Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Page 27

Fálkinn - 14.03.1962, Page 27
Segðu mér bara hvenær við eigum að hittast. Doris leit óttaslegin í kringum sig. Rosknu hjónin í horninu voru hætt að gefa þeim gætur. — Kannski að við getum hittzt eftir tvo tíma. stamaði hún. — Við getum ef til vill ekið út til Bebenhausen. Hvað segirðu um að hitta mig á torginu klukkan hálf sex. Þá er þegar orðið dimmt og ég get skotizt inn í bílinn án þess nokkur sjái. Pedro leit á hana og það hýrnaði yfir honum. Hann kinkaði kolli án þess að segja nokkuð. Síðan hjálpaði hann henni í kápuna. Hún vafði kápunni fast að sér og hljóp út á götuna án þess að kveðja. Þegar heim kom, læddist hún inn í apótekið bakdyramegin. Þlún hafði í hyggju að fara beint upp í her- bergið sitt. Bara að hún mætti nú ekki neinum. Þegar hún fór fram hjá íbúð ráðsmannsins heyrði hún rödd móður sinnar. Guði sé lof! Einhver var í heim- sókn hjá henni. Hún læddist eins og þjófur inn í herbergið sitt. ★ . Bettina tók strax eftir því, að Felipe Gonzales var óvenjulega spenntur og taugaóstyrkur. Hann talaði svo undar- lega um hitt og þetta, um síðasta stefnu- mót þeirra í París, um alla sameigin- legu vinina, sem þau áttu í Mexico og fleira. Henni varð fljótt ljóst, að Felipe átti alveg sérstakt erindi að þessu sinni. Eftir að hafa talað um hitt og þetta langa hríð, ákvað Bettina að taka af honum ómakið og komast strax til botns í þessu. Hún spurði: — Hvert er eiginlega erindi þitt hingað til Túbingen, kæri Felipe? Ég á erfitt með að trúa því, að þú hafir farið alla þessa löngu leið eingöngu til þess að heimsækja mig? Bros hvarf af vörum Felipe og hann stóð grafkyrr um stund. En áður en hann hafði svarað, var barið að dyrum og Minna gom inn með tebakka. Hún lagði smekklega á borð fyrir þau og Bettina spurði hana um börnin. Jú, Doris var heima. Albert var að lesa og Wolfgang á fyrirlestri. Felipe heyrði ekki hvað þeim fór á milli, Minnu og Bettinu. Hugsanir hans snerust allar um einn hlut, um skilaboð, sem hann hafði fengið frá Mexico fyrir nokkrum vikum. Skyndilega hafði sigið á ógæfuhlið hvað fjármál hans snerti. Það var fyrirsjáanlegt að hann mundi tapa öllu sem hann átti. Gjaldþrotið var á næstu grösum og hann sá enga leið til þess að afstýra því. Satt að segja var Bettina síðasta hálmstrá hans. En gat verið, að hún hefði séð þetta á honum? Gat verið, að henni væri þegar ljóst, að hann var kominn alla þessa löngu leið til þess að láta hana bjarga sér frá algjöru hruni? — Sykur? Rjóma? spurði Bettina. Felipe hristi höfuðið. Hann sat og virti hana fyrir sér og varð smátt og smátt gagntekinn biturleika og sárum Framh. á bls. 27. FÁLKINN 27 gleymt henni. Það var satt, þegar hann sagðist elska hana ... En hún varð að hugsa um móður sína, Bettinu. Þess vegna hristi hún höfuðið ákveðin. — Nei, Pedro. Það gengur ekki. Það var dapurlegt að sjá vonbrigði hans, en hvað átti hún að gera? — En getum við þá ekki sést seinna, spurði hann ákafur. — Við höfum ekki hugsað okkur að fara frá Tubingen fyrr en við höfum talað í ró og næði um framtíðina. Orð hans hljómuðu eins og tónlist í eyrum Dorisar. — En hvers vegna getur þú ekki komið og heimsótt okkur í Bursagasse? sagði hún. Pedro yppti öxlum. — Ég á ekkert erindi við föður þinn. — Já, en þú þekkir þó Bettinu. Pedro yppti aftur öxlum. — Bettina? Býr hún þar hjá ykkur? Ég hélt að hún byggi á hótelinu. Doris brosti. — Það er reyndar ekki von að þú vitir allt það, sem gerzt hefur. Móðir mín býr heima í raun og sannleika. En hvernig á því stendur, ja, það tekur svo langan tíma að útskýra það. Hún leit óróleg á klukkuna. — Það er víst bezt, að þú komir ekki til Bursagasse. Ég hugsa, að mömmu geðjist alls ekki að því, að við skulum hittast aftur. Augu Pedros skutu gneistum. — En þú, spurði hann. — Hvað með þig? Komstu bara hingað til þess að segja mér þetta? Doris hristi höfuðið. — Nei, hvernig getur þér dottið slíkt í hug? Hún reyndi að draga höndina til sín, en Pedro hélt henni fastri. — Þú mátt ekki láta svona, Doris.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.