Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 28
Bogesen - Frh. af bls. 9. Auk þess sem maður vakir eins og örn yfir hnífapörunum sínum 1 kóngs- veizlum (og er reiðubúinn að verja þau með lífinu sínu), þá er tignarleg værð yfir svona veizlum eða kannski öllu fremur virðulegt slen. Það, sem menn mundu gösla í sig á þremur kortérum heima hjá sér, það verða Þeir að pukra upp í sig á þremur tímum í kóngsveizl- um, virðingar sinnar vegna. Það er langur tími fyrir þann, sem ekkert fær nema heiðurinn. Ég reyndi að stytta mér stundir með því að tala við fólkið sem næst mér sat, en með því að það sá að ég bragðaði hvorki vott né þurrt, þá komst sú saga á kreik, að ég væri jurtaæta af hressingarhælinu í Hvera- gerði og enginn vildi líta við mér. Ég hugsa, að ég hefði orðið vitlaus, ef borðdaman mín hefði ekki lánað mér einglirnið sitt, svo að ég gæti skoðað blaðlýsnar á Panamapálmanum. ■— Héma er faSir, sem vill sjá bamið sitt, — höfum við nokk- urt, sem er vakandi? — Já, ég pantaði meðan þú varst í símanum. 28 FÁLKINN Það leiðir af sjálfu sér, að ég var orðinn býsna framlágur þegar kaffið kom á borðið og líkjörinn. Samt gerði ég boð eftir yfirþjóninum og reyndi að harka út úr honum þó ekki væri nema fingurbjörg af gulllíkjör handa Jóhönnu, svo að hún gæti skrifað það norður. Ég sveigði pálmagreinarnar til hliðar og benti honum hvar Jóhanna sat, en hún var horfin. Ég kallaði eitt- hvað á þýzku til borðherrans hennar, sem hann skildi ekki, og hann kallaði eitthvað á frönsku, sem ég skildi ekki, og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég sá Jóhönnu í anda liggjandi fyrir hunda og manna fótum; kannski var hún veik, kannski var hún dauð. Ég mátti til að fara að leita. Ég skilaði einglirninu, renndi mér niður á gólfið og skreið fram salinn, sömu leið sem ég hafði komið: norður fyrir hljómsveitarpallinn, kringum grænu súluna og beint strik milli fót- anna á Sigurði Nordal. Ég kallaði: „Hó! Hó! Jóhanna mín! Hvar ertu, skepnan þín?“ En ekkert svar. Það var eins og gólfið hefði gleypt hana. Þá voru þjón- arnir ekki par hjálplegir. Þeir ýmist hristu höfuðið þegar ég - spurði hvort þeir hefðu séð þriflega konu á peysu- fötum undir einhverju borðinu, eða spörkuðu í mig, þegar þeir heyrðu, að ég var af þriðja plássi. Ég veit ekki hvað ég hefði gripið til bragðs, ef ég hefði ekki aftur verið svo heppinn að rekast á Brand Guðjóns- son bankastjóra. Hann húkti á gólfinu skjaldbökulengd frá skenkinum og nuddaði á sér hnén. Hann hafði fengið mæónes á skyrtubrjóstið og aftur mátt á klósettið. „Ekki vænti ég að þú hafir séð kon- una mína?“ hvíslaði ég, þegar ég komst til hans. „Jú, reyndar," hvíslaði hann. „Ég var einmitt á leiðinni til þín.“ „Guði sé lof!“ hvíslaði ég. „Hvar er hún?“ „Hún er í handjárnum frammi í fata- geymslu,“ hvíslaði hann, „og sitja á henni fjórir lögregluþjónar.“ Hafi ég nokkurn tíma tekið til hnjánna, þá gerði ég það núna. Það var eins og ósýnileg hönd hefði mig í taumi. Ég skauzt gegnum klofið á tékkneska sendiherranum, renndi mér hnéskriðu milli tveggja forstjórastóla, sentist eins og kólfur undir konsúlaborðið og kraup andartaki seinna skjálfandi af bræði frammi í fatageymslu. Fyrir framan símaklefann gaf að líta óhugnanlega sjón. Jóhanna lá endilöng á gólfinu og fjórir lögregluþjónar héldu henni eins og í skrúfstykki, einn á hverjum skanka. Ég vatt mér að foringja þeirra. „Hvað hefur hún gert?“ hrópaði ég hás af geðshræringu. „Hún reyndi að laumast út!“ hrópaði lögregluþjónninn hás af hæsi. „Þú segir ekki!“ emjaði ég, miður mín af sorg. „Ójú, kall minn!“ skríkti lögreglu- þjónninn ölvaður af kæti. Nú er það þannig með kóngsveizlur, eins og allir vita, að auk þess sem kóngurinn á að koma síðastur, þá á hann að fara fyrstur og svona eins og í fússi, án þess að kveðja kóng né prest nema nánustu vini sína. Það var ekki blöðum um að fletta, að lögregluþjón- arnir höfðu forðað þjóðinni frá stór- kostlegu hneyksli. Ég tók báðum höndum utan um háls- inn á foringja þeirra. „Ég er Albert A. Bogesen í Stjórnarráðinu,“ hvísl- aði ég. „Afjárnið konuna,“ skipaði hann. „Ef ég gæti einhvern tíma orðið yð- ur innan handar . . .“ sagði ég. „Reisið hana á fætur,“ skipaði hann. „Ef það væri eitthvað, sem yður lægi á hjarta . . .“ sagði ég. „Hristið úr henni rykið,“ skipaði hann. „Ef ég mætti með einhverju móti verða yður að liði . . .“ sagði ég. „Æ, látið þér ekkf svona,“ sagði hann og sleit númerið úr treyjunni sinni. „Þetta er ekki neitt.“ Ég tók við númerinu, snaraði mér í frakkann, sem lögregluþjónninn fékk mér, fleygði yfirhöfninni í Jóhönnu og dró hana út á götu. Þegar dyravörðurinn sá mig, gerði hann svo hermannlega honör, að hann brotnaði aftur fyrir sig og hefur legið fyrir dauðanum síðan. Þó var ég argur og leiður. Það er ekkert spaug, að eiga jafn hundheimska konu og Jóhanna er, og það bætti ekki úr skák, að fólk var að koma úr bíó, og þegar það sá mig, þá fór það að hlæja. Fyrst fannst mér það að vísu ekkert skrítið, af því ég var auðvitað í kjól en þegar það byrjaði að elta okkur og halda um mag- ann og veina af hlátri, eins og það hefði aldrei séð skringilegri sjón, þá sá ég að þetta var ekki eðlilegt og sneri mér að Jóhönnu og sagði: „Jóhanna, af hverju er fólkið að hlæja að mér, Boge- sen?“ Og hún sagði sem var, að Bogesen væri í frakkanum af kónginum. DularfuSllt fyrirbrigði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.