Yard, en snillingarnir þar
hristu höfuðið.
Það eina; sem hugsanlegt var að
gæti gefið vísbendingu var gömul, ryðg-
uð reiðhjólslugt..
Hvaða sönnunargildi hefur þess kon-
ar skran haft? Gat lögreglan snúið sér
til milljónanna í London og spurt hver
ætti gripinn? Jú, mennirnir frá Scot-
land Yard vildu reyna það.
Fyrst var talað við alla framleiðendur
reiðhjólslugta. Og von bráðar var því
slegið föstu, að þessi lugt hefði undan-
farið verið notuð af krökkum, til að
leika sér að. Og þá líklega af krökkum
í fátækrahverfunum. Nú voru sjö ára
synir njósnaranna teknir í uppljóstrun-
arstarfið og fóru með feðrum sínum á
barnaleikvelli fátækrahverfanna. Strák
arnir skiptust á um að hlaupa milli
hinna krakkanna með ryðguðu luktina
til að láta sem flesta sjá hana, en feð-
urnir héldu vörð álengdar fjær. Þannig
leið dagur eftir dag, en enginn þekkti
lugtina. Þetta virtist ætla að verða
árangurslaust.
Allir barnaleikvellirnir voru raktir
hver eftir annan með þessum hætti og
strákar njósnaranna hjálpuðu feðrum
sínum.
En allt í einu gerðist það, sem Scot-
land Yard hafði vonað. Einn njósnara-
strákurinn var að sparka luktinni eins
og bolta eftir götunni, fyrir utan leigu-
hjalla í fátækrahverfi þegar mjög ó-
hreinn strákur úr húsinu kemur hlaup-
andi og grípur hana.
— Ég á þessa lugt! hrópaði hann. —
Ég á hana ... Sjáðu. Heldurðu að ég
þekki hana ekki. Þeir stálu henni frá
mér ...
Njósnarinn var fljótur til að gefa sig
fram. Og svo fóru allir þrír heim til
stráksa. Móðir hans rak litla matsölu,
og hún staðfesti að drengurinn hennar
ætti lugtina og að hann hefði leikið
sér að henni lengi. Scotland Yard-mað-
urinn spurði hve langt væri síðan lugt-
in hefði horfið og hverjir hefðu átt
heima í matsölunni þá. Þetta var ljóst
í fyrstu, en loks mundi konan, að raf-
virki og gaslagningarmaður höfðu flutt
úr matsölunni um sama leyti sem lugt-
in hvarf. Þeir höfðu verið mjög sam-
rýmdir. Kannske höfðu þeir stolið lugt-
inni?
Lögreglan hélt áfram að rekja þenn-
an þráð. Nú voru allir rafvirkjar og
gasmenn athugaðir, bæði í skrám lög-
reglunnar og atvinnuskránum. Og loks
var staðnæmst við tvo menn, sem kon-
an fékk að sjá án þess þeir vissu. Hún
þekkti að þetta voru leigjendur hennar.
En ekki vildi lögreglan taka mennina
að svo stöddu. En hún reyndi að rekja
slóð þeirra og þeir reyndust báðir grun-
samlegir. Það kom á daginn að rafvirk-
inn hafði annast viðgerð í húsi Smithers
rétt fyrir morðið, og við húsrannsókn
heima hjá honum fannst skammbyssa í
fórum hans, með sömu hlaupvídd sem
var á kúlunni, er hafði orðið Smithers
að bana.
Nú þótti málið upplýst. Mennirnir
voru handteknir og játuðu sekt sína eft-
ir stranga yfirheyrslu. Ryðgaða lugtin
hafði ráðið úrslitum.
FÁLKINN
27