Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 11
teikning: HALLDÓR PÉTUR5SDN nefnilega einungis stórhættulegir ná- ungar hafðir til húsa. Svo skeinuhættir voru þeir, að sjálfur myrkrahöfðinginn vildi ekkert hafa saman við þá að sælda. Og Jakob hóf leitina. Horfði vel og vandlega framan í hverja sál, en samt kom hann hvergi auga á óvininn. Hann flýtti sér því aftur upp á yfirborðið, staðuppgefinn. Þá var ekki nema eitt úrræði fyrir hendi, og það var að hlusta á fréttaburð nágrannanna. Aftur örlaði á vonarneista hjá bjart- sýnismanninum Jakobi, og hann hélt í fréttaleit. Og nú varð Jakob einn af þeim hvimleiðu mönnum, sem leggja sig niður við að kíkja á glugga með- bræðra sinna. En það mátti hann eiga samt sem áður, að svefnherbergisglugg- ana lét hann alveg liggja milli hluta. Þá forðaðist hann eins og heitan eld. Svefnkamesið skyldi hver ungur mað- ur forðast, sem á annað borð hafði ein- hverja skynsemisglóru í kollinum, og gerði sér þar af leiðandi einhverja hug- mynd um orsök og afleiðingu! — Eða var það ekki innan svefnher- bergisveggja, sem hann hafði lent í dýr- keyptasta árekstri lífs síns?- Og hjartað í Jakobi sló eitt aukaslag við tilhugsunina. Nei, áhugi hans beindist einungis að eldhúsinu. Þar lagði Jakob eyrun við. Og margs varð Jakob vísari, sem fyllti hann megnri andstyggð. Hjá þeim heið- virðu kaffimaddömum, sem hann komst óboðinn í návist við, var hver einasta Framh. á bls. 28. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.