Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Síða 23

Fálkinn - 21.06.1961, Síða 23
t Sorgarleikur í höllinni Fyrir nokkrum kvöldum var ég í vinahópi, og ég sagði þeim sögu, sem ég hafði lesið fyrir löngu. Eng- inn vina mina gat sagt mér, hvað hún heitir eða eftir hvern hún er. Getið þér það? Hérna er sagan; Ég hafði óskýrt hugboð um, að það væri eitthvað óhugnanlega leyndardómsfullt og óheillavænlegt við gömlu, frönsku höllina, sem stóð með byrgða glugga og læstar hurð- ir í óhirtum garðinum, og ég reyndi að afla mér einhverrar vitneskju um hana. Mér var sagt, að á sín- um tíma hefði hún verið eign de Merret og konu hans; hann kvað hafa verið uppstökkur og hrokafull- ur, en á hinn bóginn hafði hún ver- ið blíð, guðhrædd og fríð sýnum. í nokkur ár bjuggu þau í sátt og samlyndi, að því er virtist. En dag nokkurn, fyrr en varði, stóð höllin auð — þau sáust aldrei framar í bænum Vendóme. De Merret greifi andaðist skömmu síðar í París, og greifynjan lifði fálát á fjarlægu sveitasetri. Þá komst ég að því, að Rósalia, þjónustustúlkan í kránni, þar sem ég gisti, hafði verið herbergisþerna greifafrúarinnar, og ég lagði hart að henni um að segja mér eitthvað meira. „Það var ákaflega hljótt í höll- inni,“ sagði Rosalia. „Hr. de Merret var mjög heimtufrekur og kröfu- harður, og frúin var niðursokkin í trúarlífið og sat og stóð eins og hann vildi. Hún bar ekki einu sinni við að kvarta sumarið, sem hún var veik, og hann fluttist í svefnher- bergi á annarri hæð, til þess að verða ekki fyrir ónæði vegna sjúk- dóms hennar. Ef til vill var það henni einungis léttir, að geta verið ein í stóru svefnstofunni, en þaðan var útsýni yfir fagran hallargarð- inn og fljótið. í öðrum enda stof- unnar var arinn, og í honum stór, innbyggður skápur, þar sem greifa- ynjan geymdi fatnað sinn. „Meðan greifafrúin var veik, varði greifinn kvöldum sínum í kaupstaðnum, þar sem hann spilaði á spjöld við félaga sína eða ræddi stjórnmál. Um það leyti var margt um Spánverja í Vendóme — voru það stríðsfangar, sem Napóleon keis- ari hafði sleppt gegn drengskapar- heiti. Rosalia hafði einkum tekið eftir ungum, laglegum, spánskum aðalsmanni, sem var ómannblend- inn og fór oft langar gönguferðir á kvöldin.“ „Þegar de Merret greifi kom heim frá kaupstaðnum, fór hann alltaf beint upp til herbergis síns, en haustkvöld nokkurt, er hann kom seint úr félagsskap sínum, skildi hann handlugt sína eftir neðst í stig- anum og gekk eftir hvelfdum stein- ganginum til herbergis greifaynj- unnar. Um leið og hann kom að dyrum, heyrðist honum að skápi greifafrúarinnar væri lokað í flýti; en hún stóð við arininn, þegar hann gekk inn fyrir.“ „Þér komið seint,“ sagði hún ró- lega. í sömu andránni kom Rosalia inn úr forstofunni. Það var þá ekki hún, sem hafði lokað skáphurðinni. Úr svip greifans var fyrst að lesa efa, svo bitra reiði. Rosalia flýtti sér út úr stofunni, en staldraði lítið eitt við, er hún hafði lokað hurð- inni, og hún heyrði hann segja með ískaldri rödd: „Frú, það er mann- vera inni í skápnum!“ Og svaraði hún aðeins: „Nei, herra, það er ekki.“ Hann gekk nokkur skref í áttina að skápnum, en hún gekk í veg fyrir hann: „Ef þér opnið þennan skáp og enginn er þar inni, er öllu lokið okkar í milli!“ Hann leit fast og ákveðið á hana: „Gott. Ég skal ekki opna hann. En hlustið nú á það, sem ég segi: Frelsun sálarinnar og eilíft líf er yður mikilvægt. Sverjið, að það sé enginn í þessum skáp, og dyrnar skulu vera lokaðar framvegis.“ Hann greip krossmark hennar, sem greinlega var gert á Spáni, úr svartviði og silfri. Fullkomlega ró- leg lagði greifynjan hönd sína á krossinn og sagði: „Ég sver.“ „Sendið eftir herbergisþernu yð- ar,“ skipaði hann. Rosalia kom, og hann sagði við hana: „Náið í Goren- flot, múrarann. Látið hann koma með múrskeið, steina og kalk.“ Rosalia þaut af stað, skjálfandi af hræðslu, til þess að framkvæma skipun húsbónda síns. Þegar hún kom aftur ásamt múraranum, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, gaf greifinn fyrirskipanir sínar í miklum flýti: „Múrið fyrir dyrnar á þessum skáp, fljótt og hávaða- laust. Gerðu verk þitt vel, og þig skal ekki framar skorta fé í lífinu — svo lengi sem þú hefur vit á að þegja.“ Hann beið eftir því að múrarinn hæfi vinnu sína. Á meðan kallaði greifafrúin á Rosaliu og bað hana Frh. á bls. 32 Hann greip krossmark hennar og greifynjan lagði fullkom- lega róleg hönd sína á krossinn . . . FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.