Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Page 30

Fálkinn - 21.06.1961, Page 30
Snæfjalladraugurinn — Framh. af bls. 13. klofnuðu, og það sáu þeir, að hóllinn gekk upp og niður undir Galdra-Leifa, sem bátur á bárum.“ En hvað sem þessu líður þá orti Jón lærði við þetta tækifæri haustið 1611 allmergjað kvæði sem nefnist Fjanda- fæla. Ólafur Davíðsson hefur komizt svo að orði að hún sé réttnefnd trúar- játning Jóns að því er snerti hjátrú og hindurvitni. Er þar fyrst frá því greint að. guð skapaði einglana í upphafi, síð- an; hversu hinn voldugasti þeirra, Lúsí- fer, gerði uppreisn móti guði. Síðan er hinn margvíslegasti fróðleikur um járðdjöfla, drauga, loftanda og annan þesskonar lýð sem situr um að kvelja mennina. Nokkuð er þai- og um huldu- fólk og eðh þess. — í öðrum hluta Fjandafælu segir frá því er djöfullinn freistaði Evu; og Krists í eyðimörkinni; ogfhversu hann lokkaði Gyðinga til að krossfesta Krist; og hversu Kristur batt djöfulinn með tilstyrk einglahers. — í síðásta hlutanum eru „skammir um djöf- ulinn“, þar sem Jón óskar þess að hann færist fimmtán palla niður við vísurn- ar. Hér skulu sýndar nokkrar vísur úr inngángi Fjandafælu: Jesú dreyra dauða, og pín sem dregur oss frá grandi, set ég á milli mín og þín, myrkra styrkur andi. Fyrst mig lystir fræði viðr fussa að glyssu gormi. Hýddur, níddur hann sé niðr í heitum vítis stormi. Við höfum skratti, skakazt á skjótt um margar stundir, kynni þessi kvæða skrá kjaft þinn skella undir. Skal það okkar skilnaðarbréf skjótt að græðarans vitni, við óvin laus fyrir utan ef, ei það sáttmál slitni. Það mun nú almennt talið að draugsi hafi eitthvað látið sér segjast við á- drepu þessa, en árið eftir, 1612, er Jón lærði enn að særa á Snæfjöllum. Yrkir hann þá mikið kvæði, sem ber virðu- lega yfirskriftina: snáfjallavísur hinar síðari, í móti þeim síðara gangára á Snæfjöllum 1612. Ber líklega að skilja það svo, að annaðhvort hafi draugsa skotið upp aftur eða þá að hér sé átt við síðari árann í þjóðsögunni hér að framan, jafnvel báða. Kvæði þetta er 29 laung en þó mislaung erindi í 13 köflum og inniheldur frá upphafi til enda með ýmsum tilbrigðum saman- tvinnaðar svívirðingar um árann og nóta hans; prófessor Jón Helgason hef- ur sagt að það minni á alþingiskantötu en sé að vísu miklu rammara og and- heitara. En Snöáfjallavísur hinar síðari munu vera rammasta særingakvæði sem til er á íslenzkri túngu, og er þetta upphaf að: Far niður, fýla, fjandans limur og grýla; skal þig jörð skýla, en skeytin aursíla; þú skalt eymdir ýla og ofan eftir stíla, vesall, snauður víla; þig villi óheilla brýla. Blóðug Jesú, blíð og rauð blessuð undin varma reki og hreki hið raga gauð og remmu gorminn arma. — Vissi ég ekki — þetta er ódyrari tegundin! Bind ég þig til basta, bróðir steinkasta, lygifaðir lasta, laminn í eymd hasta; ligg þú í fjötri fasta um fjögur þúsund rasta; þar skal bistur brasta í bölmóð heitasta. Búkur strjúki burt vakur, bolur óþolur, í holur, marður, barður, meinsærður meltist, smeltist, fráveltist; dökkur sökkvi djöfuls skrokkur í dimmu stimmu þá rimmu; okaður, slokið illskuhrak hjá öndum, þeim fjöndum, í böndum; nísti hann svo niður nálægur kliður, skemdur, hrifinn, skrykktur, hnykktur skammar limur og liður fyrir orðanna hniður og ummælanna sniður. Fúli fjandans bolur fari í vítis holur; angrist æ óþolur hinn aumi heljar kolur; þær flæmist argar fýlur um fjögur þúsund mílur, skrattans skemmdar grýlur skreiddist frá með ýlur. Skemmdur skammar limur, skrattanna þrunginn þrymur, verði á vondum svimur, víktu frá harka hryrnur; stríðdjöfull bölvaður, steinkasta bróðir, steypjst ofan í vellanda vimur. Springi nú fyrir þrenningina þeir og þrýstist niður úr leir, þrádjöflar þessir tveir, þar á ei auki meir, þaðan af enginn í þeirra stað komi; þjóðin aldrei af þeim sjái örmul, mynd eða óhreinan seyr. Gangdjöflar burt búizt frá byggð Snáfjalla snúist, hart að helormar þrúgist, heit staðfastleg trúist, við heilagt blóð Jesú legg ég að það ráð og ríki óhreinna anda eyðist, rýist og rúist. Þau bannskeytin brotni 1 smátt, sem brögðóttir smíða þrátt djöflarnár dag sem nátt, þeir dreifist í hverri átt fyrir blóðuga Jesú sæla síðu, séu þeir allir alsærðir, yfirstignir; vor æðstur Emanúel eyðileggur allan þeirra mátt. Þessar glefsur úr kvæðinu ættu að gefa ofurlitla hugmynd um sérkenni þess. Enda á draugurinn (eða draug- arnir) að hafa látið sér segjast við þess- ar aðgerðir. Þegar Jón hafði imnið þenn- an sigur orti hann þriðja kvæðið, er hann kallaði Umbót eða Friðarhuggun. Þar lauk yfirgangi Snæfjallareim- leikans, en þó hlauzt nokkurt frekara umstáng af starfa Jóns lærða. Árið 1615 var hann flæmdur af Vestfjörðum, mest fyrir að hafa liðsinnt Spánverjum þeim er drepnir voru þar með harla ófögrum hætti, svo illræmt hefur. Hraktist Jón eftir það víða, m. a. á Snæfellsnes og bjó þar leingst á Hjallasandi. Var í almæli að þar veitti hann úngum mönnum til— sögn í kukli og hlaut hann mörg óþæg- indi af því sem reyndar laungum um sína hrakningsævi. Nú stóð svo á að á Staðastað sat Guð- mundur Einarsson prófastur. Árið 1626 barst sonum í hendur skrifað plagg. Það var Fjandafæla. Guðmundur prófastur fylltist heift og fyrirlitningu á þessu mergjaða kvæði, tók sig til og skrifaði mikið rit 30 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.