Fálkinn - 14.03.1962, Side 15
þótti fyrirsjáanlegt mikið og vaxandi
atvinnuleysi og tók bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar þá togara á leigu og gerði
hann ut á nióti útgerðarfélaginu Akur-
gerði. Ásgeir Stefánsson hafði þegar á
þessum árum mikinn áhuga fyrir út-
gerð eins og hverju þvi ,sem hann áleit
að væri jafnfram lyftistöng fyrir bæjar-
félagið. Hann hafði í nokkur ár átt hlut
í togaranum Sviða og átti sæti í fram-
kvæmdarstjórn þeirrar útgerðar.
Á Alþingishátíðarárinu þótti sýnt að
kreppa og atvinnuleysi færi vaxandi.
Heimskreppan náði hingað til lands
í ársbyrjun 1931 keypti Hafnarfjarð-
arbær togarann Maí og þar með var
fyrsta bæjarútgerð á landinu sett á lagg-
irnar. Ásgeir G. Stefánsson var forstjóri
hins nýja útgerðarfyrirtækis frá byrj-
un. í hans hlut komu flestir hinir marg-
víslegu erfið.leikar við öflun peninga til
þess að korna skipinu á veiðar en út í
sína fyrstu veiðiferð fór Maí hinn 13.
marz. Ásgeir hefur sagt, að ef ekki
hefði komið til góðvilji og skilningur
bankastjóra Útvegsbankans, þeirra Jóns
Ólafssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar, Jóns
Baldvinssonar og Helga Briem og síðast
en ekki sízt Helga Guðmundssonar hefði
þetta ásamt mörgu fleiru verið ófram-
kvæmanlegt.
Ekki voru allir Hafnfirðingar sam-
mála um ágæti þessara ráðstafana og
skintust í flokka með eða móti.
Ásgeir sýndi í hinu nýja starfi engu
minni dugnað og forsjálni en við húsa-
byggingar áður, og brátt hafði talsverð-
ur fjöldi fólks atvinnu við Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar.
Árin eftir 1930 voru erfið hér á landi
fyrir margra hluta sakir Atvinnuleysi
var almennt og knappt í búi hjá mörg-
um daglaunamanninum og reyndar
fleirum. Á þorra 1934 hófst Ásgeir og
félagar hans handa um kaup á öðrum
togara, eftir að tillaga um það hafði
verið samþykkt í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar með meirihlutaatkvæðum jafn-
aðarmanna. Þeir Bæjarútgerðarmenn
höfðu frétt af togurum sem voru til sölu
í Frakklandi. Ákveðið var að Ásgeir
færi utan til togarakaupanna og hafði
hann þá aðeins einn dag til stefnu hér
heima, svo skjótt var ferðin ákveðin.
Ásgeir kvæntist árið 1932 Sólveigu
Björnsdóttur Helgasonar skipstjóra í
Hafnarfirði. Er Frakklandsferðin var á-
kveðin, stóð til að skíra fyrsta barn
þeirra hjóna næsta sunnudag á eftir.
Daginn sem Ásgeir hafði til stefnu, var
hann allan á skriístofu sinni og tók til
plögg til ferðarinnar; en um kvöldið
var litla stúlkan vatni ausin og gefið
nafnið Sólveig.
Ferðin til Frakklands varð hin sögu-
legasta. Þeir Gísli Jónsson núverandi al-
þingismaður fóru saman utan en eftir
nokkurt þóf í Frakklandi vegna skipa-
kaupanna komu skipstjóri, vélstjórar
og aðrir áhafnarmeðlimir að heiman,
alls átta manns og var skipinu siglt til
Grimsby. Lítið var þá orðið um skot-
silfur hjá þeim félögum, en með dugn-
aði'og áræði tókst Ásgeiri að fá vistir
og kol til íslandsferðarinnar og til Hafn-
arfjarðar komu þeir með togarann, sem
hlaut nafnið JÚNÍ á miðri vertíð.
Svo sem getið var í upphafi þessarar
greinar, stofnuðu nokkrir menn í Hafn-
arfirði samvinnufélag, keyptu skip og
gerðu út togarann Haukanes. Þessi út-
gerð er að því leyti sérstæð, að öll skips-
höfnin á Haukanesinu átti hlut í skip-
inu og útgerðinni. Þeirra kaup var af
því sem aflaðist og heldur ekkert ann-
að. Ásgeir var í landi og hafði á hendi
útgerðastjórn.
Rétt fyrir upphaf heimsstyrjaldar-
innar síðari stofnuðu nokkrir menn í
Hafnarfirði hlutafélagið Hrafnaflóka og
varð Ásgeir fljótlega framkvæmdastjóri
þess félag's ásamt fyrri störfum. Hrafna-
flóki keypti togara frá Reykjavík og
hóf útgerð. Sá togari hlaut nafnið Óli
garða Um líkt leyti var samvinnufélag-
ið Haukanes leyst upp og togarinn seld-
ur Hlutafélaginu Vífli sem Ásgeir var
jafnframt forstjóri fyrir.
Bæjarútgerðin dafnaði vel undir
stjórn Ásgeirs þótt erfiðleikar væru
talsverðir en atvinna var mikil við þessi
fyrirtæki. Til starfa hjá Bæjarútgerð-
inni hafði fljótlega eftir stofnun henn-
ar ráðist annar mikilhæfur maður,
Björn Jóhannesson bæjarfulltrúi og
starfaði hann sem fulltrúi Ásgeirs. Þeir
voru mjög samhentir um alla stjórn fyr-
Framhald á bls. 32
FÁLKINN 15