Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Síða 31

Fálkinn - 21.06.1961, Síða 31
gegn því. Þetta rit er til í mörgum handritum og hefur þótt merkilegt. Hér verður nú til tínt nokkuð smávegis úr riti séra Guðmundar og stuðzt við rit- gerð Ólafs Davíðssonar um galdur og galdramál. ★ Séra Guðmundur sannar með biblíunni og tilvitnunum í ýmsa kirkjufeður að í Fjandafælu sé ekki orð af viti. Hann segir að Jón hafi „hjúfrað djöfulinn að sér“ og að Fjandafæla sé „djöflanna skækja, en faðirinn sjálfur þeirra flón og narri“. „Jóns Guðmundssonar diktur er hentugri að vera grashagi djöflanna en grashagi Kristí sauða“. „Þessi af- rekskappi, sem svo segist á Snjáfjöllum hólmgöngu framið hafa við þann draug, sem þar kastaði sorpi, beinum og stein- um opinberlega nótt og dag, hann sjálfur yfir lýsir þeim virðingartitli og lofstír, sem hann þar vestra í þann tíma af þvílíkri konst segist fengið hafa, sem er, að sín þjónustugjörð hafi af andlegu valdi sem veraldlegu sér þökkuð verið, svo sem hjálp og aðstoð af himnaföð- urnum send. Og sannarlega, hann hefur um stund hér á kjálka í stóru afhaldi verið hjá alþýðunni, einkum þá einn eð- ur annar hefir reynt freistingar þess vonda anda.“ Er auðsætt að prófasti hefur blöskrað það álit er Jón naut hjá mörgum fyrir kunnáttu sína. Hann tel- ur Jón til „fífldjarfra fantasta, sem hafa að eins vizkunnar yfirlit fyrir útvalinn heilagleik, fara með fáfeingilegt hé- gómatal, svo heimsk alþýða dáist að.“ „Þessi sami maður hefir með svo smekk- góðri beitu hér á kjálka um stundir dregið heimulega að sér vitgranna menn, sem meir hafa elskað djöfulsins lygar sér og sínum sálum til glötunar en sannleik guðs sér og sínum sálum til sáluhjálpar, hverir alhuga óskað hafa, svo sém ég hefi með mínum eyr- um upp á heyrt, að þeir mættu Jóns Guðmundssonar vísdóms fyrir sál og líf njótandi verða.“ Séra Guðmundur klykkir út með þessum orðum: „Hvar verður þá (þ. e. á dómsdegi) Jón Guðmundsson með alla sína djöflasvæfing á Snjáfjöllum eða Fjandafælu sína og öllu því fíflsku- drafli og heimskuþvagli sem þar í stend- ur, með hverju hann hefir svo hér á kjálka um nokkur ár sem vestra æst og fælt vitgranna menn? Hvar, segi ég, mun hann og þess konar svikarar og djöfulsins útsendarar með öllum sín- um kraftaverkum þá lenda? Svar: í helvíti, nema þeir í tíma sjái að sér.“ Séra Guðmundur hafði og komizt yf- ir galdrakver, samið af Jóni. Fjallar því mikill hluti rits hans um það, með harla óvægum orðum. Og 1627 var svo kom- ið, vafalaust að miklu leyti fyrir áhrif Guðmundar prests, að Jón lærði hrökkl- aðist af Snæfellsnesi og suður á Akranes. Enn átti hann eftir stormasaman feril, sem hér verður ekki rakinn. Yfirgefum við hér Snæfjalladrauginn og mál hans. (Heimildir: Annálar 1400—1800; Reisu- bók Jóns Indíafara; Þjóðsögur Jóns Árnasonar; Huld; Galdur og galdramál á íslandi (Ól. Dav.); Sæmundur Eyjólfs- son: Vestfirzkar sagnir af Galdra-Leifa o, fl. o. fl.). Sólföt - Frh. af bls. 25 arnar saman miðja vegu milli tveggja neðri hnappanna. Lokið efri hlutanum með 4 smellum, 2 hvorum megin. Axlaböndin saumuð saman á röng- unni, snúið við og pressuð. Saumið þau við að aftanverðu á skáhliðina, þau eiga að krossleggjast á bakinu. Saumið hnapp í hinn endann. Búið til hæfilega stór hnappagöt á smekkinn. Jakkinn: Saumið hliðarsaumana í vél, bezt að hafa lokaðan saum. Neðri brún jakkans földuð í höndunum, hinar brún- irnar bryddaðar með bláu skábandi. 