Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Síða 19

Fálkinn - 14.03.1962, Síða 19
Ekki aðeins nú á dögum hefur koss- inn verið viðfangsefni vísindamanna. Hinn frægi danski málfræðingur pró- fessor Kristoffer Nyrop, gaf sér einnig tíma til þess að rannsaka kossinn og sögu hans, og í ritgerð hans, sem er nú orðin sextíu ára gömul, byrjar hann á því að fullyrða, að ekkert sé vitað með vissu um uppruna kossins. Ef reynt er að finna lausn gátunnar í gömlum sið- um og erfðavenjum frumstæðs fólks, er ekkert sem vísar veginn. Margir þjóð- flokkar þekkja alls ekki kossinn, eins og til dæmis í Polynesiu, á Madagasar, hjá mörgum negraþjóðflokkum í Afríku og hjá einstökum finnskum þjóðflokk- um. — Hann segir einnig að allt bendi til þess, að kveðja sú, sem fólgin er í því að nugga saman nefjum sé mjög frumstæður siður og uppruna hans megi líklega rekja til þefskynjunarinnar. Nokkrir þjóðflokkar heilsast í raun og veru með því að þefa hver af öðrum. Einn þrýstir nefi og munni að kinn annars og dregur andann djúpt að sér um leið. í staðinn fyrir orðin „kysstu mig“ er til í þeirra máli „þefaðu af mér“. Fyrst nefkveðjan á sumpart ræt- ur sínar að rekja til lyktskynjunar manna, getur þá ekki kossinn á sama hátt átt rætur sínar að rekja til bragð- skynjunar manna, spyr Nyrop. Hversu gamall er kossinn? Enginn veit neitt um það. Jafnvel elztu heim- ildir veita okkur engar upplýsingar um þetta vandamál, sem svo margir hafa glímt við. Sumir afgreiða málið snar- lega og segja að kossinn sé auðvitað jafngamall ástinni. Darwin gamli hefur lagt sitt til mál- anna í þessu sem öðru: „Við Evrópubú- ar erum orðnir svo vanir kossinum, að við reiknum fastlega með, að hann sé mönnum í blóð borinn. Þetta er samt ekki rétt og Richard Steel skjátlast þegar hann flullyrðir, að náttúran sjálf hafi kennt manninum að kyssa og að kossinn hafi komið í heiminn með fyrstu ástinni. Við getum þó með nokkrum rétti notað orðið meðfætt í þessu sam- bandi með hliðsjón af þeim unaði, sem við finnum til þegar við snertum þann, sem við elskum. Við njótum þessa un- aðar meðal annars með aðstoð kossins, en ýmsir aðrir þjóðflokkar í öðrum hlutum veraldar njóta hins sama með því að nugga saman nefjum, eins og til dæmis á Nýja Sjálandi og meðal Eski- móa, og enn aðrir njóta svipaðrar kennd- ar, þegar þeir fá að klappa á arma eða brjóst eða strjúka eigin andliti eftir höndum eða fótum hins aðilans.“ Kanadiskur vísindamaður hefur ný- lega fullyrt, að þörf líkamans fyrir salt, hafi verið orsök fyrsta kossins. Hann hefur komizt að þeirri órómantízku niðurstöðu, að frummenn sleiktu hver annan í framan, af því að þeir höfðu uppgötvað, að svitinn var saltur. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að menn komust að raun um að þessi verknað- ur hafði margar fleiri girnilegar hliðar. Þannig lítur sem sagt efnafræðingur á uppruna kossins. Gömul þjóðsögn segir frá því, hvern- ig mennirnir fundu upp kossinn. Eva hafði lagzt til hvílu í skugga trés. Þá kom býfluga fljúgandi, sveimaði yfir rauðum og blómlegum vörum hennar og settist á þær til þess að sjúga hunang úr þeim. En Adam, sem gætti Evu sinn- ar í einu og öllu varð var við þetta og rak býfluguna burt. Hvort það var for- vitni eða afbrýðisemi, sem réði gerðum hans, skal ósagt látið en hann beygði sig yfir Evu og fylgdi fordæmi býflug- unnar og þrýsti vörum sínum að henn- ar. Með sólskinsbros á vör vaknaði Eva við þetta nýja ástartákn. Önnur frásögn segir, að Rómverjarn- ir eigi heiðurinn að því að hafa fundið upp kossinn. Á tímum Romulusar voru konur svolítið veikar á svellinu, þegar Frh. á bls. 36 Myndirnar, sem fylgja þessu grein- arkorni, sýna okkur ýmislegt skemm,tilegt í sambandi við koss- ana, eins og það kemur hinum kunna teiknara Tom fyrir sjónir. Myndin fyrir ofan fyrirsögn: Það er gömul hjátrú, að ef maður þjáist af tann- pínu, sé bezta ráðið til lækningar að kyssa asna beint á múlinn. Fyrir neðan fyrirsögn: Þegar karlmenn eru komnir yfir fertugt, fara þeir aftur að kunna að meta kossana. En meinið er, að þeir vilja helzt kyssa stúlkur á tvítugsaldri. Myndin hér að ofan: Að kyssa skegglausan karl- mann er eins og að kyssa vegginn, segja stúlkurnar í józku bæjunum. Myndin hér til vinstri: Þegar Róm- verjarnir komu heim, kysstu þeir konurnar sínar til þess að sannprófa, hvort þær hefðu fengið sér neðan í því fyrr um daginn. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.