Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 5
að hinir svokölluðu táning- ar í Vcstur-Þýzkalandi „velta“ árlega um 12 millj- örðum marka? í þessari upphæð eru inni- falin útgjöld vegna nælon- til borgarinnar, verða menn að aka 2700 km leið um al- gera eyðimörk, til þess ais komast þangað.Tvisvar sinn- um í viku hverri koma stór- ar lestir kameldýra með salt, sem sótt er i saltnámurnar við Tauodeii^, fleiri hundrub kílómetra fyrir norðan borg- ina. Saltið er síðan flutt á- fram í sérstökum farartækj- um til Nigerfljóts. Timbuktu er nú aðeins tiltölulega lítil' og menntunarsnauður bær, en í gamla daga var þar há- skóli, sem veitti háskólan- um í Cairo harða samkeppni. sokka og annars tízkuklæðn- aðar. Mestur hluti upphæð- arinnar fer þó í snyrtidót, grammófónplötur, sígarett- ur, skemmtanir og ótalmargt fleira, sem eldra fólki mun finnast algjör óþarfi og lúx- us. Þess ber þó að geta, að margir unglinganna vinna sér sjálfir inn peninga fyrir sínum óþarfa. ★ að bærinn Timbuktu í Sa- hara lifir nœstum eingöngu af saltframleiðslu sinni? Timbuktu er í suðlægasta hluta Sahara-eyðimerkur- innar, og ef ekki er flogið Einn af betriborgurum þessa bæjar vai að fara í konungsveizlu og var kom- inn í kjól og hvítt og bú- inn að festa á sig allar orð- urnar sínar. Átta ára gamall sonur hans stóð álengdar og fylgdist með föður sínum. — Jæja, er ég nú ekki orðinn fínn? sagði faðirinn og strauk orðurnar á brjóst- kassanum. — Nöj, svaraði strákur. — Heldurðu að kóngur- inn sé fínni? — Kóngurinn? át strák- urinn eftir föður sínum og setti upp hneykslunarsvip. — Nei, hann er nú bara eins og lögregluþjónn og stund- um er hann bara eins og venjulegur maður. — Hver er þá fínn? spurði faðirinn. Augu drengsins ljómuðu af ánægju, þegar hann svar- aði um hæl: — Lúðrasveitarmennirnir! ★ Lifandi vitleysa er betri en dautt snilldarverk. — Bernhard Shaw. /jjIÁoU 1903 lögðu 213 bílar af ýmsum tegundum af stað frb Versölum í kappakstur, og leiðin, sem aka átti, var Par- ís—Madríd. Þessi kappakst- ur tókst hörmulega. Hvers^. mörg mannslíf hann kostaði er ekki vitað með vissu, en svo mörg slys gerðust, að frönsku stjórnarvöldin sáu ástæðu til þess að taka mál- ið í sínar hendur. Stjórnar- völdin höfðu snör handtök og stöðvuðu kappaksturinn í Bordeaux og létu draga bíl- ana aftur til Parísar. Spönsk stjórnarvöld létu málið einn- ig til sín taka og bönnuðu kappakstur innan landa- mæra sinna. Skömmu síðar var kappakstur einnig bann- aður í Frakklandi, Ítalíu, Þýzkalandi og Austurríki. 1743 var slátrarinn John Breeds hengdur í borginni Rye í Suðvestur-Englandi. Breeds hafði verið handtek- inn fyrir lítilvægar sakir og borgarstjórinn, James Lamb, lét varpa honum í fangelsi. Þegar Breeds slapp úr því, nokkrum árum síðar, var hann orðinn eignalaus og ör- snauður maður, og sór þess dýran eið, að hefna sín á borgarstjóranum. Kvöld eitt fylgdist hann með ferðum hans, þar sem hann var að koma af skrifstofu sinni, og ’ hliðarsundi réðist hann á hinn virðulega embættis- mann og stakk hann til bana. En ólánið elti John Breeds. Lamb hafði af tilviljun skip- að annan mann í stöðu sína um tíma, svo að Breeds myrti rangan og alsaklaus- an mann. Breeds var brátt handtekinn, og þegar borgar- stjórinn las upp dauðadóm hans, hrópaði hinn óláns- sami slátrari: „Ég fórmanna- vilt. Það voruð þér, sem ég ætlaði að myrða, og ég mundi gera það nú, ef ég væri ekki í þessum bölvuð- am handjárnum!"

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.