3 hnappagöt gerð á vinstri boðung, 3 hnappar saumaðir á hægri boðung. Vas- inn bryddaður að ofan með skábandi, saumaðar í höndunum á jakkann. Kæri Astró! Ég er fædd 30. júlí 1943 að morgni til klukkan 8.30 í Reykj avík. Ég lauk gagnfræðaprófi í fyrra, fór til England og stund- aði enskunám í hálft ár. Núna vinn ég á skrifstofu og líkar það prýðilega. Vandamál mitt er, hve bráð ég er, og hefur það valdið mér miklum örðugleikum, bæði á heimili mínu og annars staðar. Mig langar til að vita örlög mín, bæði í ástamálum o. fl. Ein áhugasöm. Svar til Einnar áhugasamrar: Höfuðvandamál þitt telur þú vera vanstillingu á skaps- munum. í stjörnukorti þínu er Sólin í Ljónsmerkinu en Máninn í Krabbamerkinu. Þetta skapar andstætt tilfinn- ingalíf, þannig að ýmist ertu uppi í skýjunum eða erfiðleik- arnir virðast vera óyfirstígan- legir, og skapsmunirnir verða eftir því. Þessi afstaða er einn- ig talin oft valda mistökum í vali maka. Til að skilja þetta betur, verður að athuga þau áhrif, sem Sólmerki þitt og Tungl- merki búa yfir. T. d. er Sól- merkið merki Ljónsins, sem hvetur fólk til að ráða og drottna og gerir fólk yfirleitt mjög metnaðargjarnt, hrifið af skemmtunum og barngott. Það nýtur sín bezt þar sem það getur látið aðra njóta rausnar sinnar. Merki Mánans býr yfir allt öðrum eiginleik- um. Höfuðeinkenni Mánans í merki Krabba eru meðal ann- ars síngirni í mótsögn við rausn Ljónsmerkisins, einnig ríkt tilfinningalíf, sem sprott- ið er af næmleika. Krabba- mei’kisfólk er mikið einrænna heldur en fólk almennt. I fæð- ingarkortinu stendur Máninn fyrir hugsanalíf mannsins, en Sólin er talin tákna viljann. Þannig sérðu, að árekstrar eru milli þessara tveggja þátta í lífi þínu. Um ástamálin vildi ég segja, að þau eru undir ágætum á- hrifum að mörgu leyti, en ég er hræddur um að dráttur geti orðið á giftingu eða heimils- stofnun, þar sem maðurinn stundar langskólanám, Að öðru leyti virðast þessi mál vera undir prýðis áhrifum. Mér þykir mjög sennilegt, að þú hittir hann 1965 eða þar um. Hann er undir heilla- stjörnu í fæðingarkorti þínu, svo þú mátt vel við una. Ég býst fastlega við, að af- koma þín verði fyrr eða síðar mjög undir afkomu hins opin- bera komin. Mér þætti því ekki ótrúlegt, að maður þinn starfaði eitthvað á þess vegum. Þér verður gott til vina, og mér Þykir alls ekki ótrúlegt, að þú eigir eftir að koma ein- hvern tíma fram opinberlega. Hér er náttúrlega nokkuð erf- itt sakir skapgerðar þinnar, en það er nokkuð, sem þú verður að komast yfir og stilla. Ég kann enga betri að- ferð en þá, sem ég hef ráðlagt mörgum undir svipuðum kringumstæðum, en hún er að kynna sér Yoga-æfingar, sérstaklega öndunaræfingar, því þær virka sérstaklega sef j- andi og stillandi, jafnframt því, sem þú öðlast vald, sem ekki er þessa heims. Einnig mun vera gott að hugsa eða temja sér að hugleiða hið fagra og góða og varast mik- inn spenning. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.