Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 15
AÐ SLEIKJA SÚLSKINIÐ Já, það er enginn vafi á því. Okkur finnst fallegra að vera dekkri á húð og hörund. Náttúrlega ekki eins dökk og svertingjar, heldur hérumbil. Aum- ingja sveitingjarnir, þeir hafa víst ekk- ert gaman af að liggja í sólbaði. En við gerum þetta með gleði. Liggjum marflöt, lokum augunum og teygjum föl fésin mót sólu. Eiginlega finnst mér þetta ekkert þægilegt, þótt konan reki mig til þess af og til. Sumir segja það vera sitt líf og yndi að liggja og sóla sig. Svo má alls ekki sofna, því þá get- ur maður fengið sólsting og dáið. Og skyldi vera nokkuð auðveldara að kom- ast til himna, þótt maður sé brúnn á kroppinn? Aldrei hef ég heyrt þess getið. Sumir eru alveg óþreytandi að ná sér í sól. Þeir fara af stað strax í marz og príla upp á jökla bera til þess að ná sér í smá brúnku. Svo koma þeir til bæjarins og blanda sér inn um þá hvítu og eru alveg eins og Indíánar í kúrekamynd. Og montið í þeim! Svo fer sólin líka að skína í bænum. Þá ganga þeir á götunum með andlitið teygt til himins, svo að sólin nái að skína lárétt á þau. Fyrir kemur, að svona sóldýrkandi ganar beint á ljósa- staur. Þá hlæ ég, ef ég er nálægur. Svo fara þeir í Laugarnar á morgnana og spranga þar um berir. Þið hafið ábyggilega heyrt um þann, sem hafði eldspýtur milli tánna á sér, þegar hann lá í sólbaði. Það gerði hann til þess, að sólin næði að skína milli tánna. í hádeginu er Arnarhóllinn þakinn sóldýrkendum, sem hneppa frá öllu, sem velsæmi leyfir að hneppt sé frá, og hleypa sólinni inn á sig. Svo maka þeir sig í sólolíu, sem er unnin úr hvallýsi. Þegar vinnu er lokið, fara þeir í Nauthólsvík. Ég þekk; einn ungan, giftan mann, sem alltaf fer í Víkina eftir vinnu, og þá konulaus, náttúrlega. Og hann tekur alltaf af sér giftingar- hringinn, — svo hann geti orðið brúnn undir honum. Svo eru það hinir, sem lítið eru fyrir sólböðin. í þeim hópi eru margir, sem ekki geta orðið almennilega brúnir, því brúnkan hleypur öll í kekki, svo það er ekki nokkur mynd að sjá þá. Þeir eru kallaðir freknóttir. Það þykir ekki fínt, að vera brúnn í kekkjum, heldur verður þetta að vera jafnt og fallegt. Sumir þola illa sól. Þeir verða eldrauðir eftir sólbað, síðan stríkkar á skinninu og þeir verða eins og ævagamlar múmí- ur í framan, en svo springur allt í sund- ur og húðin flettist af þeim. Og þeir eru eins náfölir og áður. Þessir menn verða illir og fá sér barðastóra hatta. Eiginlega ættu þeir að vera fæddir Ar abar, því mér er sagt, að þar í lóndum reyni menn að forðast sólargeislana a húðina eins og heitan eldinn, og alfín- ast þyki að vera snjóhvítur. En svo getur komið hroðalegt ba'-b í bátinn. Sólin á það til að láta alls ekki sjá sig heilt sumar, eins 03 395■ -, rigningasumarið mikla, þegar þrjú börn fæddust með sundfit. Þá eru góð ráð dýr, því ekki dugir að láta hugfallast. Ljósalampinn er notaður óspart, svo og brúnumeðul, en þeir, sem meira mega sín, fara til Majorka. Á rigningarsumr- um er ennþá fínna að vera brúnn en ella. Það er af Þvi, hve fáir geta skart- að með hörundið koparlitað. Að sjá brúnan mann á svoleiðis sumri, er ör- uggt merki um óvenjulega þolinmæði við lampann eða Majorkaför. En hinir eru grænir af öfund. En komi óvenjulega sólríkt sumar og allir, sem vilja geti orðiö eitt.hvað dekkn en þeir eiga að sér, þá taka menn minna eftir því og hinir fölu vekja meiri at- hygli. Ég er viss um, að ef sólin héldi nú áfram og skini allan veturinr., þá myndi vera orðið miklu fínna að vera náfölur Þá fer maður að skilja Arabana. Annars held ég nú, að vísindamenn hljóti að fara að finna upp lyf, sem hægt er að sprauta mann með og geti maður þá tekið hinum ýmsu litbreyt- ingum. Þá hættir ábyggileg alveg að þykja fínt að vera brúnn. Það er svodd- an skítalitur. Hugsið ykkur, hve miklu fallegra væri að sjá rau't fólk og grænt eða blátt. Svo gæti muðrr skipt um lit eftir vild. Færi vel á þ ;:í., að mikið væri um fánalitina 17. juní, þ. e. sum- ir væru rauðir, aðrir bláir o. s. frv. Þá þyrfti ekki hálf þjóðin að liggja á jörðinni, þótt sólin skini einn sunnudag. Sjálfur hálfkvíði ég fyrir því í sum- ar, ef sólin lætur mikið sjá sig. En maður verður víst að tolla í tízkunni. En ég er að hugsa um að beinbeita mér á framhliðinni í sumar, því ég varð svo ansi brúnn á bakinu í fyrra. Dagur Anns. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.