Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 32
Smáblóm - Frh. af bls. 27 Kát, sem sat þarna á gólfinu andspænis þeim og dinglaði rófunni órólega, líkt og hún skynjaði að eitthvað illt væri í að- sigi? í borginni voru hundar réttdræpir hvar sem þeir fyrirfundust, að boði ríkj- andi yfirvalda. Loks urðu þau ásátt um að biðja nágranna sinn fyrir hana. Fáum dögum síðar týndu þau saman fábrotnar eigur sínar og héldu til borg- arinnar. Og nú hófst þrautatími hundsins. Að vísu vildi nágranninn vera góður við hann. En matur og húsaskjól nægði ekki hundinum fremur en barni hjá vandalausum. Og eftir því sem dag- arnir liðu og hundinn tók að lengja eftir vinum sínum, óx þjáning hans. Svo skeði það eina nóttina að vonzka hljóp í náttúruöflin og þau brutu glugga í sumarhúsinu. Hljóðið vakti hundinn, sem kúrði á dyrahellunni. Hann reis stirðlega á fæt- ur og hristi sig. Síðan smaug hann inn um raufina. Hann fór snuðrandi úr einu herbergi í annað, en ekkert bar vott um vini hans utan smágerður barnsskór, sem lá 1 einu horninu. Skóinn tók hundurinn milli tannanna og fór út sömu leið og hann kom. Fyrir utan hvíldi snjór yfir öllu, eins langt og augað eygði, og hjarnið var hart undir fót. En með þolinmæði og þrautseigju tókst hundinum loks að grafa nægilega djúpa holu undir fjársjóð sinn. Og nú héldu honum engin bönd leng- ur.. Þessa sömu nótt lagði hundurinn af stað í leit að vinum sínum og hélt eftir þjóðveginum í suðurátt. Það sem eftir lifði nætur hljóp hann við fót, og er nokkuð var áliðið morg- uns var hann kominn til borgarinnar. Og nú vissi hundurinn ekki hvar hann átti að bera niður í leitinni að vin- um sínum. Hvert sém hann sneri blasti við fjöldi húsa, hvæsandi farartæki og mannsfætur, sem hann þvældist fyrir. Undrandi og ráðvilltur flýði hann úr einni götu í aðra, og í kjölfar hans komu þörn með ópum og háreisti, en önnur, sem aldrei höfðu séð hund, hrinu af hræðslu. Og mæðurnar komu út úr húsum sínum og sveiuðu á hann. En Litla Kát var' aðeins svangur og mæddur hundur. Og hún lét það í ljós með kröftugu gelti. Þá varð uppnám, sem dró fleiri á vettvang. Og fólkið spurði hvert annað um, hvað væri eig- inlega á seyði. Þá gekk sagan frá manni til manns: ; Það er hundur x borginni! Og mennirnir hröktu Litlu Kát á 32 FÁLKINN milli sín unz hún var króuð af, og köll- uðu hana flækingshund, því hún var skítug og mögur, með hungur í aug- unum. Þá umhverfðist Litla Kát og glefsaði í hendur óvinanna. En þeir gripu í hálsband hennar og gerðu boð eftir böðlinum. — Ríthandarlestur - Frh. af bls. 26 lokun eða skort á heiðarleika og djörfung. Margir af aðals- eða stór- mennaættum skxifa „arkade“, e. t. v. í þeim tilgangi að opna sig ekki, láta sig í ljósi fyrir hvern sem er, en að bera með sér vissan tiginn svip. Þeir, sem skrifa arkade eru ekki fljótteknir, en eru mjög trygg- ir, er þeir einu sinni hafa bundizt vináttuböndum. Vinkilskrift táknar stöðug innri átök eða „spennu“-ástand, sem kemur fram í því, að viðkomandi lætur ekki undan, en sýnir mótstöðuafl og sjálfsaga, e. t. v. bardaga(baráttu-) eðli, en aftur á móti getur viðkom- andi sýnt hörku, tillitsleysi, sjálfs- ráðsmennsku og sérplægni. Þeir, sem skrifa vinkilskrift eru sjaldan einkanlega samrýnilegir menn. — Vinkill táknar hömlur. Þráð(-skrift)ur hlykkjast eftir línun- um án þess að einstakir stafir hafi nokkra ákveðna lögun. Viðkomandi er slunginn, áhrifagjarn, fjölhæfur og hagar seglum auðveldlega eftir vindi. Viðbrögð hans eru óútreikn- anleg, og hann vantar andlega festu, en hann hefur aðlögunarhæfileika og á venjulega auðvelt með að kynn- ast öðrum. Halli. Ef skriftin liallast mikið til hægri, get- ux' það táknað löngun til einlægni, löngun til þess að hallast að öðrum, að samlagast. Þessi hallandi skrift táknar hömluleysi, sem ásamt fleiri merkjum um það, gæti táknað að viðkomandi gangi oflangt, í löngun- um sínum í samkvæmislífið og önn- ur frekari ævintýr. ¥ Sorgarleikur - Frh. af bls. 23 um að ná í sjal; ísköld hönd henn- ar tók fast um fingur stúlkunnar. „Segðu Gorenflot, að hann verði að sjá svo um, að það verði ekki al- veg lokað — hann verði að skilja eftir smá op á einn eða annan hátt,“ hvíslaði hún, svo lágt, að vart máttj heyra. Og upphátt bætti hún við: „Náið í fleiri ljós, svo að múrar- inn sjái til við vinnu sína.“ Þessu næst heyrðist ekkert annað en skrapið í múrskeiðinni. Veggur- inn varð hærri og hærri. Þegar veggurinn náði upp fyrir miðja hurðina, notaði Gorenflot andartaks tækifæri, er húsbóndi hans sneri að honum baki, og braut litla rúðu, sem var ofarlega í skáphurðinni. Tvö dimm augu störðu á hann í tak- markalausri hræðslu, en ekki heyrð- ist hljóð að innan. Augun hurfu, þegar greifinn sneri sér að skápn- um aftur. Er dagur rann, var verkinu lok- ið. Greifinn kallaði á herbergisþjón sinn. „Hennar náð er veik,“ sagði hann. „Ég verð hjá henni. Þú fæi'ir okkur matinn hingað inn.“ í tuttugu daga var hr. de Merret í herbergi konu sinnar. Fyrstu dag- ana heyrðist einstaka veikt hljóð frá skápnum, og greifynjan, sem þá var næstum fallin í ómegin, gat ekki kæft niðri í sér óp. En greif- inn, sem skildi, að hún ætlaði að segja eitthvað, kom í veg fyrir Það: „Þér sóruð við krossinn, að það vœri enginn þarna inni! ÞaS er nóg.“ Skömmu síðar þögnuðu öll hljóð. Aðeins niðurbældur grátur greifa- ynjunnar. Lausn á verðlaunakrossgátu «ir. 21 Geysimargar lausnir bárust við 21. verðlaunakrossgátu Fálkans. Verð- launin hlýtur Björn Sigui'ðsson, Ás- vallagötu 24, Reykjavík. Rétt lausn birtist hér að ofan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.